16.10.2008 | 22:34
Kominn tími á nýtt.
Veit ekki með ykkur en ég var orðin hundleið á að sjá alltaf færsluna um Jarp þegar ég opnaði síðuna mína. Hef bara einfaldlega ekki gefið mér tíma til að skrifa. Hef verið að sinna andlegum hugðarefnum í vikunni. Farið á eitt námskeið hjá Rauða Krossinum. Frábær upprifjun. Veit ekki hvort ég hef minnst á það að ég starfa sem sjálfboðaliði þar og hef gert í nokkur ár.
En þeir sem ekki vita þá er ég heimavinnandi húsmóðir í fullu starfi og Herbalife dreifingaraðili í hlutastarfi. Herbalife vinnan gerir mér mögulegt að vinna að heiman, ég skipulegg vikuna sjálf og get þar að leiðandi leyft mér að taka að mér sjálfboðaliðastörf. Alla mánudagsmorgna svara ég í símann fyrir félagasamtök hér í bæ og sinni mun meira starfi fyrir þau samtök þegar á þarf að halda, eins og núna um helgina. Enda verður mjög gaman hjá okkur þá. Búin að fá að vera með í skipulaginu og fæ svo að hitta allt fólkið þessa þrjá daga.
En áfram með Rauða Krossinn. Það er alveg ótrúlega gefandi að starfa þar. Ég er mest í þeirri deild sem kallast heimsóknarvinir. Það þýðir að ég tók að mér aðila út í bæ, heimsæki hana einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Sit og spjalla, fer út að ganga eða með hana í búðina, bara það sem hentar hverju sinni. En flestir held ég fara bara í heimsókn og halda fólkinu selskap í þennan tíma. Auðvitað eru mjög margir sem sinna þessu án þess að gera það í nafni einhverra félagasamtaka og það er bara frábært. Hugsiði ykkur bara hvernig það væri ef allir svona þokkalega venjulegt fólk tæki að sér að heimsækja manneskju sem liði illa, væri einmana, væri veik, ætti erfitt með gang eða hvað sem er einu sinni í viku, klukkutíma í senn? Vá ég get alveg séð fyrir mér hvað myndi gerast.
Námskeiðin sem okkur sjálfboðaliðunum er boðið upp á eru líka mjög fróðleg. Væri gaman að vita hvort einhver sem les þessi skrif hafi farið á sálrænt skyndihjálparnámskeið. Ég fór á eitt svoleiðis í fyrra og fékk svo upprifjun núna í vikunni. Það er mjög gott að læra aðeins um hvað gerist þegar fólk lendir í svona hremmingum eins og eru að ganga yfir landann þessa dagana. Og hremmingar eru það, alveg sama hvort við höfum kallað það yfir okkur eða ekki. Þetta námskeið fékk mig líka til að líta orðið kreppa allt öðrum augum. Þetta krepputal fór í taugarnar á mér áður en ekki lengur. Kreppa þarf ekki endilega að þýða það sem hún var hér áður fyrr. Stigsmunurinn er mikill en kreppa má það heita. Kreppa er í raun bara röskun á annars stöðugu ástandi.
En nóg um það. Ég ætlaði alltaf að setja inn mynd sem ég tók af unglingnum og bekkjarsystrum hennar. Þær eru nefninlega í hljómsveit sem Siggi kafteinn stjórnar. Ég skrapp í heimsókn einn daginn og smellti þessum myndum af.
Unglingurinn minn, trommarinn.
Rafmagnsgítarleikarinn og hljómsveitarstjórinn. Bassaleikarinn er í fríi.
Söngkonurnar.
Flottar stelpur, gangi ykkur vel.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Flott hjá þér. Þetta er svo sannarlega þarft að sinna fólkinu sem á engann eða fá að sem "nenna" að sinna sínu fólki. Mætti sko vera meira um þetta og þá íslendingar ekki útlendingar því þetta fólk vill það ekki.
Flottu unglingurinn þinn
Knús og klemm mín kæra og það er nú í lagi stundum að vera of upptekinn að sinna sínu lífi að maður hafi ekki bloggskriftartíma.
JEG, 16.10.2008 kl. 22:58
Þú ert mikill mannvinur Anna mín
Erna, 16.10.2008 kl. 23:03
Takk fyrir þetta stelpur mínar.
Jóna. Svo er líka eitt. Oft er auðveldara fyrir fólk að fara og heimsækja ókunnugt fólk heldur er nákomna. En með útlendinga á dvalarheimilinum. það bara fengust ekki íslendinga í vinnu. Það breytist trúlega núna þegar ekki er pláss fyrir allan þennan fjölda í peningageiranum. Þá koma fleiri íslendingar inn, trúi ég.
Já stelpan er flott. Svo finnst henni þetta svo gaman. En ég viðurkenni að ég var undrandi þegar hún sagðist spila á trommur. Búin að fara sjálf og kaupa sér kjuða.
Erna. Takk fyrir þetta Erna mín. Ég veit þú ert það líka.
Anna Guðný , 16.10.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.