Leita í fréttum mbl.is

Berlínarferðin gerð upp.

Ég er búin að fá nokkrar athugasemdir, bæði hér á blogginu og út í bæ að ég sé ekki búin að skrifa neitt um ferðina. Ég hef eiginlega notað þessa daga til að taka ferðina saman í kollinum og gera hana upp. Er svona nokkuð búin að því. Byrjaði svo að skrifa í dag en annað hvort ég eða valkirjan hentum því svo óvart út.

Þetta var mjög sérstök ferð að einu leyti. Ég hef aldrei áður farið í ferð sem ég hef fundið svona mikið fyrir tímamismun. Ég komst að því að það hentar mér alveg sérstaklega illa að ferðast í austur. Það munar tveim tímum og það var alveg í öfuga átt fyrir mig. Það tók mig alveg alveg tvo daga að ná þessu. Þriðja nóttin var fín en þá var ég líka að fara heim aftur.

Hótelið sem við gistum á, hhmmmmm...... mæli ekki með því. Þegar við löbbuðum inn í herbergið fór ég nú bara að hlægja. Þetta ver eins og að koma á heimavistaskóla. Þið hafið örugglega upplifað það að panta tveggjamanna herbergi á þriggja stjörnu hóteli. Þið fáið herbergi með tveim rúmum. Ekkert mál, þið skellið þeim bara saman og komið er hjónarúm. Það var sko ekki í þessu tilfelli. Þetta var sem sagt herbergi með tveim rúmum. Veggföstum í sitt hvoru horninu. Ok., þetta voru mannleg misstök í pöntunarferlinu. Hótelið var annars fullt, svo ekki var hægt að breyta þessu og við sættum okkur bara við það. Ég er hvort eð er oftar með spriklandi barn í rúminu heldur en eiginmanninn.

En þegar ég settist í rúmið fór glansinn alveg af því. Það brakaði og brast í öllu. Virkilega gamalt og lúið. Frétti það seinna að sumir höfðu fengið miklu betri rúm, sem þýðir að verið er að endurnýja herbergin. Bara ekki komið að okkar. Sem kom heldur betur í ljós þegar ég ætlaði að fara í sturtu. Ég lenti í slagsmálum við sturtuslönguna. Festingin var orðin svo léleg að hausinn þeyttist alltaf upp að vegg. Reynið þetta bara, setjið hausinn upp að veggnum og reynið svo að setja höfuðið ykkar undir bununa. Nú vitið þið hvernig mér gekk. Við áttum við þetta vandamál að stríða hér um árið í gömlu íbúðinni okkar og ég vissi því hvað átti að gera. Dró slönguna í gegnum festinguna og þvingaði þannig hausinn fastann á réttum stað. Tók langan tíma að finna þann rétta. En það tókst og ég gat sturtað mig.

P9290145

Þetta er sturtan fína.

Hótelið okkar var á svæði sem ég held að kallist Charlottburg eða eða eitthvað svoleiðis. Allavega var íþróttavölllur með því nafni hinu megin við götuna.Á laugardagsmorgninum tókum við taxa niður á Europa center. Þar skoðuðum við okkur aðeins um en gengum svo í gegnum trjágarðinn eftir 17. júní stræti upp að Brandenborgarhliðinu, þar áfram fram og til baka út um allt. Gengum í samanlagt átta tíma þann daginn. Telst mér þá til að við höfum gengið jafnlangt, ef ekki lengra en maraþonhlaupararnir hlupu. Tókum þetta að vísu á styttri tíma. Allt þetta svæði var meira og minna lokað fyrir umferð bæði laugar- og sunnudag út af hlaupinu. Þó að aðalhlaupið hafi ekki verið fyrr en á sunnudag, þá hlupu börn og línuskautaliðið á laugardeginum. Við stóðum nokkuð langa stund og fylgdust með þeim hlaupa framhjá.  Það var ekki nokkur leið að fá bíl heim á hótel svo við skelltum okkur neðanjarðar og tókum U banen heim. Er ekki alveg viss hvort það sé skrifað svona.

 

Borðuðum með nokkrum úr hópnum okkar á hótelinu um kvöldið. Við pöntuðum okkur kjúkling og hann var virkilega góður. En þeir sem pöntuðu nautasteikina voru ekki eins heppin.H'un var svo seig og svo fór þjóninn bara í fýlu þegar kvartað var.

P9270090

Séð hluta hópsins. Sigga í forgrunni.

Ég fór snemma að sofa þetta kvöldið en vaknaði upp við símtal um nóttina. Þá var það gaurinn sem átti erfitt með að sofna og vildi aðeins heyra í mömmu. Seinna sagði hann mér að hann hefði sofnað vel á eftir en ég vaknaði upp og sofnaði ekki fyrr en seint og um síðir.

Á sunnudaginn tókum við svo U banen á Alexanderplatz. Gengum þaðan niður að síki og tókum okkur ferð með bát í bryggjuleiðangur. Svakalega flottur bátu, alveg nýr. Allt hreint og fínt.

P9280110

Hér kemur báturinn okkar að landi.

P9280112

Vinkað í þá sem við mættum.

P9280113

Ýmislegt sem sást frá sjó sem ekki sást frá landi.

P9280115

Hótel.

P9280126

Kaffihús við árbakkann.

P9280129

P9280131

Minningarsafnið um loftbrúna.

 

Heimamenn í lautarferð.

P9280141

Einhver sem veit, getur verið að það sé búið þarna?

 

 

Mjög fróðlegt var að sjá upp á land. Ýmislegt sem bara þar fyrir augum sem maður hefði aldrei séð frá landi. Á einum stað horfði ég upp á land og sá þar kommúnu sem minnti mig á Kristjaníu eins og hún var og hét. En rómantíski glansinn fór aðeins að fara af mér þegar ég fór að dotta ofan í kaffibollann.Fegin varð ég þegar við gátum farið af á miðri leið. Og passaði það að við vorum bara nokkrar mínútur að ganga heim á hótel frá þeim stað. Hótelið sá ég löngu áður en við komum að því. Það var svo hrikalega ljótt á litinn að það sást langa leið.

P9280108

Er ekki viss um að þetta sé góða mynd en það voru þrír að leika sér þarna í klifri. Þessi stoppaði og vinkaði til okkar. Brjálaðir náungar, en flott hjá þeim.

 

Um kvöldið fórum við hjónin út að borða á ítalskan veitingastað í göngu færi frá hótelinu. Það var ósköp notalegt kvöld sem við áttum þarna saman. Maturinn fínn. þjónustan flott og alveg viðurkennt að við töluðum ekki þýsku. Trúlega vegna þess að þeir voru flestir ítalskir.Wink

Á mánudaginn var svo planið að versla eitthvað smálegt fyrir börnin.  Tókum U banen beint á Alexanderplats. Það er allt sem nöfnum tjáir að nefna í verslunargeiranum. H&M, Sara, C&A, Saturn og svo risastórt moll með ótrúlegum fjölda sérverslana. Þú gast alveg gleymt því að kaupa eitthvað í Saturn. Betra að kaupa bara heima. Hvort sem það var sjónvarp, leikjatölva eða leikir, símar, myndavélar.  Keypti mér þó minniskort í símann minn. Á samt eftir að skoða hvernig það virkar. Er nefninlega þokkalega tækjaóð en þarf að læra helling um hvernig hlutirnir virka.

En meininin var auðvitað að sjá hvor við fyndum eitthvað á börnin fyrir veturinn.Það tókst vel, gerði góð kaup. Fékk flottar vatteraðar kápur á stelpurnar. Fannst þeim frábært að vera eins. Svo fundum við flott vatterað vesti á gaurinn. Allt brúnt svo þau eru í stíl systkinin.Fylgdi með hettupeysa. Hann var aldeilis ánægður líka.

Eftir verslunarerfiðiðSmile settumst við inn á Mövepick og fengum okkur gott að borða. Fengum borð við gluggann og vísaði það út á torgið. Flott útsýni.

Þegar við komim heim á hótel tróðum við í töskuna því sem við höfðum keypt og vitið menn. Það var pláss og þurfti engu að breyta.

Heimferðið byrjaði jafnbrösuglega og ferðin að heiman. Það átti að koma rúta og ná í okkur 18.30. Klukkan 18.50 var farið að hringja og athuga með rútuna. Eftir mörg símtöl, bæði innanborgar og til Íslands kom í ljós að við hefðum bara einfaldlega gleymst. Kom svo rúta í loftköstum og klossbrensaði fyrir framn hótelið. Stökk bílstjórinn út og bauð okkur inn med det samme. Ég hef aldrei áður séð töskur nánast fljúga inn í farangurrýmið. Liðu örfáar mínútur þangað til við vorum lögð af stað. Og hann kitlaði vel pinnan á leið á völlinn. Hann baðst afsökunar á klæðaburðinum. Var ekki í skyrtu eða með bindi. Hann var nefninlega járnsmiður og var að vinna á verkstæðinu hjá fyrirtækinu þegar hann var beðinn um að koma okkur í flug. Við heppin að hann var að vinna. Smile

P9290150

Myndavélin mín höndlaði ekki birtuskilyrðin.  En hér er hluti að hópnum að bíða eftir rútunni.

Eftir þetta litla ævintýri gekk allt vel. Komum til Keflavíkur réttu fyrir miðnætti á mánudagskvöldi. Hópurinn tók svo rútu í bæinn. Voru komin á hótel Barón um eitt eftir miðnætti. Það var sko frábær endir á ferðalaginu. Bara verst að við fengum ekki að sofa aðeins lengur. Vorum komin í morgunmat kl. sex um morguninn. En herbergið var æðislegt. Rúmið meiriháttar og allt í sambandi við þetta mjög gott. Mæli eindregið með þessu hóteli fyrir þá sem þurfa á því að halda.

P9300152

Frábær morgunmatur, og meira að segja lýsi. Mátti til með að ná mynd af því.

 Vorum svo komin norður um níu. Var búið að biðja okkur um að koma í skólann og vinsamlegast beðin að koma með kápurnar með okkur. Fórum því með þær og vestið.

Dagarnir eftir að við komum heim hafa farið í ýmislegt skemmtilegt. T.d. að dúlla með börnunum. Þeim fannst kominn tími á það. Búin að vera í burtu tvær helgar í  röð.

Fór á námskeið á þriðjudagskvöldið. Var búið að langa til að skoða þetta Úr mínus í plús. Líst rosa vel á það og er meiningin að fara af stað eftir að eiginmaðurinn hefur kíkt betur á þetta.

Svo var það hringurinn í gærkveldi. Góð stund sem við áttum þar.

Svo var aðalfundur í foreldrafélaginu í skólanum í dag. Ákveðið var að breyta heldur betur til og hafa fundinn kl. 18.00. Bjóða svo upp á súpu á eftir. Ókeypis barnapössun var líka í boði. Ég var mætt fyrr og skar niður grænmeti í súpuna. Þetta voru svakalega góðar súpur. Önnur algjör grænmetisbomba og hin þokkalega hot. Veit ekki alveg hvað voru margir chili í uppskriftinni, en góð var hún.

Svo er það fimmtugsafmæli á morgun og þar ætla ég að mæta kl. 15.00 og hjálpa til. Það stendur til miðnættis. Þá er nú þessi törn búin. Meiningin er að slaka á um helgina en við finnum okkur eflaust eitthvað skemmtilegt að gera. Veit að það á að ganga til góðs. Er alveg til í að vera til staðar ef þarf, en annars er ég til í að vera bara heima.

 

Ætlaði að setja inn myndir hérna en tókst ekki.

Er ekki alveg búin. Skrifa meira þegar ég gef mér tíma. Á alveg eftir að segja frá samskiptum mínum af þjóðverjunum og hvernig mér fannst borgin sjálf.

Best að ég kíki á koddann núna.

Eigiði ljúfa drauma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 3.10.2008 kl. 06:36

2 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið stelpur.

Þessi ferð á eftir að lifa, það er rétt. Þetta með rúmið Halldóra, það var ekkert annað laust og aldrei þessu vant nennti ég ekki að vinna í því. Var kannski bara of syfjuð

Anna Guðný , 3.10.2008 kl. 07:57

3 Smámynd: Renata

já, það er skrítið við þessa stjörnugjöf á hótelum, ég lendi á 3 stjarna hótel í Dómíniska Lýðv. sem var betri en 5 stjarna á Spáni.

þú kannski getur hugað sig við það að þú mun muna eftir ferðinni vel og lengi, er það ekki það sem maður vil úr ferðalagi- menningar?

Renata, 3.10.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég gisti að þessu sinni á farfuglaheimilis hóteli sem var eldgamalt og hrikalega einfalt en alveg rosalega snyrtilegt. Fannst ég mega heppin að fá herbergi á leiðinni niður eftir (án internets) ákúrat þessa stóru helgi. Ég elska Berín og ef verið rosalega heppin í mínum ferðum þangað sem eru 3 á rúmu ári.

Kær kveðja frá DK

Guðrún Þorleifs, 3.10.2008 kl. 12:42

5 Smámynd:

 Takk fyrir þessa ferðasögu og myndir ég fylgist með framhaldinu.

kveðja Áslaug

, 3.10.2008 kl. 12:43

6 Smámynd: Anna Guðný

Þið sjáið að ég er enn að bæta við myndum.

Anna Guðný , 3.10.2008 kl. 13:28

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara Yndislegt og góðar myndir verst að þið skylduð ekki getað kúrt saman en gaman hefur þetta verið, og þið hafið verið heppinn með matinn.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 16:42

8 identicon

Það er naumast! Alltaf jafn myndríkt og skemmtilegt að kíkja á þig, dúlla. Kúra saman skúra saman... góða helgi!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:00

9 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið öll. Doddi minn, þú ert ekki lengur eini karlkynsgesturinn minn. Það er kominn annar.

Veit ekki þetta með skúringarnar. Hann kemur heim á morgun. Ég spyr hann þá.

Milla mín. Ég fékk ekki einu sinni að kúra hjá honum þegar heim kom. Hann fór beint á sjóinn.

Áslaug og Galdrar. Takk fyrir að bjóða mér bloggvináttu. Velkomin í hópinn. Þetta er góður hópur hér.

Halldóra: Ég verð með þér í anda á Holiday Inn. Breiði úr mér í rúminu. Nóg pláss fyrir okkur báðar. Ég segi þér seinna söguna af svefninum mínum á Ameríkunni. Svaf vel í Minniapolis.

Guðrún. Við höfum bara verið svona óheppin. En , vel á minnst netið var frítt.

Renata. Ég hélt að þessi stjörnugjöf væri alþjóðleg en það virðist ekki vera. Kannski veit það einhver.

Annast bara, hafið það gott elskurnar

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 22:24

10 Smámynd: Anna Guðný

Það átti að vera: Annars bara

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband