Leita í fréttum mbl.is

Seinkun nr. 1. og 2.

Bara hálftími, en það byrjar vel. Smile Kom sms áðan. Eiginmaðurinn stressaðist upp og er nú ekki viss um að komast til Berlínar. Held að það sé fínt veður hér, er leiðinlegt hjá ykkur í Rvík? Ekki flogið til Vestmannaeyja, er það eitthvað nýtt?

Er óvenjuróleg hérna, miðað við að vera að fara af stað í ferð. Venjulega er allt á síðustu stundu hjá mér. Nú er allt tilbúið. Taskan bíður út í bíl, ískápurinn fullur af mat, þvottakörfurnar tómar og íbúðin í þokkalegu ástandi. Frú og ungfrú Breiðfjörð koma svo hingað í dag og vera yfir helgina. Frín erí vinnu núna en kemur eftir hádegi.

Enginn skóli í dag. Dæmigert að lenda á starfsdegi kennara. En það er í góðu hér. Börnin eru búin að koma sér fyrir fyrir framan sjónvarpið að horfa á Little Miss Sunshine. Örugglega ljúf mynd í morgunsárið.

Jæja, ekki búin að klára færsluna, þá er komin önnur seinkun. Hálftími í viðbót. Þetta fannst eiginmanninum of mikið bara svona út í loftið. Þannig að hann hringdi og fékk skýringuna. Hliðarvindur og rigning í Reykjavík. Það rignir víst svo hjá ykkur að sópa þarf brautina á milli véla. Þá vitum við það.

Best að vista áður en Ari sendir þriðja smsið.

Over and out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það er ógeðslegt rok og rigning hérna í Reykjavík, það er ekki hundi út sigandi.

Án gríns, veðrið er viðbjóður.

Vona samt að þið eigið eftir að komast til Berlínar.

Linda litla, 26.9.2008 kl. 09:01

2 identicon

Góða ferð bæði tvö og hafið það sem allra best í Berlín

Bögga (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:02

3 identicon

Vona að þetta hafist.  Ertu öruglega búin að athuga frystirinn???

Skemmtið þið ykkur sem allra best.   Kem og heyri ferðasöguna þegar þið snúið aftur

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mundi bara aka af stað, tæki ekki sjens á öðruguys. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða í Berlín

Guðrún Þorleifs, 26.9.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Helga skjol

Gei ráð fyrir því að þú sért lent í Berlín og hafir það rosalega gott þar.

Knús á þig kæra vinkona og góða skemmtun

Helga skjol, 27.9.2008 kl. 08:14

7 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir skrifin allar og góðar kveðjur. Eftir að við komum til Rvíkur gekk allt vel. En viðurkenni að það var stígvélaveður þar

Erum búin að labba maraþon lengd í dag, en á okkar hraða. Rosa gaman , fullt að sjá.

Hafið það gott þarna heima.

Anna Guðný , 27.9.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Njótið ferðarinnar...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:06

9 identicon

Hæ Berlínar farar, hafið þið nokkuð fengið ykkur berlínar bollur í morgunmat. Ha ha ha.Góðann sunnudag. 

Bögga (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 12:54

10 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir kveðjurnar stelpur minar.

Bögga: Þetta með Berlínarbollurnar, hef engar séð. Bara ameríska donuts með glassúr. Verð því að bíða með bollurnar þar til ég kem heim.

Anna Guðný , 28.9.2008 kl. 20:47

11 Smámynd: egvania

kveðja til ykkar frá mér og njótið lífsins eins og þið mögulega getið.

Kveðja Ásgerður

egvania, 28.9.2008 kl. 21:31

12 identicon

Kærar kveðjur Anna

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:47

13 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Innlitskvitt og knús

Anna Margrét Bragadóttir, 30.9.2008 kl. 10:43

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 18:51

15 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hæ hæ mikð svakalega var Berlín flott um helgina og veðrið frábært!!! Gekk örugglega háfmaraþon á sunnudeginum en sá þig ekki

Var hætt við að fara en ákvað um hádegi á lagardag að rúlla niður eftir og  það var góð ákvörðun. Sá litlu systir rúlla með stæl upp maraþonininu sínu, ekkert smá dugleg

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 1.10.2008 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband