4.10.2008 | 21:50
Berlín framhald.
Ég átti víst eftir að segja hvað mér fannst um Berlín og hvernig mér gekk að eiga samskipti við local liðið. Mér fannst borgin alveg sérstaklega falleg og ég man aldrei eftir því að hafa heyrt af þessum síkjum. Það var líka alveg ótrúlega skemmtileg upplifun að fara í siglinguna. Mæli endilega með því við þá sem eiga eftir að prófa. Hverrar krónu virði og þú upplifir borgina á allt annan hátt en frá landi. Þessi helgi var auðvitað engin venjuleg helgi í borginni.
Mættum þessum á göngunni og mátti til með að fá að mynda þau.
Maraþonið í gangi og allt stór miðbæjarsvæðið meira og minna lokað umferð. Á laugardeginum hlupu börnin og línuskautaliðið. Hlaupið var í gegnum Branderborgarhliðið og niður eftir 17. júní stræti. Mörgum klukkutímum áður byrjaði undirbúningur.
Rásmark.
Endamark
Loka götunni, stilla upp girðingu eftir endilangri götunni báðu megin, koma fyrir wc, áhorfendastúku,sölubásum, aðstöðu keppenda og so videre. Við hjónin fengum allan þennan undirbúning beint í æð, því við gengum upp strætið svona 2-3 tímum áður en hlaupið byrjaði. Myndirnar frá því eru í fartölvunni og set ég þær inn á eftir. Þegar við ætluðum svo að fara heim á hótel sáum við akkúrat fyrstu börnin koma í mark. Og fylgdust við með þeim nokkra stund. Sumir þarna aðeins farnir að .
Þannig að ég var mjög ánægð með borgina, það litla sem ég sá. U banen eða neðanjarðarlestin jafneinföld þarna og í öðrum betri borgum.
En nú kemur að samskiptum mínum við þjóðverjana. Okkur hefur jú alltaf verið sagt að þjóðverjar séu svipaðir og frakkarnir með það að þeir vilji ekki tala ensku, allavega ekki ótilneyddir. Og komumst við að því að þetta var rétt. Við hjónin ákváðum að tala helst íslenskuna fyrst þó fólk myndi gleðjast yfir því að við töluðum ensku. Og þannig var það í flestum tilfellum. Á öllum veitingahúsunum var þetta ekkert mál. Allir bara gerðu sitt besta. Hótelstarfsmennirnir á hótelinu okkar voru ekki gæddir mikilli þjónustulund. Kannski ein eða tvær fínar og svo bara virtust þær ekki nenna að vera til. Gott dæmi að það var auglýst að það væri frítt kaffi,te og vatn á hótelbarnum frá kl. 11.00 til kl. 17.00. Ég nýtti mér það bara síðasta daginn og vitiði bara hvað. Þetta var allt kaffi frá morgunmatnum. Það kláraðist og við spurðum hvort væri til meira og ég fékk þvert nei frá dömunni sem ég spurði. En stuttu seinna kom önnur starfstúlka með bros á vör og tvær kaffikönnur, eina stóra og eina litla. Allir voða ánægðir og fengu sér kaffi. Nei hallóóó, þetta kaffi var pissvolgt líka frá morgunmatnum. Mín hafði þó vit á að segja bara nei.
Annað skipti sem ég lenti virkilega í leiðinlegri afgreiðsludömu var í H&M. Sú var virkilega dónaleg, og það bara af því að ég skil ekki þýsku. Málið er að ég tala það góða ensku, svona daglegt mál að þjóðverjarnir halda trúlega að ég sé amerísk. Og hvað þýðir það? Það þýðir að það sé skammarlegt fyrir íslending í Þýskalandi að tala góða ensku. Sorry en ekki gaman.
Niðurstaða.
Berlín er flott borg með fallegar byggingar, flott sýki, fína veitingarstaði með nóg af kartöflum, gnægð verslana. En þar sem þeir eru með bullandi minnimáttarkennd út af tungumálinu á ég ekki von á heimasækja borgina aftur, allavega ekki í náinni framtíð. Ég gæti svo sem lært þýsku en þar sem ég hef meiri áhuga á frönsku þá er það úti.
Annars er ég bara góð
Over and out
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 201520
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Berlín er svo sannarlega flott borg, greinilega verið gaman hjá þér
Huld S. Ringsted, 5.10.2008 kl. 11:29
Já dónarnir að bjóða uppá gamalt kaffi össs maður minn hefði nú ekki verið hress sko..
Knús mín kæra og gangi þér vel að fylla kistuna
JEG, 5.10.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.