Leita í fréttum mbl.is

Kisa,kisa.

Sit hér og sötra teið mitt. fer svo út og athuga hvort kisukjáninn okkar er kominn niður úr tré. Nú valdi hún örugglega 8 metra tré. Meira að segja slökkvuliðsmennirnir treystu sér ekki til að bjarga henni.

En það ekki akkúrat svona sem við viljið byrja sunnudagana hjá ykkur?  Minn byrjaði svona. Kisa kom ekki heim í nótt og litlu skotturnar fóru út á náttfötunum upp úr kl. sjö í morgun af því að þær "heyrðu" í henni. Komu svo inn frosnar 10 mínútum síðar með öndina í hálsinum. Búnar að finna kisu en hún er föst upp í tré í næstu götu. Fórum að skoða. Ekki nokkur leið að ná henni niður, allt of langt upp. Þýsk stelpa sem býr þarna í húsinu aumkaði sig yfir okkur og klifraði upp í stóra stigann hans Jóhannesar á horninu. En hún náði ekki nema stutta leið.

Þá hringdum við á slökkviliðið. Það komu tveir að kanna aðstæður. Of langt inn í garð og langt upp, karfan nær ekki. Ef þetta væri minn garður myndi ég bara saga niður tréið en get víst ekki farið fram á það við aðra. Við ákváðum að bíða og sjá hvort Kisa kæmi ekki eitthvað niður.

Eitt það fyrsta sem annar slökkviliðsmaðurinn sagði var: Bíddu, var ekki kötturinn þinn upp í tré fyrir nokkrum dögum? Jú, það er víst en það var í mínum garði , miklu auðveldari tré. Agla Rún klifraði bara upp og lét hana detta niður. Þetta er allt annað. Svona getur það verið ef slökkviliðsmaðurinn býr í götunni.

Nú er teið búið og best að drífa sig út.Picture 062

Þessi mynd var tekin kl. 07.30 í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband