12.10.2008 | 00:12
Læðist um gólf.
Aðeins skýrsla fyrir svefninn. Ég þori varla að anda hérna. Nýbúin að lesa í svefn sex stykki sjö ára prinsessur. Allar verðandi ja, allavega forsetar, ef ekki bara forsætisráherrar.
Ýmislegt búið að ganga á í kvöld. Mjög gaman hjá þeim.
Valkirjan sem sagt með fimm bekkjarsystur í stelpupartýji og allar fengu að gista. Byrjaði með að unglingurinn bauð upp á grænan fordrykk. Þær máluðu sig svo.
Einir foreldrar komu með af því mamman ætlaði að aðstoða við baksturinn en endaði auðvitað með að þau borðuðu með okkur.
Við bökuðum pizzur, hvað annað? Litlar og þær fengu svo að velja hvað átti að vera á þeim. Algjör snilld, ekkert mál með að þessi vill ekki þetta og hinn vill ekki hitt.
Með pizzunum fengu þær svo rauðan drykk.
Þegar leið að svefni tók til andlitshreinsun. Það tók sinn tíma en gekk að lokum.Allar fóru hreinar og fínar í rúmið.
Getiði ímyndað ykkur hvað hægt sé að rökræða langan tíma um hvar ég á að vera og hvar hin á að vera? Það voru sex og sex rúmstæði í boði.Endaði með að þrjár vildu vera á einum stað og tvær á einum.Hm..... Ég lét þessar 3 sem vildu vera á sama leggjast ofan á hvora aðra. Spurði svo hvort þeim þætti þetta gáfulegt. Neeei eiginlega ekki. Ein þeirra færði sig í rúmið og hinar tvær lágu hlið við hlið.
Hér liggja þær tilbúnar að fara að horfa á High School Musical.
Jóhanna, valkirjan, Birgitta, Berlind, Katrín María og Berenika.
Það var miserfitt að sofna. Ég ákvað að lesa fyrir þær og það virkaði sko vel. Meira að segja þessi við áttum jafnvel von á að myndi fara heim stóðst ekki lestöfra mína.
Nú ætla ég að leggjast á bæn og biðja þess að þær allar sofi alla nóttina og ekkert trufli þær.
Annað. Ég sá að það höfðu komið rétt fyrir kl. tólf 59 gestir á síðuna mína í dag. En flettingar væru 540. Er það ekki ótrúlegt? Veit einhver hvað er að gerast þarna? Getur verið að þessir séu allir að lesa að meðaltali 9 færslur á síðunni minni? Hmmmm......
Góða nótt
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Daginn Anna Karen ekki væri ég hissa á því ef einhver ef ekki allar væru vaknaðar þegar þetta er skrifað.
Ég kannast við svona smá skvísur þær eru frábærar og gott að njóta þess að vera með, þær vaxa svo ótrúlega fljótt.
egvania, 12.10.2008 kl. 06:53
Vá hvað þú ert duglega Anna mín að nenna hafa allan þennan hóp í næturgistingu, eins gott að títlan á mínum bæ lesi ekki bloggið þitt, því þá fengi ég ekki frið fyrren leyfi væri fengið fyrir svona náttfatapartý hehe, en svo ég hljómi nú ekki sem hin versta mamma ever þá tek ég það fram að náttfataparty hafa verið haldin heima hjá mér, en dömur voru sóttar um 22.30 af öllum foreldrum.
Eigðu góðan Sunnudag mín kæra
Helga skjol, 12.10.2008 kl. 07:10
Kondu sæl Anna.
Takk fyrir að nefna mig góðann penna. Nei ég hef ekki komið mér í það að vera með virka síðu. Fer svona á flakk annað slagið þegar skólalærdómurinn verður leiðigjarn, oftast á sömu síður og skrifa svona smá athugasemdir hjá þeim.
Kær kveðja Sigrún Sæmundsdóttir
Sigrún Sæmundsdóttir, 12.10.2008 kl. 17:04
Takk fyrir innlitið stelpur.
Ásgerður. Vonandi áttirðu yndislegann dag með eiginmanninum í dag.
Minn biður kærlega að heilsa á móti. Hann skrapp heim í nokkra klukkutíma.
Helga mín. Ekki málið, ég kíki bara á þig og segi títlunni frá þessu. :)
Annars var það eina sem mig kveið pínu fyrir og það var hvað það yrði erfitt að fá þær til að hætta að tala. Ein var líka alveg á mörkunum að vilja fara heim. En þetta með að lesa þær í svefni var allgjör snilld, þó ég segi sjálf frá. Þessi sem var á mörkunum gafst meira að segja upp.
En þetta er ofsalega gaman og gerði það að verkum að í dag gat ég sagt með góðri samvisku að það væri ekki bíóferð á dagskrá. Þessi helgi væri alveg orðin góð. Og málið er að að heimsókn kostaði mig trúlega ekki meira sem bíóferð fyrir þrjú börn.
Sigrún. Takk fyrir innlitið. Vonandi finnurðu þér tíma til að fara að blogga. Man ekki lengur hvað þú skrifaðir en man bara að ég las það og hugsaði: Ég hugsa svona, akkúrat svona en kann bara ekki að koma orðum að því.
Hafið það gott elskurnar.
Anna Guðný , 12.10.2008 kl. 21:10
Ohhh maður man nú hvað það var gaman í svona gistipartýum hér í denn sko. Þó það væi nú ekki 6 þá var alltaf gaman að fá að gista.
Já það er fullt af fólki sem kíkir en kvittar aldrei og það finnst manni súrt því það er jú dónaskapur að þakka ekki fyrir sig ekki satt.
Knús og klemm og kvitterí kvitt mín kæra.
JEG, 12.10.2008 kl. 21:57
Blessuð dugnaðar forkur Já vá hvað þær eru mikklar dúllur á þessari mynd, sleppa ekki takinu af hvor annari .
En já ég er ekkert smá stolt af þessu framtaki hjá þér og hvað þetta tókst vel. Það er búið að mala og mala um þetta hvað var gaman og mikið fjör - og svona og hitt og þetta .
En gaman að lesa bloggið þitt líka, verð að kíkka oftar hér við og bæta við allann fjöldan sem að flettir yfir þetta. ótrúlegt , en gaman.
Bið að heilsa í bili Og takk enn og aftur fyrir okkur
Guðrún Elva
Guðrún Elva (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:38
Bara svo þið hin vitið af því, þá er Guðrún Elva mamman sem ætlaði að hjálpa til og endaði svo með að fjölskyldan borðaði með okkur.
En hún fékk ekki að gista.
En takk fyrir þetta Guðrún mín, rosa gaman. Eiginmaðurinn var þó orðinn þreyttur undir það síðasta. Það er svona að koma óvænt heim.
Hann er svo farinn út á sjó aftur að hvíla sig.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 13.10.2008 kl. 07:20
Veistu að ég er hætt að pæla hvað margir komu og lestu bloggið hjá mér án þess að kvitta. Bara verið þeim á góðu
Þú ert svo myndarlegt að leyfa stelpunum að gista, ég er alveg viss að það var mjög gaman hjá þeim. Hafðu það gott í vikunni :)
Renata, 13.10.2008 kl. 11:39
Anna mín, ég er ein af öllum þessum, sem lesa bloggið þitt daglega og stundum bæði kvölds og morgna, skoða Unnu M fyrst, svo þig síðan Dísu mína Albertu. Þetta er eina leiðin til að fylgjast pínu með hvað er að gerast á norðurlandinu. Þið eigið það sameiginlegt að vera nokkuð góðir pennar og hreint frábærar þegar þannig liggur á ykkur. kv og knús petrea
p.h. (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:10
Renata og p.h.
Takk fyrir komuna. p.h. Veit unnur hver þú ert? Ég spyr hana að því.
Hafið það gott
Anna Guðný , 16.10.2008 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.