14.9.2008 | 23:28
Sunnudagur enn á ný.
Tíminn líður svo hratt. Ég er ekki fyrr vöknuð á mánudagsmorgni en að ég þarf að fara að sofa á sunnudagskvöldi.
Heimilislífið er allt að fara í venjulegann vetrargír þessa dagana. Börnin byrja að koma með heimaverkefni á morgun. Verður spennandi að fylgja því eftir. Valkirjan var nú ekkert yfir sig spennt þegar hún mundi eftir því hér í kvöld.
Á föstudag kom Unna Mæja bloggvinkona mín í kaffi til mín. Fórum við út á svalir og kíktum á sólina. Sá ég þá hana Ernu bloggvinkonu mína í dyrunum hjá sér. Við uppgötvuðum hvor aðra eftir að við urðum bloggvinkonur. Hún býr í næstu götu en sjáiði bara hvað ég sé vel yfir til hennar.
Þarna var hún útí í dyrum að kveðja gesti og við auðvitað kölluðum á hana í kaffi og kleinur. Fyndið þegar þær hittust. Erna er að vísu ekki með af sér á síðunni en það er Unnur og Erna þekkti þá hana auðvitað um leið. Gaman að sjá manneskjur sem þekkjast ekki neitt heilsast eins og aldavinkonur þegar þær hittast í fyrsta sinn.
Við auðvitað stilltum okkur upp fyrir myndatöku en sólin var svo sterk að það voru alveg vandræði með það hvernig við áttum að snúa.
Og þarna sjáiði dyrnar hennar Ernu bera við eyrað á Unni.
Eftir kaffisopann fórum við á göngu um eyrina, ég, Unnur og frú Breiðfjörð sem kom í heimsókn líka. Við gengum niður að sjó og suður með. Las færslu eftir hana Huld um daginn þar sem hennar húsband hafði boðið henni á siglingu út á fjörð. Fannst henni aðkoma fyrir ferðamenn sem koma á skemmtiferðaskipunum ekkert mjög spennandi og verð ég að vera henni sammála.
Ég veit, öryggiskröfur og allt það .
Þokkalega stórt byggt handan fjarðar.
Starfsmenn Bústólpa hugsa til mögru áranna.
Við tókum góðan túr um svæðið og þarna er Unna að sýna okkur hvar stóri vöðvinn er, þessi sem hún notaði þegar hún stikaði heiman að frá sér til mín.
Það er þessi hérna, sérðu til.
Á föstudagskvöld var ég með sætaferðir á Skautadiskó. Þar sem við keyrðum framhjá staðum þar sem andanefjarnar eru alltaf sáum við þetta og ég smellti út um gluggann nánast á ferð. Nei, nei ég var stopp.
Sjáiði uggann.
Fyrst þarf að fara í skautana.
Vá hvað ég er flínk.
Um hádegi á laugardag var svo boð í sjö ára afmæli.
Erum við nokkuð bleikar?
Borðuðum í fyrra lagi í kvöld og svo skelltum við okkur, ég og gaurinn að athgua hvort við myndum nokkuð sjá andanefjurnar. Ég hef alveg séð þær en ekki hitt á eins flott og margir aðrir.
Þarna er hann á göngu og sjáiði bílaröðina.
Ég náði bara einni en hún var hreyfð. Skelli henni samt inn. Veit að gæðið eru ekki góð.
Ótrúlegt að sjá þær svona nálægt. Tók smá video líka. á eftir að skoða það. Set það inn ef ég er ánægð.
Annars bara sigli ég nú inn í nýja viku með kortið í myndavélinni tómt. Stefni á ferð í borg óttans um næstu helgi. Skóli á laugardag og svo flotta ráðstefnan á sunnudag. Er einhver bloggari til í kaffihús á hádegi á sunnudag?
Eigiði góða vinnuviku, það ætla ég að gera.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Það vantar ekki Anna mín, alltaf nóg að gera hjá þér og ekkert smá gaman að sjá þetta í máli og myndum.
Knús inní nýja viku mín kæra.
Ps. síminn minn er kominn í gagnið aftur ef þú vilt bjalla og boða þig í kaffi
Helga skjol, 15.9.2008 kl. 05:53
Við eru flottar Anna mín Takk fyrir myndirnar ef þú verður kaffiþyrst þá veistu hvar ég á heima
Erna, 15.9.2008 kl. 09:54
Ótrúlegur fjöldi mynda og alltaf gaman að skoða slíkt. Heimalærdómur, afmæli, andanefjur... þetta er mikið að skoða og það er bara fínt. Kærar kveðjur, dúlla.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:11
Þetta var sko gaman líka þegar við sáum að við vorum á bannsvæði!!!! Já sannarlega erum við flottar og stóri vöðvin líka ( gaman að finna svona vöðva sem maður veit ekki að eru til humm) Flottar myndir. Já Erna eg veit líka hvar þú átt heima Svo á eg stundum kaffi þó íbúðin mín sé lítil
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:14
ég sakna svo Akureyri þegar ég skoða myndir smá nostalgía í mér í dag.
Flottar myndir og flottar konur
Renata, 15.9.2008 kl. 12:57
Æði Anna Guðný mín frábærar myndir, og ég sé að ég get ekki komið í heimsókn til Ernu nema að þú komist að því elskan
Knús kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 17:25
Þú ert svo dugleg að setja inn myndir,enda gaman að skoða bloggið þitt ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 15.9.2008 kl. 22:01
Já Helga mín, nóg að gera. Ætlaði að heyra í þér í fyrramálið en tók auka símavakt.
Erna: Er kaffiþryst oft þannig að ég kem þegar þú átt síst von á því, samt ekki miðvikudag
Doddi: Já nóg að gera ef maður bara vill. Hef oft verið að hugsa um hvernig í ósköpunum móðir min fór að þessu með átta börn á tíu árum.
Unnur: Ég er svo ánægð með að eiga svona kaffiboð í öllum hverfum Bara gaman. Svo reytti frú Breiðfjörð upp grænmetisuppskeruna hjá starfsmönnum Bústólpa.
Renata: Bara koma í heimsókn. Færð gistingu hjá mér, ef þú þarft.
Milla mín: Kemst ekki í heimsókn, nema vitandi af mér á gæjum. Annars væru það meiri líkur á því að eiginmaðurinn sæi þig, því hann fer út að reykja. Hafðu það gott ljúfan.
Nafna mín: Takk fyrir þetta. Mér finnst svo gaman að setja þetta inn. Gaman að einhverjum líkar það.
Halldóra: Ég geymi kleinurnar
ditta: Takk fyrir innlitið og hafðu það gott ljúfan.
Anna Guðný , 15.9.2008 kl. 23:29
Já vá mín kæra mikið er lífið skemmtilegt og annasamt hjá þér. Hér er maður að setja olíu á gírkassann fyrir smalahelgina sem verður næstu helgi og svo allt fjárragið sem því fylgir.
Já jæja best að fara að baka.
Knús og kelmm úr sveitinni.
JEG, 16.9.2008 kl. 11:21
Halldóra, ef þú vilt súkkulaðiköku þá verðurðu að láta vita með fyrirvara hvenær þú kemur.Ok?
Jóna mín: Smalahelgin mikla framundan, eins og það verði ekki sæmilegt að gera hjá þér líka. Ég keyri framhjá þér á föstudag og svo aftur heim á sunnudagskvöl. Mun vinka í þig. Verð ekki sjálf á bíl, svo ég kíki ekki við.
Anna Guðný , 16.9.2008 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.