Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími til!

 

 Ég hefði trúlega ekki sett þessa fyrirsögn hérna, nema vegna þess að ég datt niður á þessa athugasemd hjá bloggara sem hafði vitnað í fréttina. Málið er að það eru svo ótrúlega margir sem hafa ekki hugmynd um hvað ofnæmi getur verið erfitt viðfangs og stórhættulegt jafnvel.  Hvað ætli það séu margir veitingastaðir, þar sem þjónarnir vita ekki fyrir víst hvað er í sósunni, t.d? Og þá hvaða áhrif það getur haft að segja að það séu engir sveppir, ef maður bara "heldur" að það séu engir sveppir.

Lilja Guðrún, ég tek mér það bessaleyfi að vitna í skrifin þín því mér fannst þau svara þessu best.

Vona að það sé í lagi.

 

 Ef þú bara vissir hvernig ástandið er hér á Íslandi í sambandi við,  ofnæmi og að taka tillit til þess.  Sama hvort það er ofnæmi barna eða fullorðna.  - Og þá t.d. varðandi, mat og matargerð.  -

Og þá skiptir engu hvort að börn eða fullorðnir eiga í hlut. - Því við erum að tala um lifshættuleg efni.  Sem geta haft varanlega skaðvænleg áhrif. - Á börn.

 Árið 1993 uppgövaðist,  að ég hefði ofnæmi fyrir mjög erfiðum efnum, að mér fannst,  bæði í mat og öðrum vörum sem erfitt er að sniðganga.  -

Allavega fannst mér það erfitt við að eiga,  og öðrum þeim sem umgengust mig fannst það llíka.  Flestum.

 Um þær mundir sem ofnæmið hjá mér greindist var ég á leið til Svíþjóðar, sem fulltrúi Íslands á ráðstefnu um kjör Starfsmanna Ríkisins. -  Ég hafð bara aldrei heyrt um,  að svona ofnæmi væri til, svo mín fyrstu viðbrögð voru þau að láta mitt stéttarfélag vita að ég væri aldeilis óhæf að vera fulltrúi Íslands þar sem ég hefði greinst með ofnæmi,  t.d. við hinum ýmsu fæðutegudum.

 Mitt Stéttarfélag sem þá var SFR vildi samt að ég færi. - Og það er skemmst frá því að segja, að hvar sem ég kom, og hvert sem ég fór, um Svíþjóð voru allir meðvitaðir um þann sjúkdóm sem slíkt ofnæmi geta valdið.  Og að það væri jafnvel það alvarlegt að það dregur fólk til dauða. - Í verstu tilvikum. 

   Það opnaðist fyrir mér nýr heimur, sama hvert ég fór um Svíþjóð, þá lét ég vita af mínu "ofnæmi". - Og um leið komu kokkar og spurðu, -  ég svaraði, -og, -  ég fékk þennan dýrindis mat alla daga. - Ég lifði í vellystingum þessar tvær vikur og ég léttist um 8 kíló. 

 Mér hefur aldrei,  hvorki fyrr né síðar liðið eins vel.  - Ég hef reynt að skýra þetta út fyrir Íslendingum, en aldrei fengið þann sama skilning og ég fékk í Svíþjóð fyrir 15 árum síðan. 

 Mikið yrði ég glöð ef Landinn, þó ekki væri nema kannaði það sem efst er á baugi í Svíþjóð. - Eða færi nú loks að hlusta á það sem líkaminn hefur að segja, varandi mataræði.  - Sama hversu fáránlegt það virðist. - En nú loksins er einn sem vekur máls á þessum vanda,  svo enn er von. ------

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.8.2008 kl. 03:50

 


mbl.is Ofnæmislausir veitingastaðir í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábær útskíring hjá Lilju, sko fólk gerir bara lítið úr ofnæmi en það er ekkert grín.
Tengdadóttir mín hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna síns ofnæmis.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Fólk gerir oft lítið úr hlutum sem það þekkir ekki,því miður.

Guttinn á vin sem er með mjög alvarlegt ofnæmi,hann nær ekki andanum við vissar aðstæður,þegar það gerist er ekkert hægt að gera nema að hringja í 112 svo að hann komist undir læknishendur og fái sprautu og síðan súrefni.

Það er virkilega óhuggulegt að sjá drenigin berjast við að ná andanum.

þetta getur verið lífshættulegt ástand

Anna Margrét Bragadóttir, 20.8.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: JEG

Ofnæmi getur verið hálalvarlegt mál sko og það ber að virða.

Knús úr sveitinni þar sem blíðan mætti hress og kát en regnið vantar á rifsið.

JEG, 20.8.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 Heil og sæl  Anna Guðný. Ástæða þess að ég tók upp á því að blogga, var sú að ég er haldinn lesblindu sem m..a háði mér illilega í skóla. ER að reyna að brjóta þá hlekki. Þú ert að verða þrælgóð sem boggari en við getum alltaf bætt okkur örlítið í viðbót.  Þess vegna ætla ég að taka textann þinn og koma með mínar ábendingar. Ef ég fengi föður minn eða íslenskufræðinginn hann bróður minn til þess að lesa athugasemdina mína kæmu eflaust ábendingar til  mín.

"Ég hefði trúlega ekki sett þessa fyrirsögn hérna, nema vegna þess að ég datt niður á þessa athugasemd hjá bloggara (hér er æskilegt að hafa kommu)sem hafði vitnað í fréttina. Málið er að það eru svo ótrúlega margir sem hafa ekki hugmynd um hvað ofnæmi getur verið erfitt viðfangs og stórhættulegt jafnvel (betra að segja jafnvel stórhættulegt).  Hvað ætli það séu margir veitingastaðir, þar sem þjónarnir vita ekki fyrir víst hvað er í sósunni, t.d( t.d. er slæm ending í setningu, t.d. ætti að koma á undan þar sem)? Og þá ( og  fynst mér slæm byrjun á setningu hér hefði verið hægt að byrja á Hvaða áhrif....)hvaða áhrif það getur haft að segja að það séu engir sveppir, ef maður bara "heldur" að það séu engir sveppir.

Lilja Guðrún, ég tek mér það bessaleyfi að vitna í skrifin þín því mér fannst þau svara þessu best.

Vona að það sé í lagi."

Kom með þessar ábendingar til þín Anna Guðný úr "kennslustofunni" af því að ég veit að þú ert alltaf tilbúin að verða betri, þó þú sért orðin þrælgóð.

 Það fer að styttast í kaffið.

Sigurður Þorsteinsson, 21.8.2008 kl. 07:01

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Það væri óskandi að það yrði einhver vakning hér á landi með þessi mál. 

Ef ég fer í bakarí og bið um 100% spelt brauð án sykurs og gers, sem ég þarf fyrir son minn, þá er yfirleitt fátt um svör.  Afgreiðslufólkið er greinilega ekki upplýst nákvæmlega um innihaldið. 

Kveðja

Elísabet Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Anna Guðný

Tack sa mycket. (man aldrei hvar bollu aið er)

 Gaman að sjá hvað margir setja athugasemd við þetta hjá mér. Þeir  sem settu athugasemd við fréttina fannst mér meira vera að gera grín. Það er sko satt sem þið skrifið hérna, að þetta er dauðans alvara.

Milla mín: Takk fyrir innlitið.

Mér fannst þetta mjög góð úrskýring hjá Lilju. Fannst því betra að skella bara hennar athugasemd inn, frekar en að reyna að böggla einhverju saman sjálf. Engin trygging að það hafi komið vel út. Sem betur fer er ég bara með nikkel ofnæmi og ekki bráða, þannig að ég er í góðum málum. Það versta sem ég lendi í er að mega ekki nota alla flottu eyrnalokkana sem fást á mörkuðum út um allan heim.

Ég hef samt heyrt ýmsar sögur í gegnum árin af fólki sem hefur lent í hremmingum, oftast vegna ónógra upplýsinga.

Anna Margrét:  þetta getur verið lífshættulegt ástand 

Mikið sammála því.

Jóna: Ég ligg hér í brekkunum, krækiber, bláber, aðalbláber og aðalber. Svo er það ripsberjarunninn í garðinum.Verð að muna að kíkja á hann í dag. Meiningin er að ég nýti berin þetta árið. Hef ekki verið dugleg við það síðustu ár. Það er samt gaman að hlusta á þrestina syngja allan sólarhringinn, þegar berin eru orðin gerjuð og fín fyrir þá. Vel hífaðir, blessaðir.

Geturðu ekki bara vökvað?

Sigurður íslenskufærðingur:

Takk fyrir leiðréttingarnar. Það hefur komið mér á óvart hvað ég er þó góð í að setja saman texta. Gerði eitthvað af þessu þegar ég var yngri en hef varla snert á því í mörg ár, fyrr en núna síðustu 1-2 ár. Fann mér samt engan vettvang fyrr en ég fattaði að fara að blogga nú í byrjun þessa árs. Alveg er það merkilegt hvað mig langar oft til að setja Og í byrjun setningar. Stundum finnst mér meira að segja setningin missa marks ef ég geri það ekki. Þetta er bara munurinn á töluðu og skrifuðu máli. Reyni að muna að gera það ekki.

Ég er búin að baka kleinur, svo vertu velkominn.

Elísabet: Eins og það ætti nú að vera lítið mál að skrifa innihaldslýsingu fyrir  brauðin á blað og hafa í möppu fyrir starfsfólkið. Þá gæti fólk meira að segja skoðað listann og séð hvort fleiri brauð henti þeim. Þarna er verið að gera stórmál úr litlu.

Takk fyrir innlitið elskurnar mínar og hafið það gott í dag.

Anna Guðný , 21.8.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband