7.2.2008 | 00:45
Öskudagur
Langur og strangur dagur liðinn. En mikið ofboðsleg var skemmtilegt. Þetta var í fyrsta skipti sem börnin mín voru öll í sama liði.Svo voru tvær vinkonur til viðbótar. Auðvitað sváfu þær sl. hér í nótt. Einn hluti af gamninu er að vakna saman. Borða góðan morgunmat, klæða sig upp og mála og taka eina æfingu áður en lagt er af stað.
'Eg vaknaði sem sagt kl. 06.00 og 5 sekúndum síðar stóð ein 9. ára dama (annar næturgesturinn)við rúmstokkinn hjá mér skælbrosandi og til í daginn. Við vorum svo lögð af stað út héðan vel fyrir kl. 08.00. Þau voru búin að panta að byrja í Kexsmiðjunni því þar er svo flott sönggjöf. Heill kexpakki.
Núna átti sko að taka þetta skipulega, heimsækja alla sem við þekkkjum í vinnuna.
Komumst að því að Alexander litli Már frændi okkar var veikur heima svo mamma hans var ekki í vinnunni í Hár og Heilsu. Náðum þó að heilsa upp á Sigrún í Sparisjóðnum.
Ástrós vildi auðvitað heimsækja mömmu sína í Kaupþing. Jói opnaði nú bara bíóið til að lofa þeim að syngja þar. Veit ekki hvort það var einhver sárabót hjá honum, hann fékk nefninlega nammi fyrir það að syngja ekki í bankanum.
Krakkarnir sungu alveg eins og englar, kunnu allar textana og fengu mikið hrós fyrir það og líka hvað þau sungu hátt og snjallt.
Við keyrðum og gengum út um bæinn fram yfir hádegi og enduðum í Kjarnalundi hjá ömmu hennar Bergþóru. Þar sungu þau fyrir heimilisfólkið og voru beðin um fleiri lög.Gaman að sjá þegar gamla fólkið hætti að borða til að hlusta á sönginn.
Þegar heim kom var afraksturinn viktaður, bara svona til að sjá hvað þetta var mikið. Þetta voru heil 12. kg. Ekkert smáræði. Þannig að allir voru glaðir og ánægðir með daginn.
Við fórum í miðbæinn og þetta var í fyrsta skipti sem ég hef horft á köttinn sleginn úr tunnunni. Hefðum að vísu betur sleppt því af því að við misstum af söngupptöku á N4. Vorum fyrsta liðið sem fékk "bara" nammi. Hefðum auðvitað viljað koma í sjónvarpið.
Þó þetta væri mikið nammi þá var þetta samt mikil viðurkenning því þau voru oft að fá meira en önnur lið því þau voru búin að leggja svo mikið í þetta.
En það besta af öllu við þetta var að útlagður kostnaður við búingakaup voru heilar kr. 1.000.-
Þannig að þetta er vel hægt. Það þarf ekki endilega að kaupa dýra búninga. Við ákváðum að gera þetta svona núna og leggja frekar peninginn í ferðin til Tenerife í maí, og allir sáttir við það.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Sæl og blessuð og takk fyrir athugasemdina á mínu bloggi. Ég var nú kannski ekki að hugsa um það hvað fólk væri að hugsa um mig þarna eina í bíóinu en mér er alltaf spurn hvað fólki finnst vera furðulegt við að fara eitt í bíó. En fólk er bara misjafn er það ekki? Og þannig á það að vera.
kv. Helga Möller
Helga Möller (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.