Leita í fréttum mbl.is

Akureyri næst??!

Nú  á að fara að byggja stúku við Þórsvöllinn hér á Akureyri.Eitt af því sem á að drífa upp fyrir landsmót á næsta ári. Ætli þeir aðilar sem koma að  því máli séu eitthvað betur að sér í stærðfræði en þessir? Er ekki viss hvað ferlið er komið langt en veit þó að allavega er búið að óska eftir tilboðum í verkið. Og hvað gerist þá? Vonandi er enginn svo vitlaus liggur mér við að segja að bjóða langt undir kostnaðaráætlun. Fylgist spennt með.
mbl.is Stúkan fór úr 300 milljónum í 870
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það er alveg magnað hvað svona peningaáætlanir standast aldrei.

KNús og klemm úr sveitinni.

JEG, 15.7.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

já kostnaðar áætlanir.  Bestu kv og knús frá Óslandi

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Anna Guðný. Þú biður um "comment". 

1. Breyttu óskinni í athugasemdir, eða ábendingar. Óþarfa enskusletta, sem virkar ekki mjög vel.

2. Nú  á að fara að byggja stúku við Þórsvöllinn hér á Akureyri.Eitt af því sem á ........ Hér á að vera bil á milli Akureyri. Eitt af   

3. betur að sér í stærðfræði en þessir? ..... Þetta mál hefur lítið sem  ekkert með stærðfræði að gera. Áætlanir hafa með verkfræði að gera og snýst um að meta kostnað þeirra verkþátta sem vinna skal.  ..... endingin en þessir .... er sök ending, t.d. vegna þess að þessir... geta t.d. verið konur.  Stíllinn að enda á þessir er ekki góður.

4. fyrir landsmót á næsta ári. Þú ert væntanlega að ræða um Landsmót UMFÍ og þá á Landsmót að vera með stórum staf. Landsmótið er heiti, rétt eins og Akureyri.

5. Er ekki viss hvað ferlið er komið langt en veit þó að allavega er búið að óska eftir tilboðum í verkið.  ..... hér á að vera komma á milli.

6. Og hvað gerist þá? ... Það þykir a.m.k. ekki góður stíll að byrja setningu á orðum eins og ... og ... og en.  gætir auðveldlega sagt Hvað gerist þá? Óþarfa orð skemma oft stíl.

 7. Vonandi er enginn svo vitlaus liggur mér við að segja að bjóða langt undir kostnaðaráætlun.  Nú veit ég ekki hvað þú meinar með þessari setningu. Þeir sem bjóða út vilja auðvitað að boðið sé langt undir kostnaðaráætlun, en þó þannig að verktakarnir tapi ekki á verkinu. Í því felast útboð. Í því felst líka áhættan fyrir verktakana en einnig fyrir verksalann. Þannig fór að mínu mati ágætt fyrirtæki Arnarfell illa á Kárahnjúkavirkjun. Mér þótti það miður, því það sem ég heyrði af stjórnendunum voru þetta miklir ágætismenn.

millisetningin.... liggur mér við að segja ... er  að mínu mati ekki góð í stíl. Óþarfa varfærni. Ef þú sleppir þessari setningu kemur heildarsetningin betur út.

Undirritaður  er sjálfur lesblindur og það háir mér mikið. Ég sleppi ákveðnum stöfum, víxla stöfum, sleppi orðum og .... fæ oft bágt fyrir frá þeim sem kunna til ritstarfa. Samt held ég áfram og þigg gjarnan góðar ábendingar. Bloggið þitt nú er miklu betra að mínu mati en mörg önnur blogg og ekkert til þess að skammast sín fyrir. Er ekki íslenskufræðingur, en á slíkan sem bróður og föður. Það eru til margir góðir íslenskumenn sem gjarnan vilja hjálpa samborgurum sínum varandi  ritstörf. Þá hefur mér reynst best að leita til þeirra bestu.  Þeir benda mér alltaf á í kærleika og það þykir mér vænt um. Hrokaábendingarnar hafa ekki hjálpað mér eins vel. Ein ábending er að nota púkann sem er með þegar verið er að blogga. Hann hjálpar mér að taka vestu agnúana út úr því sem ég skrifa.

Gangi þér vel. Sjálfur er ég með bloggsíðu ziggi.blog.is og ef þú gerist bloggvinur, þá get ég skotið á bloggin þín.

 Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2008 kl. 07:21

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl aftur.... þegar ég les svar mitt yfir þá sé ég strax villur hjá mér t.d.

Áætlanir hafa með verkfræði að gera og snýst um ... hér á auðvitað að vera og snúast um, það eru jú áæltanirnar sem snúast um eitthvað.

Til þess að verða góður á ég langt í land, en ég reyni... aftur og aftur.

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2008 kl. 07:28

5 Smámynd: Helga skjol

Anna mín, e mail adressan mín er helgadg@simnet.is

Helga skjol, 16.7.2008 kl. 08:29

6 Smámynd: Anna Guðný

Helga: Búin að senda póst.

Sigurður: Takk kærlega fyrir þetta .Góðar ábendingar og þigg ég þær með þökkum. Ég kallaði þetta víst yfir mig. Sé, þegar ég fer yfir þetta að það eru þrjár tegundir  af villum hjá mér.

1. Fljótfærnisvillur, sem eru t.d. eins og í Landsmót. Auðvitað veit ég að það á að vera stórt L.

2. Svona hálf fljótfærnisvillur. Var kannski ekki að hugsa nógu mikið, en sé villurnar um leið og mér er bent á þær.

3. Veit ekki betur.

Kaupi þetta alveg með athugasemdir og comment. Mun breyta því.

Síðan með útboðin. Auðvitað tala ég eins og venjulegur jón út í bæ, en ekki sem fagmanneskja í þessum málum. Mér finnst, við hafa heyrt allt of oft  í gegnum tíðina af kostnaðaráætlunum sem standast ekki. Stundum finnst mér nánast vera gert ráð fyrir því að það fari fram úr. Síðan er óskað eftir tilboðum og verkkaupar hoppa hæð sína í loft af ánægju yfir tilboði sem hljóðar upp á 70-80 % af kostnaðaráætlun.

Verða að fara að vinna núna, klára seinna í dag.

Anna Guðný , 16.7.2008 kl. 10:46

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Anna Guðný. Þú baðst um gagnrýni og fékkst hana. Hins vegar benda viðbrögð þín til þess að þú verðir þræl góður blggari innan tíðar. Greinin var miklu betri en margar aðrar á blogginu. Viðbrögðin hjá þér gefa vonir um bjarta framtíð. Sá sem veit að hann veit ekki, er kominn vel á leið. Tæki þig gjarnan í bloggvinahóp minn.

 Með bestu kveðjum

Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2008 kl. 16:36

8 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir þetta Sigurður. Ég viðurkenni alveg að ég fæ stundum kjánahroll þegar ég les sum blogg. En það er ekki mitt að gagnrýna, nema ég sé beðin.

Ég ólst upp með íslenskusérfræðingi. Það var faðir minn. Hann fór lítið í skóla, kannski tvo vetur eða svo. En hann var , já og er mjög góður í íslensku. En það var auðvitað meira talið sem ég lærði hjá honum. Það var nú ekki mikill tími í sveitinni til að dúlla sér við skriftir. Hann leiðrétti okkur systkinin óspart. Stundum fannst okkur nóg um,sérstaklega þegar hann eyðilagði góða sögu með því að trufla sögumann sem hafði þá kannski sagt eitt  orð vitlaust. Og skemmtunin af sögunni farin. En ég lærði.

Og ég veit sko að ég veit ekki.

Og eftir því sem ég læri meira, kemst ég að því hvað ég á mikið ólært.

Býð hér með bloggvináttu.

Anna Guðný , 16.7.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband