Leita í fréttum mbl.is

Nytjamarkaður Hjálpræðishersins taka 2.

Ætlaði að vera búin að skella þessum myndum fyrir en gaf mér bara ekki tíma fyrr en núna. Fór aftur seinni partinn í dag. Missti að vísu af tískusýningunni ef fékk tónleika í staðinn.

PA100109

Þetta kallar maður ánægðan viðskiptavin. Anna Dóra í góðum gír.

PA100111

 Líf og fjör í afgreiðslunni.

PA100113

Hva, viðgerðarsþjónusta? Einar getur nú ýmislegt.

PA100122

Dorte, Rannvá og Siggi.

Ég setti inn ósk í færslunni frá því fyrr í dag að ég fengi að heyra þau Rannvá og Sigga taka lagið, og mér varð að ósk minni. Tók smá upp á video sem ég ætla að reyna að setja inn hérna. Mér hefur ekki tekist að setja inn video áður.

Það var aldeilis hægt að gera góða kaup þarna. Ég borgaði 600 krónur fyrir pokann og í honum var hettujakki á unglinginn, flott há stígvél á valkirjuna, flottur leðurjakki sem við ætlum að gefa vini okkar sem er 7 ára og geggjað flott leðurkúrekastígvél á Birnu, 10 ára vinkonu sem var með okkur. Hún er meira að segja búin að ákveða að vera kúreki á öskudaginn.

Þannig að allir fóru sáttir. Fundum þó ekkert á gaurinn.

Hafið það gott um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

þetta er frábært hugmynd, alltaf er nóg af fólki sem hafa of mikið af hlutum og vilja losna sig við það og aðrir geta gert gott díll

Góða helgi Anna mín

Renata, 11.10.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: JEG

Össs hvað þið eruð öll dugleg að blogga núna ég kemst ekki yfir að lesa alla því maður er dauðþreyttur og er því lítið í tölvunni.  En samt af og til hehehe......

Geggjað sniðugt ......svona markaður þetta er eins eða svipað og Góði hirðirinn. 

Vona að þú eigir ljúfa helgi mín kæra og nú þarf maður að fara að koma sér í blogggírinn aftur.  Það fer að verða tími til að kíkja meira í tölvuna

Knús og klemm

JEG, 11.10.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: egvania

Sæl Anna Guðný ég hef verið svona frekar þung í geði undanfarið en ætla að fara að blogga aftur á fullu.

kveðja til þíns kæra eiginmanns.

Bara knús

egvania, 11.10.2008 kl. 22:11

4 identicon

En sniðugt... Góð hugmynd, fólk með alltof mikið af dóti heima hjá sér og lætur gott af sér leiða í leiðinni...Frábært!!! kveðja frá Höfn

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband