Leita í fréttum mbl.is

Ég og dýr.

Þetta er nú búið að vera meiri dagurinn. Kisa föst í tré í heilan sólarhring og ég miður mín. Ég hélt bara ég færi að grenja þegar ég heyrði að hún hafi verið þar alla nóttina. En þessi dagur hefur kennt mér nokkuð og það er að Kisa er sterkari en ég hélt. Og annað að ég verð meirari með hverju árinu sem líður. Ég er orðin svo "soft" að það er eins gott að Kisa eignist ekki kettlinga. Ég gæti ekki horft upp á hana eignast þá og þurfa svo að láta þá fara. Ég myndi bara gráta með henni.

En það var annað áfall" í fjölskyldunni í gær. Málið er að hún Agla Rún hefur átt tvo hamstra í nokkra mánuði. Svo gaf annar upp öndina þannig að Trítill var einn eftir. Ég hálfvorkenndi honum fyrir að vera svona einn alltaf þannig að ég lét undan þegar Freyja vinkona þurfti að losna við kall hjá sér. Það væru svo mikil slagsmál og læti að ég væri bara að gera henni greiða.

Þegar sá nýji kom í búrið upphófust slagsmál og við ákváðum að gefa þeim tímann yfir nóttina og sjá svo til. Heyrðu, daginn eftir allt komið í það fína. Voru að vísu búnir að rústa öllu í búrinu. Skil ekki alveg hvernig þeir gátu tekið lokið af húsinu, ýtt sjálfu húsinu til hliðar en sett þakið útí horn og svo lágu þeir þar undir í mesta bróðerni morguninn eftir.En vitiði bara hvað? Haldiði að stóri, feiti kallinn frá henni Freyju hafi ekki átt unga í fyrrinótt. Og ekki bara einn heldur þrjá. Þannig að stóri feiti kallinn sem var ekki lengur stóri, feiti kallinn heldur  stóra ólétta kellingin fjölgaði hamstrakyninu þarna. Mér skilst að það sé frekar óvanalegt að kallinn hafi ekki étið þá og hann hefur enn ekki gert það. En liggur alltaf í húsinu með kellu sinni og ungunum.

Veit ekki alveg hvernig ég á að höndla þetta. Hef ekki samvisku í að skila kellingunni, þau eru svo miklir vinir. Svo fékk ég annað áfall í gær þegar mér var sagt að meðgangan væri bara 16 dagar. Það þýðir að ef ég skila henni ekki þá get ég verið komin með tugir unga eftir nokkrar vikur. Ætli ég sofi ekki á þessu þangað til Olli kemur heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Hæhæ Anna það er alls ekki ætlunin að vera í felum,á forsíðuni stendur að ég heiti Helga,reyndar var ég skráð áður sem Helga Skjól á forsíðuni hjá mér,en ég var að fikta og þá datt það út hjá mér og mér hefur ekki tekist að setja það inn aftur,annars eru myndir af mér í albúmi líka en kanski ekki nógu góðar,annars bý ég líka á Ak og þekki 2 bræður þína eða öllu heldur þekkti þá hérna áður fyrr,en ég vill nú ekki var nefna þeirra nöfn hér,en ég held að þú eigir alveg að vita hver ég er.

kær kveðja Helga. 

Helga skjol, 16.3.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Helga skjol

Hei steingleymdi.....frábært að kisa skildi bjargast úr tréinu.

Helga skjol, 16.3.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Anna Guðný

Held að ég viti hver þú ert en þó ekki 100%. Spurning með dal? Og trúlega eru tveir yngstu bræður mínir.

Anna Guðný , 16.3.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Anna Guðný

Jú sé að ég hafði rétt fyrir mér. Ertu flutt á Akureyri?

Anna Guðný , 16.3.2008 kl. 22:41

5 identicon

Snilld að kisa hafi náðst.En þetta er nú meiri trékisan samt sem áður ef þetta er ekki í fyrsta skiftir sem hún fer uppí tré hehe.

Bið að heilsa frænda og litlu frændsystkinum

Anna Sigga (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:16

6 Smámynd: Helga skjol

Jebb við fluttum hingað í júni í fyrra eftir 6 ára fjarveru,2 ár á skaganum og 4 ár í norge og er ég alveg hryllilega ánægð með að vera kominn HEIM.

Helga skjol, 17.3.2008 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband