Leita í fréttum mbl.is

Hjálpum Gísla Sverrissyni og fjölskyldu hans.

Birti þessa hjálparbeiðni sem ég afritaði hennar af síðunni hennar Millu minnar á Húsavík.

 

Gísli Sverrisson er formaður Þríþrautarfélags Norðurlands, sem hefur staðið fyrir þríþraut á Laugum og víðar um Norðurland undanfarin ár. 

"Gísli Sverrisson féll af hjóli sínu 2. september síðastliðinn þar sem hann var við æfingar ásamt félögum í hjólahóp frá líkamsræktar- stöðinni Bjargi á Akureyri.  Við fallið hlaut Gísli hryggbrot og alvarlegan mænuskaða.  Afleiðingar slyssins eru þær að hann er lamaður fyrir neðan brjóstkassa.

Gísla bíður löng sjúkrahúslega og endurhæfing.  Þetta er mikil áfall fyrir hann, konu hans og fjögur börn og mikilvægt að fjárhagslegar áhyggjur bætist ekki ofan á það sem fyrir er.  Fyrir liggja ferðalög fyrir fjölskyldu hans til að styðja við hann í Reykjavík þar sem hann liggur á sjúkrahúsi, auk kostnaðar sem fylgir því að laga sig að breyttum aðstæðum.

Vinir og kunningjar Gísla hafa ákveðið að leggja honum og fjölskyldu hans lið með fjársöfnun.  Í kringum söfnunina verður skíðastaðasprettur þann 20. september n.k.  Nánari upplýsingar um sprettinn eru á www.bjarg.is

Það er einlæg ósk og trú aðstandenda að sem flestir geti lagt Gísla lið með fjárframlagi.  Þú ræður upphæðinni.  Það eina sem þú þarft að gera er að millifæra á söfnunarreikning fyrir Gísla. Reikningurinn er skráður á nafn og kennitölu Gísla.

Reikningsnúmerið er: 0565-14-400216

Gísli Sverrisson: kt. 180561-7069

Aðstandendur og fjölskylda Gísla þakka þér kærlega fyrir veittan stuðning og biðja þig að koma upplýsingunum á framfæri". 

Undir þetta skrifar Hjólahópurinn Bjargi, Akureyri.

Ég biðla til allra minna bloggvina að setja þessa færslu inn hjá sér,
og sér í lagi alla sem eru á Akureyri.
Þar býr Gísli og hans fólk.

            

Takk fyrir

Anna Guðný


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir Anna Guðný mín, sjáumst
Kveðju knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir að benda okkur á þetta

Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband