Leita í fréttum mbl.is

Do you speak english?

Er kannski ekki sammála öllu sem Brynhildur segir þarna en það er alveg öruggt mál að eitthvað þarf að gera í þessu. Ég hef sjálf verið stödd erlendis og séð ráðherra halda ræðu og úff. Það er algjör óþarfi að vera að blanda stjórnmálaflokkum inn í þetta. Það vill bara til að nú eru það sjálfstæðismenn sem eru að mestu í brúnni og í þessum erlendu samskiptum. Þetta á auðvitað að gilda um alla ráðherra hverju sinni. Og einnig þá þingmenn sem fara erlendis á ráðstefnur og annað. Setja þá í stöðupróf í ensku og ef á þarf að halda senda túlk með. Við eigum örugglega fullt af frambærilegum túlkum sem gætu tekið þetta starf að sér. Við þurfum að standa upprétt í þessu sem öðru. Það er alls ekki smánarlegt að skilja ekki allar mögulegar mállýskur í ja nánastöllum heiminum. Ég hef stundum séð viðtal í fréttum á ensku við einhverja sem tala ensku sem þriðja mál jafnvel og ég horfi bara og horfi og skil ekki eitt einasta orð.

Nú tala ég mjög góða daglega ensku, meira að segja það góða að þjóðverjinn og fleiri halda að ég sé Ameríkani. Ameríkaninn í Georgíu heldur að ég sé frá einhverju öðru fylki sem ég man ekki hvað er í augnablikinu. En þegar kemur að faglegri ensku er ég bara ekki góð lengur og viðurkenni það alveg. En af því að fólk heyri mig tala daglega málið svo auðveldlega, þá býst það við að ég sé "alveg" góð í málinu.

Ég get líka labbað inn á kaffihús í París, heilsað og pantað kaffi á svo góðri frönsku að frakkarnir halda að ég sé local. En svo kann ég ekki meira.Hef prófað þetta oftar en einu sinni.

Nú tala ráðherrarnir okkar mismunandi málýskur. T.d. Árni sem lærir í Skotlandi. Það er ekkert óeðlilegt að einhverjir eigi erfitt með að skilja hann eða þá hann að skilja þá sem hafa lært annarstaðar.

 

Það er allt í góðu að bera virðingu fyrir enskri tungu en algjör óþarfi að fara á  bömmer þó maður sé ekki með fullkominn framburð. Og hver er svo hinn fullkomni framburður? Sem betur fer er það löngu sannað að tal hefur ekkert að gera með vit.

Þetta með mannasiðina. Stundum finnst mér eins og það megi senda hálfa þjóðina á mannasiðanámskeið. Ég þyrfti trúlega stundum líka. En það eru mismunandi kröfur gerðar til okkar og við gerum auðvitað meiri kröfur til þeirra sem eru í eldlínunni hverju sinni. Man ekki betur en að Framsóknarmenn hafi boðið upp á framkomunámskeið hér um árið. Margir hneyksluðust þá en hver veit nema þetta sé málið. Tel fullvíst að þeim sem hafa alist upp í Sjálfstæðisflokknum standi til boða svoleiðis námskeið. Og er það hið besta mál. Svo er stóra spurningin þetta hvort hægt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Því reyni ég ekki einu sinni að svara.

Ég lendi margoft í því hér á blogginu að sjá einhverja spennandi athugasemd við frétt og svo fer ég inn á síðuna hjá manneskjunni og þar er þvílíkt orðbragð að ég fer strax út aftur. Þannig að dónaskapurinn er út um allt ef þú leitar.

Ætli þetta sé nú bara ekki orðið gott í bili.

Enda með því að mæla með því að hæstráðendur þjóðarinnar fari nú að brjóta odd af oflæti sínu og viðukenni bara ef þeir eru ekki öruggir í enskunni og fái túlk með sér.

Hafið það gott í dag


mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband