6.5.2008 | 09:16
Vandamálatréð!
Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði
nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni. Hann var klukkutíma of seinn í
vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst
upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði
hann heim, sat hann við hlið mér í steingerfðri þögn. Þegar við vorum
komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að
útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar
með báðum höndum. Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín
tvö og kyssti konuna sína. Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér. Ég spurði hann um það
sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið. "Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann. "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin.
Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er,"
sagði hann og brosti, "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður.
"Og nú er bara að velja sér tré... :)
Eigiði góðan dag í dag.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Æðisleg dæmisaga og maður ætti svo heldur betur að taka hana sér til fyrirmyndar oft á tíðum.
Eigðu góðan dag Anna mín
Helga skjol, 6.5.2008 kl. 11:30
Æðisleg saga hafðu ljúfa viku Elskuleg
Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 11:56
Þetta er flott, og ættu allir að taka sér til fyrirmyndar
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:20
Falleg saga!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.5.2008 kl. 14:37
Þessu ætla ég að muna eftir,á að vísu ekkert tré en get bara notað ruslatunnuna mína.Takk fyrir þetta Anna.
Erna, 6.5.2008 kl. 17:11
Falleg saga og svo sannarlega eitthvað sem við öll ættum að taka okkur til fyrirmyndar.
Takk fyrir sendinguna, ég komst ekki í að hafa samband við þig strax eftir fundinn með Þórhall, þetta er búinn að vera algjör fundadagur.
Huld S. Ringsted, 6.5.2008 kl. 17:15
Falleg saga
Anna Margrét Bragadóttir, 6.5.2008 kl. 19:04
Jæja stelpur, bara stuð í commentum hjá mér.
Takk elskurnar og ég er búin að eiga góðan dag. Meira að segja búin að fara í sveitina og kíkja á fyrstu lömbin sem fæddust í gær.
Tók með mér myndavélina til að smella af krökkunum með litlu krílin í fanginu. Sorry ekkert kort í vélinni
Fer aftur um helgina.
Ekkert mál Huld, ætlaði bara að spara mér ferðina.
Anna Guðný , 6.5.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.