17.6.2011 | 01:38
Allir hundar geta bitið, ef.....
þeim er ógnað.
Sjáið fyrir ykkur Ráðhústorgið á Akureyri, Austurvöll, Arnarhól eða Hljómskálagarðinn í Reykjavík. Eða hvaða annan stað á landinu þar sem hátíðarhöld eru.
Klukkan er 21.00 að kvöldi 17. júní.
Það er gott veður, þokkalega hlýtt, bjart og logn. Í tilefni hátíðarhaldanna og af því hversu gott veður er, þá er mikið af fjölskyldufólki í bænum. Foreldrar með börn á öllum aldri. Nýlega fædd börn í barnavögnum, eldri börn í barnakerrum, enn eldri börn vaggandi um óörugg í göngu á grasinu. Ennþá eldri en það hoppa þau og skoppa út um allt, flest í sykursjokki. Pabbi og mamma standa á sama stað og fylgjast með skemmtiatriðunum en börnin koma af og til til að athuga hvort allt sé í lagi.
Það er aðeins farið að sjá vín á fólki en þó ekki mikið. Allt saman hefur farið friðsamlega fram. Það er fólk út um allt, hvert sem þú lítur. Hundruðir, jafnvel þúsundir í borginni.
Inn á milli sérðu einn og einn hund. Hunda af öllum stærðum og gerðum. Þú sérð nokkra Tjúa og fleiri af minni gerðinni. Þú sérð nokkra aðra af millistærðinni, ýmsar tegundir. Svo sérðu nokkra stóra. Einhverja Labrador, nokkra Collie, einn íslenskan, einn Husky og svo einn Scheffer. Allir þessir hundar eru í ól og til fyrirmyndar í hegðun. Fallegir, hlýðnir og já bara til fyrirmyndar.
En...
Það er einn maður í hópnum sem hefur fengið sér aðeins of mikið í glas og svona hálfslagar um svæðið. Hann rekur sig utan í einn pabbann sem stendur þarna með konunni sinni og syni, strák á þriðja ári, sem sefur vært í kerrunni. Pabbinn svona hálfmissir jafnvægið og stígur fram og lendir , algjörlega óvart, ofan á framfótinn á hundinum sem stendur fyrir framan hann, þægur og stilltur hjá eiganda sínum.
Hvað haldiði að gerist?
Hver eru viðbrögð okkar þegar við finnum svona snögglega fyrir miklum sársauka? Hver hefur lamið með hamri á puttann?
Hver eru viðbrögð hundsins? Alveg sama af hvaða tegund.
Ég hef séð hund bregðast við akkúrat svona. Maður sem missti jafnvægið og steig, alveg óvart, ofan á fótinn á hundinum, elsku Lubba sem var svo góður, venjulega.
Get alveg lofað ykkur því að þið viljið ekki sjá það.
Ef við skoðum svo hvað það er sem er í sömu hæð og haus hundsins. Jú, það eru hnén á okkur. Það er samt ekki það alvarlegasta, heldur eru það andlitin á börnunum sem sitja í kerrunum. Það eru líka andlitið á börnunum sem eru rétt að byrja að fóta sig hjálpalaust í lífinu, þessi óöruggu sem eru að læra að labba á grasi. Það sama á við á malbikinu inn í bæ.
Og þá spyr ég: Erum við virkilega tilbúin til að taka sjensinn?
Hundsar hundabannið á 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Þessi saga þín er ekki alveg nógu vel valin.
Þar er vandinn ekki hundurinn, heldur drukkni maðrinn. Ölvun á almannafæri er víst ólögleg. Samt byrjarðu á að halda að það sé hundurinn sem þurfi að fara. Ef maður lemur annan mann með kylfu, þá er það væntanlega kylfan sem er vandamálið, eða hvað?
Annars hefurðu alveg svakalega bjagaða og dramatíska sýn á hegðun hunda. Það fyrsta sem hundur gerir þegar hann er meiddur er að hrökklast undan. Hundur sem er heill á geði glefsar ekki frá sér nema honum þyki hann hafa verið króaður af.
Eigum við ekki annars að banna börn á útisamkomum? Þar getur svo margt gerst, allskonar ímynduð dæmi. Erum við virkilega tilbúin til að taka sjensinn?
Gestur (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 02:54
Já við skulum þá snúa þessu við..
Bönnum fullt fólk á almannafæri, það er stórhættulegt, gæti jafnvel dottið í hug að bíta frá sér ef einher stígur á tærnar á þeim...
Eggert Snorri Olafsson (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 10:30
Málið er einfalt, bönnum hundaeigendur!
corvus corax, 17.6.2011 kl. 10:42
Mér sýnist eini maðurinn sem eitthvað er að tala af vita hérna sá sem síðast skrifar, því eins og við vitum, þá eru þeir vandamálið.
Anna Guðný , 17.6.2011 kl. 11:07
Já það er alveg rétt að sumir hundeigendur eiga ekki að hafa hunda, og þar að leiðandi mikið vandamál sem skemmir fyrir lang flestum sem hugsa virkilega um hundana sína og líta á þá sem part af fjölskyldunni..
En ef það á að banna hunda á almannafæri legg ég til, með sömu rökum að við bönnum einnig bíla á almannafæri.. því sumir eigendur þeirra kunna alls ekki með þá að fara og geta valdið alvarlegum slysum og ótta..
Legg hér með til að bílum sé bara ekið upp í sveit...
Eggert (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 11:59
Ég verð lúin............ er þetta virkilega það eina sem er í boði í dag?
Anna Guðný , 17.6.2011 kl. 12:04
Nú á ég þrjá hunda og hef unnið með hunda, þar á meðal hundar með hegðunarvandamál, hundarnir sem maður myndi einmitt telja líklegir til að bíta. Ég hef á einhverjum tímapunkti held ég stigið á loppuna á öllum þessum hundum, ekki einn þeirra hefur gert sig tilbúinn til að ráðast á mig eða hagar sér ógnandi, þeir hafa allir kveinkað sér og fengið svo vorkunn frá mér enda með samviskubit að hafa meitt greyi hundinn.
Ég bý í Osló og tók Tjúann minn með mér niður í bæ hérna 17. maí, mér fannst það passlegt þar sem ég gat haldið á henni og hún naut sín voða vel, var ekkert hrifinn af blöðrunum en við bara forðuðumst þær. Ég kaus samt að skilja hina tvo hundana eftir heima þar sem þeir eru stærri, erfiðara fyrir mig að halda á þeim og mjög vafasamt að vera með svona marga hunda niðri í bæ á svona dögum. Málið er að þessu áttaði ég mig á alveg sjálfur og það þarf engin lög til þess.
Nú er fólk rosalega duglegt að kenna stjórnvöldum um fólksflótta ungs fólks, ég er 23 ára, bý í Noregi með hundana mína og bara vegna þeirra, þeirra réttinda og viðhorf sem ég verð fyrir sem hundaeigandi, það er nóg til að láta mig langa að koma ekki heim. Má þar til dæmis nefna að hérna úti leigi ég íbúð í blokk með 3 hunda, það myndi AAAAALDREI gerast á Íslandi!
Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.