Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagur til sælu.

Sunnudagur eftir árshátíð. Hálf er ég nú úldin.Cool Þoli ekki svona vökur. SleepingHefði ekki boðið í það að eitthvað sterkt hefði verið í glasinu. En er sem betur fer löngu hætt því.

Þegar á heildina er litið var þetta sú skemmtilegasta árshátið sem ég man eftir að hafa farið á.Wizard 780 manns voru á hátíðinni og er það nú alveg ágætis fjöldi. En Mái sagði þó í sinni ræðu að ef allir starfsmenn Samherja í öllum löndum kæmu saman yrðu það um 3000. Eðli starfsseminnar samkvæmt er ekki hægt að koma öllum starfsmönnum saman á sama stað á sama tíma. Kannski eins gott, því erfitt væri að finna húsnæði fyrir svoleiðis hátíð. Það er ekkert sjálfgefið að maður sé ánægður með alla borðfélagana enda fólk misjafnt, bæði ég og hinir.En þessir félagar voru fínir og mikið helgið. Það er eins með veislustjórann, mér finnst ekkert allir veislustjórar skemmtilegir og sumir bara hálfleiðinlegir en í þetta skiptið var ég mjög ánægð.  "Rándýr skemmtikraftur að sunnan"Smile var fenginn í hlutverkið. En sleppur þó því hann er hálfgerður Hríseyjingur. Og hvað eru Hríseyjingar í dag? Jú, Akureyringar. En þetta var enginn annar en Örn Árnason. Hann var alveg frábær í einu orði sagt. Algjör proffs orðinn í veislustjórn. Þræddi þessa fínu línu "hinn gullna meðalveg" allan tímann og fær 10 í einkun frá mér. Skemmtiatriði voru nokkur og alveg frábær líka. Bæði tónlistaratriði og svo fólk tekið utan úr sal og þá sérstaklega nýttir sönghæfileikar þeirra. Nema sjávarútvegsráðherrann, hann fékk að gjöf veiðikort. Hvað hann má veiða verður hann að svara.

En þá er það matseðillinn. Bautinn,Einar Geirs. og hans fólk töfruðu fram þvílíkur kræsingarnar að ég man ekki eftir öðru eins .

Forréttur.

Léttsaltaður þorskhnakki og gljáður humar með gulrótat-appelsínu compot og humarfroðu.

Milliréttur.

Bleikja ballontine með drekasalsa og pipar bleikja með limónusósu.

Aðalréttur.

Lambafillet crepes með jerúsalemætiþystlakartöflu, myrkisveppum, aspas og perlulauk.

Eftirréttur.

Tonka panna cotta með hvítu súkkulaði og vanillu-rómaosti.

Kaffi og koníak eða líkjör

Svo var þessu skolað niður með dýrindis hvítvíni með þeim tveim fyrstu og rauðvíni með lambinu.Sýndist mér á fólki að vínið smakkaðist með ágætum.

Ég gæti skrifað í allan dag um matinn en læt duga að segja að þetta var hin besta upplifun. Mér fannst ekki allt jafngott en veit þó að þar er einungis bragðskyni mínu að kenna en ekki matnum.Hann var í alla staði 100% flottur.

Hvanndalsbræður stigu á stokk og ég er ekki frá því að þeir hafi verið í extra góðu formi. Svo góðir voru þeir.Alveg brilliant. Svo sungu og spiluðu þeir í restina Magni,Matti og Eyþór. Og mér hefði nú ekki dottið í hug að setja þess menn saman í tríó en þökk sé þeim sem fékk þá hugmynd. Ekki var nú verra að þeir tóku svo mörg lög sem maður þekkti og gat sungið með. Ég hitti  hana Maríu frænku mínu  þarna og sagði hún mér að þessi skemmtun minnti hana á sjómannadagsböllin fyrir svona 10 árum og hún var alveg með stjörnur í augum því að það var víst svoleiðis ball sem unnustinn hafði boðið henni á þegar þau voru að byrja saman. En þau eru löngu gift í dag. En stjörnurnar eru enn til staðar.

Auðvitað hitti ég fullt af fólki þarna. Stínu granna til dæmis. (ekkert að gera með holdarfar, hún býr bara við hliðina á mér)Hún var jafn hress og venjulega.Svo hittum við Guðmundu frænki úr höfuðborginni. Hún er starfsmaður dóttufélags Samherja.

Engin alvöruslagsmál sá ég þarna. Smá púst en það sást ekki einu sinni blóð. Það er af sem áður var. Sjómenn orðnir svo dannaðir í dag.Wink

Eins og þið sjáið þá er ég alveg einstaklega ánægð með kvöldið. Kannski líka að ég fer svo sjaldan út á skemmtanir almennt og þessi heppnaðist svo vel. Nú er ég alveg róleg fram að næsta ári. 

Ætli þetta sé ekki nóg í bili.

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Vá frábært að vel tókst til hjá samherja og flott að þú skemmtir þér vel

Helga skjol, 6.4.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir það. Það er   ánægjulegt þegar vel til tekst og sérstaklega þegar maður er að fara svona sjaldan.

Anna Guðný , 6.4.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband