4.5.2008 | 19:55
Helgin.
Búin að afreka heilmikið um helgina.
Á föstudagskvöldið fékk valkirjan bekkjarsystur sína í gistiheimsókn. Þær sofnuðu ekki fyrr en seint en voru samt vaknaðar fyrir allar aldir. Ég fékk svo nokkrar stelpur í heimsókn í brunch. Við vorum allar að vinna saman og sátum við sama borð á ÚA hérna um árið. Þrjár af fimm mættu og áttum við mikið skemmtilega stund hérna. Ýmislegt rifjað upp og helgið. Ákváðum meira að segja að fara að hittast mánaðarlega í haust. Gera svona saumó. Og hugsiði ykkur bara , ég orðin 45 ára og aldrei verið í saumaklúbb.
Gaurinn skellti sér til Dalvíkur og gisti þar hjá Heiðari vini sínum. Þá þótti unglingnum tilvalið að reyna að koma litlu systur sinni einhvert i gistingu líka. Þannig að valkirjan fór heim með Gerði og Eygló og eyddi nóttinni þar. Þá þóttist nú unglingurinn vera kominn í góð mál. Um daginn var nefninlega gaurinn einn heima með mömmu og hún bauð honum út að borða. Á Plaza. Ekkert smá nafn og staðurinn kannski ekki alveg eins stór og nafnið en fínn þó.
Nú var sem sagt kominn tími á að mamma biði henni út að borða. Og hvert fórum við? jú, á Plaza.
Bara eins og það séu ekki fleiri staðir hérna. Víð kíktum svo í heimsókn til Guggu og Konna á eftir og horfðum það aðeins á Hlustandaverðlaun FM 957. Palli var auðvitað mjög flottur og Regína Ósk líka. Er ekki að átta mig á þessari Sprengjuhöll en ég á víst ekki að skilja það. Egill og félagar, ja við vitum i hverskonar partýjum svona tónlist er leikin.Svo líst mér vel á röddina í tveim þarna sem voru tilnefndar til nýrra og það var Dísa og svo náði ég ekki nafninum á hinni. Flottar ungar stelpur sem eru að koma og svo eigum við margar flottar fyrir líka.
Þegar heim kom var ákveðið að splæsa á eina mynd á Skjánum og varð myndin No Resevation(ca skrifað svona) fyrir valinu. Var búin að sjá hana auglýsta áður og leist vel á. Og við mægður urðum ekki fyrir vonbrigðum. Nokkur tár á stangli, oft brosað, nokkrum sinnum hlegið, stundum krútt,krútt. Allur pakkinn sem sagt.
Náði að sofa í 7 tíma samfellt í nótt. Ekki algengt. Var mætt upp úr tólf á hádegi að sækja valkirjuna og mæðgur og farið í sund á Laugarland á Þelamörk. Passlega margt og fínt að slaka á.
Ætluðum svo að kíkja á markað þar sem heldri borgarar eru að sýna og selja handavinnuafrakstur sinn. En vorum svo svangar að við þurftum heim að borða fyrst. En það varð til þess að við nenntum ekki út aftur. Systkinin úr Holtagötunni komu svo í smá heimsókn hingað seinnipartinn á meðan mamma skrapp á tónleika.
Gaurinn kom úr Dalvíkinni þvílíkt ánægður með ferðina. Fékk grill í gær sagði hann og borðaði meira en hin. Ekkert smá flott fyrir hann að komast eina og eina nótt í heimsókn.
Vígði áðan brauðvélina sem ég keypti um daginn. Tókst svona líka vel. Bara hvítt brauð núna en svo er þá bara að leita eftir betri og hollari uppskriftum. Verður gaman að prófa sig áfram.
Annars er bara rólgt kvöld framundan. Börnin eru svo þreytt að þau fara snemma að sofa. Ég ætla að skreppa á kynningu og sjá hvort ekki sé eitthvað þar sem ég ómögulega get verið án. Bara gaman.
Annars bara eigiði gott kvöld og frábæra vinnuviku.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Anna mín,ég er bara búinn að vera að vinna alla helgina og hef ekki gert neitt skemmtilegt. En er kominn í tveggja daga frí núna og ætla að hafa það gott. .Vonandi verður sól á pallinum á morgun
Erna, 5.5.2008 kl. 01:07
Já Erna mín, vonandi verður sól.Það kjom smá glenna hér á laugardaginn og ég mátaði svalirnar. Virkaði fínt með nýju sólhúsgögnunum. Hafðu það gott.
Anna Guðný , 5.5.2008 kl. 01:27
Já og eg er líka búin að vera vinna alla helgina .. En mikið er gott fyrir þig að fá svona barna slökun . Blessuð börnin eru samt góð og vel upp alin hjá þer, það sá eg í Sjallanum um daginn
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:28
Jæja stelpur mínar, bara vinna og vinna. Eitthvað annað er hér.
En takk fyrir hrósið með börnin mín.
Þau eru frábær.
Anna Guðný , 5.5.2008 kl. 14:18
Þetta hefur verið æðisleg helgi hjá þér. Helgin hjá mér fór bara í að vinna....
hafðu það gott og góða nótt.
Linda litla, 6.5.2008 kl. 00:32
Góðan daginn Anna mín, fannstu eitthvað sniðugt á kynninguni
Eigðu ljúfan dag mín kæra
Helga skjol, 6.5.2008 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.