Leita í fréttum mbl.is

Og við í fjallið.

Jú , haldiði að Fríða hafi ekki hringt og rekið á eftir okkur. Hún ætlaði nefninlega að taka þátt í skíðagöngunni. Og hún vildi hafa klapplið við markið. Við rukum af stað en áttum þó alveg eins von á að allt yrði búið þegar við kæmum á svæðið. En allt gekk vel og þó að öll bílastæðin væru full þá var samt ekkert rosa umferð. Trúlega allir komnir og enginn lagður af stað heim aftur. En við biðum og biðum við endamarkið og ekkert bólaði á Fríðu og Agötu. En svo þegar allir aðrir voru komnir í mark og ég var farin að halda að við þyrftum að senda björgunarsveitina eftir þeim mægðum, þá birtust þær. En úr öfugri átt.Allir hinir keppendurnir komu úr norðri en þær úr suðri. Við fengum aldrei almeininlega skýringu á því. En við sáum þær aldrei fara af stað svo að ég veit ekkert hvað gerðist þarna í millitíðinni. Fullt af fólki fékk verðlaun, þar á meðal Agata. Fyrir hvað veit ég ekki, trúlega þó fyrir það að koma móður sinni í mark.

Við fylgdumst með öllum páskaeggjunum ganga út en drifum okkur svo niður að hóteli, svo krakkarnir gætu rennt sér á góðum stað. Þar enduðum við svo daginn með öllu hinu ferðafólkinu. Og ákváðum að koma aftur eftir helgi þegar rólegra verður og meira pláss fyrir okkur.

Ég ætlaði að hafa myndavélina með mér og taka einhverjar myndir í þessu yndislega veðri og umhverfi en snillinn ég gleymdi að setja kortið í vélina svo það var ekki hægt. En fæ einhverjar myndir á eftir og skelli með.

 

DSC04851Hér mætir frú Oddfríður.

DSC04865 Hér sést Agata taka við verðlaununum, auðvitað páskaegg.

 

DSC04890Anna Elísabet vildi endilega fá mynd af sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Gleðilega páska mín kæra til þín og þinna.

Helga skjol, 23.3.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gleðilega páska Anna Guðný mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.3.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband