19.9.2008 | 10:06
Legg land undir fót.
Einmitt, fer í dag suður um heiðar á vit hins ókunnuga, þ.e. borg óttans. Þó nokkuð púsl að koma öllu heim og saman. Börnin fara á þrjá staði. Valkirjan fer í nágrennið,ætlar að vera hjá vinkonu sinni og bekkjarsystur. Verður samt hérna með annan fótinn.Gaurinn fer til frænda í Kjalarsíðunni. Ég kem ekki heim fyrr en seint á sunnudagskvöld. Stóri frændi mun taka á móti þeim hérna eftir kvöldmat og koma þeim í rúmið. Unglingurinn fer með mér.Er það í fyrsta skipti sem hún fer ein með mömmu í svona ferð. Mikið spennt. Hún verður hjá frænku í Hafnarfirði fyrri nóttina en kemur svo til min í Æsufellið seinni.
Ég ætla að reyna að fá sem mest út úr helginni. Kemst vonandi í supervisorskóla í kvöld, en allavega er það sts á morgun á Grand og svo ráðstefnan í Háskólabíói á sunnudag. Það verður uppllifun maður. Ef einhvern vantar miða þá þá á ég 2 eftir. Annars er víst uppselt. Langt síðan ég hef farið á skóla, meira en ár held ég. Verður mikið gaman að hitta alla og soga að sér jákvæðnina og allar upplýsingarnar. Kem heim með fullan tank.
Ég og unglingurinn höfum nokkra klukkutíma á sunnudagsmorgun til að gera eitthvað saman. Meiningin er að athuga hvort við getum mögulega eytt nokkrum krónum. Mér skilst að Kringlan opni ekki fyrr en 13.00 svo við höfum kannski klukkutíma. Það ætti að duga. Við erum nú sjálfum okkur nóg í flestu hérna á Akureyri en ég er þó stundum í vandræðum með föt á börnin, sérstaklega þau yngri. Ég sé alltaf þegar ég labba inn í Hagkaup í Kringlunni eða Smáralind, hvaða búðir fyrirtækið leggur áherslu á. Hjá okkur er það þannig að ef eitthvað klárast, t.d. í númeri, þykir ekki svo mikil ástæða að send aðra sendingu. Allavega í barnafatnaði.
Veit ekki hvernær við komumst af stað í dag, vonandi sem fyrst eftir hádegi. Förum ekki sjálfar á bíl, heldur fáum far með vinafólki. Ég er ekki að höndla að keyra sjálf. Ég verð syfjuð, bara af tilhugsunni að keyra svona langt. Er alltaf að bíða eftir því að þetta eldist af mér. Gengur illa, enda yngist ég bara.
Eigiði góða helgi öllsömul
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Góða ferð Anna mín, vona að þú hafir gaman af og komir heim full af visku og fróðleik. Ég er alveg sammála þér með Hagkaup það ekki hægt að líkja saman þessum verslunum. Kaffisopinn býður betri tíma og þá fáum við okkur marga sopa. Góða helgi
Erna, 19.9.2008 kl. 10:19
Góða ferð og skemmtun.....!
En þú bjartsýn að það sé eitthvað frekar bætt í pöntun í búðum í Rvík ónei mín kæra það er nú aldrei. Og er Hagkaup orðið þannig í dag að þar virðist ekki vera staff með heila. Því miður. Áherslan er nú æði skondin og held ég að nú sé áherslan í Holtagörðunum því þar er besta úrvalið.
En að ætla sér 1 klst til að versla .....góð og mega bjartsýn.
Farið varlega þvi það er bálhvasst á Holtavörðuheiðinni og eflaust víðar.
Knús og klemm.
JEG, 19.9.2008 kl. 10:27
Góða ferð Anna Guðný mín vona að þetta verði fróðleg ferð.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 11:34
Góða fer dúllan mín, gangi þér vel og góða fer og farið varlega.
Sigurbjörg Níelsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:15
Góða ferð mín kæra
Helga skjol, 19.9.2008 kl. 13:55
Góða helgi og góða ferð. Vonandi verður ferðin góð.
Linda litla, 19.9.2008 kl. 15:06
Góða ferð suður og frábært að komast á STS
Ætlaðu að vera í Berlín síðustu helgina í september? Spyr því ég er að möndla það með mér hvort ég á að rúlla þangað niður eftir og fylgjast með maraþoninu sem hún systir mín ætlar að taka þátt í. Væri nú skemmtilegt að rekast á þig Við hittumst bara í stórborgum s.s.s París, Reykjavík og Aþenu
Kær kveðja frá AlsGuðrún Þorleifs, 19.9.2008 kl. 15:36
Hlýjar hugsanir til þín og góða helgi, dúllan mín!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:24
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.9.2008 kl. 23:46
Jahérna, hvað það er gaman að sjá svona margar athugasemdir hérna.
Erna: Strax búin að fá nokkra punkta til að minna mig á: Ég er minnar gæfusmiður , enginn annar.
Velja sér jákvæðan félagskap.
Draumar.
80% drauma sem skrifaðir eru niður á blað eða þú átt á mynd, þeir rætast.
Samt eru bara 5% þeirra sem láta sig dreyma, sem skrifa niður draumana sína.
Svo lærðum við um tipping point.
Jóna min. Er búin kl. 16.00 á morgun svo ég hef tvo tíma í Kringlunni. Þeir duga fyrir kaffi líka.
Guðrún: Ég kem til Berlínar að kvöldi 26g fer heim að kvöldi 29. Verður þú þar þá? Ég man ekki hvað hótelið sem við verum á heitir en læt þig vita og svo sjáum við hvort það passar eitthvað. Gaman að hittast svona út um allt. Er ekki meira en ár síðan við sáumst á Gran síðast?
Þið hin: Takk fyrir innlitið og hlýjar kveðjur. Það er algjörlega ómetanlegt að koma hérna inn á sjá yfir 10 heimsóknir og allar með jákvæðu og skemmtilegu.
Heyrumst
Anna Guðný , 20.9.2008 kl. 00:16
Hafðu það gott í borginni Anna mín, bið að heilsa Geir og Halldóru Bjarna
Huld S. Ringsted, 20.9.2008 kl. 21:59
Góða ferð Anna og skemmtu sér vel í borgini :)
Renata, 20.9.2008 kl. 22:30
Góða ferð nafna mín og hafðu það gott í borginni
Anna Margrét Bragadóttir, 21.9.2008 kl. 09:04
Takk fyrir stelpur.
Huld. Hitti Halldóru í gærmorgun. Langt síðan við höfuð sést. Enda fékk ég stórt knús. Bara séð Geir á hlaupum.
Hafið það gott
Anna Guðný , 21.9.2008 kl. 11:52
Hæ hæ.. ekki enn ákveðið hvort við rúllum niður eftir en það yrði þá föstudagseftirmiðdag til sunnudags. Man ekki hvenær ég var á Grand síðast
Guðrún Þorleifs, 21.9.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.