Leita í fréttum mbl.is

Í vikulok

Þessi helgi flaug áfram eins og flestar helgar gera. Ég var að vinna við áhugamálið bæði á föstudagskvöld og laugardag. Hitti þar fullt af fólki. Takk fyrir helgina öll sem lesið þetta. Ég hlakka til þegar við endurtökum þetta. Eiginmaðurinn átti á koma í dag af sjónum en þeir flýttu för sinni og hann mætti í gær. Það var til þess að við ákváðum að skella okkur á dansiball í gærkveldi. Fyrir valinu var Geirmundur á Vélsmiðjunni. Af hverju? Jú, mestar líkur á að við hittum þar einhverja sem við þekktum en hefðum ekki séð í langann tíma. Þetta var sú ódýrasta ballferð sem ég hef farið. Hún kostaði heilar 500 krónur. Þar sem við drekkum ekki áfengi þá höfum við yfirleitt fengið okkur kaffi á svona samkundum. Ákváðum þó í þetta skiptið af fá okkur gos svo við værum ekki eins hallærislegBlush á að líta.  Svo þegar Unnur komst að því að við drykkum bara gos bauð hún okkur í glas. Takk fyrir það Unnur mín. Ég var að reyna að rifja upp hvað það væri langt síðan við hefðum farið á ball og það er nú ansi langt síðan. Við vorum á Tenerife á sjómannadaginn sl. þannig að ekki var farið þá. Sem þýðir að það var einhverntímann í fyrravetur, man bara ekki hvenær. Rosalega finn ég mikinn mun eftir að reykingar vorum bannaðar. Ég kom heim þegjandi hás í þessi fáu skipti sem ég fór áður.  Þvílíkur munur núna, hægt að anda eðlilega og enginn að blása framan í mann.

Það var mjög fróðlegt að horfa á fólkið þarna. Fullt af eyrarpúkum. Við vorum meirihlutinn þarna til að byrja með. Allir að spara. Frítt allavega fram að miðnætti. Oftast held ég selt inn eftir það. Sá svo einn mann þarna sem ég man eftir úr Sjallanum. Þar var hann alltaf mættur fyrstur á gólfið með sinn danspartner. Mjög góður dansari og snéri dömunni fram og aftur. Þangað til of margir voru komnir á gólfið. Þá fóru þau. Og mér sýndist það sama vera upp á teningnum í gærkveldi. Þau voru held ég farið á undan okkur og þá er mikið sagt. Við vorum nefninlega komin heim um tvöleytið.

Hulda mín, ég ætla rétt að vona að þessi dagur hafi verið þokkalegur hjá þér í dag. Var hugsað til þín um miðjan dag. Svo hittum við ein hjón sem höfðu verið með okkur á Tenerife í vor. Þeir sem þekkja manninn minn vita að hann er ekki mikið fyrir að skakklappast á gólfinu en ég skellti mér aðeins út á gólfið með Unni. Annars var mikið að gera hjá þeim konum sem voru einar þarna. Kallarnir voru virkilega duglegir að bjóða þeim upp.

Við tókum svo einn rúnt í bæinn eftir ball. Mikið var eitthvað kuldalegt. Og krakkarnir alltof illa klædd.

Rétt eftir að við komum heim hringdi unglingurinn og var þá búin að passa. Ég náði í hana og renndi heim Leó, sem við höfðum fengið til að vera hér hjá okkar börnum á meðan. Hafði skipt blússunni yfir í peysu og það var allt annað að koma út. En mikið leið mér vel þegar ég lagði höfuðið á koddann. Snögg að sofna.

Ætlaði svo að vera virkilega löt í dag og dorma fram að hádegi. En síminn byrjaði að hringja um tíuleytið og hringdi svo nógu oft til að ég rétt næði að gleyma mér og hrökk svo upp aftur. 

Eftir hádegið bakaði ég svo súkkulaðibitakökur. Það var unun að horfa á gaurinn með mjólkurglasið, dýfandi kökunni í. Mér finnst svo kökur alveg geðveikt góðar heitar með ískaldri undanrennu. En missi svo alveg áhugann á þeim þegar þær eru orðnar kaldar.  

Eiginmaðurinn eldaði svo þessa líka fínu purusteik í kvöldmatinn. Ég hef aldrei verið mikið fyrir ferskt svínakjöt. Finnst það mjög fínt reykt og nýtt fínt líka í allskonar pottrétti og svoleiðis en ekki hreint. En þessi steik var sú besta sem ég hef smakkað. En hvað við erum heppin að hafa svona góðan kokk hérna á heimilinu. Birna, vinkona gaursins var í heimsókn hérna og var boðið í mat. Valkirjan var í allan dag í heimsókn hjá Berglindi vinkonu sinni, fór með þeim í bíltúr og fleira skemmtilegt. Hún vildi svo fá að bjóða henni í mat og var það ekkert mál. Nóg af mat og allir saddir.

Þeir Akureyringar sem hafa kíkt út um gluggann í dag hafa séð að það er smá snjóföl. Þau yngri settu upp húfu og vettlinga eftir matinn, fylgdu Berglindi heim og kíktu svo aðeins út á lóð. Rétt svona að athuga hvort hann væri eins og í fyrra.

Var að fatta að ég hef ekkert farið út í dag. Kannski sniðugt að bjóða eiginmanninum út á göngu, kíkja í kaffi til Leifs bróður sem er nýfluttur í næstu götu hérna. Hann hefur alveg örugglega ekki verið með steik í matinn. Býr einn. Tek með mér smá á disk.

Annars bara eigiði góða vinnuviku

Over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið stelpur mínar.

Já, fín helgi og fín vika framundan.

Halldóra: Hvert á að fara?

Anna Guðný , 19.10.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Greinilega góð helgi hjá þér, þetta hvíta (snjórinn) náði ekki hingað.

Góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 19.10.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Anna Guðný

Dúna: Já, fín helgi. Var að koma heim af göngu og úr kaffi hjá Leif bróður. Komin alvörusnjór þannig að best að ég taka fram snjógalla fyrir morgundaginn.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 20.10.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þetta hefur verið fín helgi hjá þér,gaman að fá eiginmannin fyrr heim.

Það er alltaf gaman að kíkja á ball með Geirmundi

'Eg man ekki einu sinni hvenær ég kíkti á ball síðast það er allavega mjög langt síðan.

Eigðu góða viku nafna mín

Anna Margrét Bragadóttir, 20.10.2008 kl. 01:02

5 Smámynd: Renata

Gott að heyra um svona fína helgi :)

hafðu það gott Anna mín í víkunni

Renata, 20.10.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt að lesa þín færslu þar sem gleði og skemmtun ríkti,
og svo er bara bakað, ekki spyr ég að dugnaðinum.
Knús í þína viku
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: Anna Guðný

Nafna, Renata og Millaa. Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur.

Já mikið skemmtilegt á þessu heimili. Fínt á ballinu en búin að fá nóg eftir tvo tíma. Ætti nú samt að vera duglegri að fara svona út að dansa.

Við vinnum í því alla daga að hafa skemmtilegt og jákvætt heimilislíf. Það er vinna  og gengur misvel en við höldum áfram.

Hafið það gott elskurnar.

Anna Guðný , 20.10.2008 kl. 17:52

8 Smámynd: JEG

Innlitskvitt á þig krúttan mín.  Úff svakalega mikið um að vera alltaf hjá konunni.   Mér finnst nóg það sem ég hef að gera þó ég væir ekki á flandiri þar ofaná   hehehehe.....

En eigðu ljúfa viku framundan essgan. 

JEG, 20.10.2008 kl. 23:36

9 identicon

Fjör hjá þer. Segi það sama orðið ansi langt síðan eg hef farið á Vélsmiðjuna . En svona er þetta ,var að vinna.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 03:42

10 Smámynd: Erna

Innlitskvitt Anna mín. Hvenær fer bóndin á sjóinn aftur?

Erna, 21.10.2008 kl. 10:34

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir skemmtilega frásögu "í vikulok" sem ég les að vísu í vikubyrjun.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 10:38

12 Smámynd: Anna Guðný

Halldóra: Mikið held ég að verði gaman hjá þér. Ég gæti sko hugsað mér að fara á svona ball. Var ansi góð gömlu dönsunum og er það örugglega enn. Góða skemmtun.

Jóna: Það er örugglega jafnmikið að gera hjá þér og jafnvel meira. Bara öðruvísi. En mér finnst bara svo gaman að vera til

Unnur: Já, mikið fjör á þessum bæ. Ég fer nú samt trúlega ekki á ball á næstunni. Nú tökum við fram spilin og spilum kreppu ólsen.

Erna: Bóndinn fer á sjó aftur á sunnudag, býst ég við. Hvernig eru vaktirnar hjá´þér þessa dagana? Hvað er líka númerið hjá þér? Mitt er 897-6074.

Jóhanna: Takk fyrir innlitið og kveðjuna.

Anna Guðný , 21.10.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband