Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur til lukku.

Það er svo partýstandið á þessu heimili að það er farið að standa frá morgni til kvölds. Fæ þó að hvíla mig á nóttunni. Smile

Dagurinn í dag byrjaði á Haustfagnaði eyrarpúka. Skólinn okkar hefur staðið fyrir þessari hátíð í mörg ár en hverfisnefndin hefur komið inn í dæmið síðustu ár. 10. bekkur sér um hátíðina með aðstoð foreldrafélagsins og 1. bekkur er sérstaklega boðinn velkominn. 

Byrjað er  að fara í skrúðgöngu í hverfinu. Göngustjórar voru að þessu sinni Arnrún og Sessa. Þær stóðu sig að sjálfsögðu með prýði, báðar tvær. Ekki við öðru að búast.

Eftir gönguna er safnast saman og farið í leiki. Bekkirnir skora á  hvern annan eða kennara í reipitog, fótbolta  og eggjakast, svo eitthvað sé nefnt. 2 hestar voru á svæðinu, þar sem hægt var að prófa snilli sína í reiðmennsku. 

Síðan var boðið upp á grillaðar pylsur ( með ypsiloni), (ekkert rauðkál) og drykk. Ég sá ekki betur en að allir hafi skemmt sér vel, eins og raunar myndirnar sýna. Kannski finnst einhverjum sumar myndirnar vera nánast eins, en svo er ekki. Set svona margar inn svo meiri líkur séu á því að sem flest börnin sjá sjálfa/nn sig.

Njótiði vel.

 

 

Seinnipartinn var svo komið að blogghittingnum. Við hittumst á Kaffi Karolínu. Aldeilis frábær staður til að hittast á. Fengum að vera uppi í ró og næði. Ekki það að við höfum verið að ræða eitthvað leyndó, en bara það að vera laus við hvissið úr kaffivélunum er meiriháttar fyrir mig.

Ég gleymdi mér aðeins við myndatökuna. Tók fáar myndir þær tókust ekki nógu vel. Þarf eiginlega að fá leyfi fyrir þeim fyrst.  

Mikið var þetta samt gaman og mikið var hlegið, við leystum landsmálið, allavega svona flest. Slúðruðum pínu, það var ekki mikið. Fengum okkur gott kaffi og góðar kökur. Sem sagt, frábært.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta var skemmtilegur bloggarahittingur. Láttu myndirnar bara koma Við erum öll örugglega svo falleg!

Takk fyrir skemmtilegan hitting og hressan!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín takk æðislega fyrir síðast þetta var bara fínt.
myndirnar? eru þær nokkuð pornó legar, æi alveg sama láttu þær bara koma.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir síðast, þetta var lítill og skemmtilegur hópur. Myndirnar þínar eru flottar, láttu þær bara koma, efast um að einhver amist við því.

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband