Leita í fréttum mbl.is

Stjörnuspáin í dag.

Ég hef nú ekki oft sett inn stjörnuspánna mína en mátti núna.
NautNaut: Það sem þú byrjaðir á að gera fyrir peninga, gerirðu nú af öðrum ástæðum, ekki síst af því að það er gott að koma að gagni. Kaupið mun hækka.
Þarna er algjörlega verið að tala um vinnuna mína.
Ég komst nefninlega að því í dag að ég er aðalstyrktaraðili Póstsins.
Hér með er ég hætt þeim styrkveitingum.
Það er með ólikindum hvað kostar að senda pakka á milli landshluta.
Nú panta ég vörurnar mínar til Noregs en fæ þær sendar frá vöruhúsi í Reykjavík.
Ég auðvitað borga flutningsgjald fyrir vöruna norður.
Ég fékk pöntun í gær sem var greidd strax, þannig að ég ætlaði að panta til Noregs í dag og láta senda heim til hans á morgun. Nei, það var ekki hægt. Af hverju? Jú, engin gjaldeyrisviðskipti á milli landa. Peningurinn fastur inn á fyrirframgreidda kortinu, ekki hægt að bakfæra. Ef ég hefði látið pöntunina fara í millifærslu tæki auka dag að afgreiða og viðskiptavinurinn fengi vöruna ekki fyrr en eftir helgi. Ég fékk sendar vörur norður í dag og ákvað því að senda honum þessa pöntun af lagernum hér heima. Þá yrði keyrt út hjá honum annað kvöld.  Það var dýr ákvörðun. Ég setti þessa og aðra litla pöntun í póst og það kostaði rétt um 2000 krónur, póstkosnaður + umbúðir. Þá er nú ekki mikið eftir að sölulaununum.
Enda hér eftir verða viðskiptavinirnir bara að bíða einum degi lengur. Og veit ég að þeim finnst það flestum allt í góðu, þegar þeir vita hver ástæðan er.
Takk fyrir að fá að pústa.
Eigiði ljúfa drauma

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Anna "stundum er lífið brekka"

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 201481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband