Leita í fréttum mbl.is

Nóg að gera!

Ætla að setja inn myndir frá helginni. Auðvitað frá fiskideginum mikla og svo skruppum við á Handverkssýninguna að Hrafnagili í dag. Set það bara í sér albúm. Ég er búin að skemmta mér alveg ótrulega vel þessa helgi. Eins og sést á myndunum vorum við með Adda í sölubás á Dalvík. Hann og moster Inga  byrjuðu með svona bás á fyrsta fiskidaginn sem var haldinn og sagði Inga mér að þvílík breyting hefði orðið á þessum árum. Stemmningin í ár var svona lige glad. Lítið um spennu. Og tilfellið er að ég fann þessa sömu tilfinningu á Einni með öllu á Akureyri um síðustu helgi. Það var bara gaman.

Svo er heilmikil dagskrá út vikuna. Mánudagsvaktin mín byrjar í fyrramálið. Frú formaður hringdi í mig áðan , sem var eins gott því ég var enn í sumarfríi og áttaði mig ekkert á að vetrarverkin færu að byrja. Svo er það grillveisla á þriðjudaginn, matarboð á miðvikudag, fjölskylduafmælisboð á fimmtudag og svo fer eiginmaðurinn að fara á sjóinn upp úr því. Mikið hefur nú verið gott að hafa hann svona lengi heima. Ég held að hann hafi aldrei síðan við kynntumst eytt svona löngum tíma með fjölskyldunni, fyrst í þrjár vikur í vor og svo núna í mánuð. Og við erum ekkert á leiðinni að skilja þannig að við gætum bara trúlega vanist því ef hann kæmi nú einhverntímann í land.Smile 

Önnur haustverk eru að byrja þessa dagana og það er að koma börnunum í rúmið á eðlilegum tíma. Ég nenni ekki að reyna það fyrr en eftir fiskidag.

En hafiði það gott í vikunni sem er að koma. Það ætla ég að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Það er greinilega nóg að gera hjá þér framundan Anna mín, en ef ég þekki þig rétt þá verður þú ekki í neinum vandræðum með þetta og meira til ef til þess kæmi  Já það er notalegt að hafa sjóarana okkar heima, ég nýt enn góðs af mínum en hann fer fljótlega eftir helgi

Erna, 10.8.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Renata

ég er alltaf á leiðinni í Dalvík á fiskidaga en alltaf endast það að ég er annarsstaðar. Það er gott að vera með fjölskyldu , ó já

Hafðu það gott í vikunni, enda veður er ennþá frábært.

Renata, 11.8.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: JEG

Já mig hefur alltaf langað að kíkja en æææjj ég þoli ekki svona fjölmenni.  Allir að troðast og frekjast framfyrir mann og umferðaröngþveiti  og allt það.  Jamm ég er skrítin.

En gaman að þetta lukkaðist vel.  Já og það er örugglega meira gaman þegar maður er heimamaður.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 11.8.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Brynja skordal

það var æðislegt á Dalvík skemmti mér rosalega vel en varst þú með sölubás eða? skoðaði allt vel þar og ekki rakst ég á þig

Brynja skordal, 11.8.2008 kl. 14:49

5 identicon

Mikið að gera á stóru heimili.....Það er gaman að heyra að þið hjónin þolið hvort annað eftir svona mikla samveru Það er bara yndi....

Bestu kveðjur frá Höfn...

Ragga (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Anna Guðný

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.

Erna: Veistu að þreytan er eitthvað að koma núna. Ég er búin að dotta smá tvisvar í dag. En er fín núna. Eina vandamálið sem ég finn er að nú eru of margir um fjarstýringuna. Ég get alveg sleppt en eiginmaðurinn nennir ekki endalaust að horfa á Disney channel og Animal planet

Renata: Mæta næst, ég panta þig hér með.

Jóna: Finnst þér ekki bara fínt að vera skrýtin? 

Ég skemmti mér stórvel inni í sölubásnum, þar var engin þröng

Annars sýnist mér gestir lengra að komnir skemmta sér stórvel. Það voru svo margir að ég held að nánast allir hafi hitt einhvern sem þeir þekkja.

Brynja: Ég var í sölubás upp á bakkanum og horfði beint yfir götuna yfir í Kaupfélagið, Kíktirðu á Sumarbrauðið? Eða Antikmarkaðinn? Ég var sú eina á svæðinu með skúffuköku. Enda seldust þær upp. Krökkunum fannst alveg frábært að fá venjulega með glassúr og smarties ofan á. Sjáumst  bara á næsta ári.

Ragga: Já, það er mikið um að vera og gaman að vera til. Og málið er, að það er bara ekkert sjálfgefið að það gangi svona vel. Ég sjálf heimavinnandi, öll börnin heima alltaf. En þetta hefur bara gengið fínt.

Anna Guðný , 11.8.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband