22.10.2008 | 18:40
Eins og talað frá mínu hjarta.
Langaði til að setja hér inn færslu sem hún Jóhanna, bloggvinkona min setti inn. Það sem hún segir þarna er algjörlega frá mínu hjarta. Þess vegna fékk ég leyfi til að birta hana óbreytta.
Njótið vel.
Sjálfsmynd þjóðar... frelsi, jafnrétti og náungakærleikur á að vera okkar stolt
Ég horfði með öðru auganu á þátt á RUV þar sem dönsk kona fylgdi okkur í ferðalag um Katar. Þar var rætt við arabísk ungmenni. Þau voru bæði frekar frjálslynd.
Það sem vakti athygli mína var það sem ungi maðurinn sagði; hann sagði að mikið af unga fólkinu væri í sjálfsmyndarkreppu vegna uppruna síns; þau skömmuðust sín fyrir að vera Arabar. Það er auðvitað sorglegt.
Undanfarið hef ég heyrt fólk tala um, svona frekar í gamni en alvöru, að það skammist sín fyrir að vera Íslendingar, og væri eflaust hálfhrætt við að viðurkenna þjóðerni sitt væri það statt t.d. í Bretlandi eða Danmörku.
Rasismi er meðal annars fólginn í því að líta stærra á sig en aðra vegna kynþáttar eða trúar. Kynþáttahyggja er íslenska orðið. Við vitum öll að við gætum setið í herbergi með góðu fólki af öllum stærðum og gerðum, kyni, kynþætti, kynhneigð og það gætu allir verið góðar manneskjur.
Þegar ég skrifaði um Moskur nýlega, snérust áhyggjur mínar í þá áttina að múslimar teldu lög sín og trú æðri lögum sem gilda á Íslandi. Ég hafði líka áhyggjur af því ójafnvægi sem virðist ríkja milli kynja hjá þeim sem eru róttækir í trú sinni á Íslam. Misréttið má ekki flytja með inn í landið.
Við höfum nú þegar trúfélög sem leggja blessun sína á misrétti kynjanna. Kaþólska kirkjan leyfir konur ekki í embætti presta og margir minni bókstafstrúarsöfnuðir hengja sig enn á það að maðurinn sé höfuð konunnar, "as if he was god!"
Ég er á móti þeirri hyggju að telja sig æðri náunga sínum, vegna m.a. kynþáttar, kyns, kynferðis o.s.frv.
Í framhaldi af þessu vil ég hvetja okkur öll til að standa stolt. Stolt fyrir það að þrauka þessar stóru öldur sem á okkur skella. Stolt fyrir að standa með náunga okkar og vera heil.
Verum stolt, kurteis og föllum ekki í sömu gryfju og þeir sem úthrópa Íslendinga, reka þá út úr töskubúðum í Köben eða gæludýrabúðum í Glasgow. Förum ekki niður á þann "level." Það hafa örugglega verið margir kaupmenn í bæði Köben og Glasgow sem hafa verið prúðir og borið virðingu fyrir sínum viðskiptavinum.
Nú höfum við aðeins fengið að kenna á eigin meðali .. þ.e.a.s. varðandi framkomu við útlendinga. Kona frá Litháen skrifaði í blöðin í morgun og sagðist ekki fá leigt. Hún lendir í því að "borga" fyrir samlanda sína sem hafa verið hér í glæpagengi eða einhverju álíka.
Það myndi samt enginn úthýsa mér ef ég sækti um sama húsnæði, vegna framkomu Benna Ólsara eða annarra íslenskra handrukkara. Samt er ég alveg þrælíslensk (eins og þeir).
Látum ekki vaða yfir okkur, en vöðum heldur ekki yfir aðra saklausa borgara. Stöndum vörð um það frelsi sem á Íslandi ríkir, málfrelsi, trúfrelsi og jafnrétti.
Því getum við verið stolt af og það styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Tek svo hjartanlega undir þetta.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 20:45
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.