18.6.2008 | 01:58
Að kvöldi 17.júní.
Þetta er búið að vera nokkuð merkilegur dagur.Vöknuðum um níuleytið og í tilefni dagsins fóru ég og þau yngri í bað(gerum það svona á tyllidögum). Vorum því löngu til í slaginn þegar klukkan nálgaðist 13.00 og dagskráin átti að byrja í Lystigarðinum.Við lögðum bílnum hjá Menntaskólanum og löbbuðum þaðan. Nú er börnin mín orðin svo stór og ég hugsaði mér að nú væri fyrsta skipti sem ég þyrfti ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að einhver týndist. En vitið menn. Þegar skrúðgangan byrjaði voru þau öll týnd.Ég hringdi í unglinginn og þá var hún búin að týna þeim líka og hún var sú eina af þeim með gemsa. Jæja við ákváðum að ég myndi bíða og hún færi fram fyrir og leitaði þar. Hún kom aftur og engin börn. Ég ákvað því að stytta mér leið og þar fann ég þau. Valkirjan alveg miður sín að vera búin að týna mömmu. Við sprettum svo úr spori og náðum að fylgja þeim síðustu. Það var ekkert gaman svo við ákváðum að stytta okkur leið og fórum niður kirkjutröppurnar. Það var frábær hugmynd.
Þarna erum við alveg á ná þeim.
Enduðum svo inn í bæ í miðju fjörinu. Fullt af fólki og skemmtiatriði á sviði. Skátatívolíið á sínum stað með allskonar þrautum og hoppuköstulum. Mjög gaman fyrir krakkana. Fórum á kaffihús og fengum borð út við gluggann svo við gátum horft úr á lífið.
Þarna skoða þau auglýsingu í Eymundsson.
Hittum fullt af fólki sem við þekkjum. Hálfur bekkur valkirjunnar var þarna svo hún hafði nóg að gera. Hittum nokkra sem voru með okkur á Tenerife um daginn. Skrýtið að sjá þau á heimavelli. Krúttlegt að sjá Valkirjuna og Helgu Maríu knúsast. Þær voru svo ánægðar að sjá hvor aðra.
Ég labbaði svo upp í Menntaskóla eftir bílnum og smellti þá þessum rétt á meðan ég kastaði mæðinni í brekkunni.
Eins og venjulega var borðað úti á þessum degi. Og urðu Hlöllabátar fyrir valinu. Gaurinn gæti lifað á þeim. Finnst þeir alveg æðislegir.
Alveg frábært hvað það er löng pása á milli dagsskrár að deginum og svo að kveldi. Það gefur þreyttum foreldrum tækifæri til að fara heim og slaka á og kíkja á fréttir og svona. Fékk svo símtal utan að sjó með fréttum að ísbirninum. Að hann eða réttara sagt hún væri dauð. Gott að engin slys urðu á fólki þar. Vonandi erum við, fólkið í landinu búin að læra hvernig við eigum að bregðast við svona löguðu, bara ekkert að vera að koma nálægt. Og svo er það stjórnvalda að setja upp einhverskonar plan yfir það sem snýr að þeim.
Dagskráin í kvöld var alveg frábær. Sigríður Klingenberg var soltið spes en því áttum við nú von á. En hún var fín og höfðaði sýndist mér ágætlega til barnanna. Gunni og Felix eru nú alveg sér á báti. Eins og maður er búinn að horfa mikið á þá í gegnum tíðina. Á Stundina okkar, á videospólur og á flestum hátíðum hér norðan heiða.Svo söng unglingurinn meira að segja inn á eitt lag með Felix um árið. Marko Polo. Þar voru þau á deildinni hennar með.En aftur með hversu frábærir þeir eru. Held að það sé best að orða þetta bara svona þó svo að ég drekki ekki. Þeir eru svona eins og gott rauðvín, verða bara betri með aldrinum. Krakkarnir þekkja þau öll. Eru svo fáir skemmtikraftar sem svo stór aldurshópur þekkir. Mér sýndist þeim öllum finnast þeir frábærir. Við mömmurnar stóðum svo á hliðarlínunni og fylgdust með.
Hvanndalsbræður stigu á stokk og skemmtu sér og öðrum eins og þeirra er vona og vísa. Bara flottir.
Kvöldið endaði svo á þeim hátíðlega viðburði þegar nýstúdentar ganga í bæinn. Alltaf jafnflott að sjá.
Börnin eru svo sofnuð núna með bros á vör. Mamman þó nokkrum þúsundköllunum fátækari eftir daginn en þá höfum við bara fisk oftar í matinn.
Góðar stundir
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Greinilega góður dagur hjá ykkur í gær Anna mín. Hátíðahöld gærdagsins fóru að mestu frammhjá mér þar sem ég var að vinna. Hef nú reyndar lítið tekið þátt í þeim undanfarinn ár eftir að ungarnir flugu úr hreiðrinu.
Erna, 18.6.2008 kl. 10:00
Anna Guðný mín gaman að sjá þessar myndir og gott að allir skemmtu sér vel. Hlölla Bátar eru frábærir þar er ég sammála gaurnum þínum,
Ég fæ mér ætíð Hlölla eða fer í bakaríið við brúnna, nema ég fari á kaffihúsið hennar Ernu, það er best.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2008 kl. 19:17
Erna: Já , þetta með að ungarnir fljúgi úr hreiðrinu. Það er þá eins gott að standa sig í móðurhlutverkinu á meðan ég má. Annars fer auðvitað að koma að ömmubörnunum.Þá geturðu byrjað aftur.
Milla: Bakaríið við Brúna er líka frábært, en ég geri mér ekki grein fyrir hvar kaffihúsið hennar Ernu er, hvar er það?
Eigiði gott kvöld.
Anna Guðný , 18.6.2008 kl. 20:58
Iss heima er best. Ég er steinhætt að nenna svona þvælingi á 17. júni fer frekar seinna og geri glaðan dag og fæ meira fyrir peninginn. Og frið fyir öllu fólkinu.
Knús og kveðja úr sveitinni.
JEG, 18.6.2008 kl. 22:12
Það er nefninlega stóra málið hjá mér. Ég þarf ekki frið fyrir neinu fólki. Mér finnst svo gaman að hitta annað fólk. Ég t.d. hef mjög gaman að því að fara í Nettó hér á Ak. á Þorláksmessu. Ég lít á þetta eins og félagsmiðstöð. En viðurkenni að ég væri ekki til í að vera að leita að jólasteikinni þá. Heldur seint fyrir það.
Anna Guðný , 18.6.2008 kl. 22:23
Tek undir með þér Anna Guðný, mér finnst yndislegt að fara og hitta fólk, hef nógan tíma, og sérstaklega finnst mér gaman að tala við eldra fólkið sem kemur til að versla saman, (ég er náttúrlega að verða ein af þeim) En það eru allir svo glaðir ef maður brosir og talar við það.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.