Leita í fréttum mbl.is

Af hverju?

Mannskepnan er merkileg. Eitt af því sem við sem heyrum um á hverju ári er að einhverjir slasist við að meðhöndla flugelda.En það eru ekki bara flugeldar og gleraugu sem við heyrum af. Við gerum einfaldlega of lítið af því að nota þann öryggisbúnað sem hægt er að fá við allar mögulegar og ómögulega að aðstæður.

 Alltof mörg slys gerast vegna þess að við pössum okkur ekki. Ég flaug sjálf á hausinn í baðkarinu hjá mér af því að sá öryggisbúnaður sem þarf þar var ekki til staðar. Ég hitti einn sem hafði dottið sama dag og ég. Hann fór út að reykja heima hjá sér og flaug á hausinn þar. Af hverju? Jú, hann var ekki búinn að koma því í verk að moka. Hjálmar!!!

 Við erum í vandræðum með börnin okkar. Það er svo erfitt að fá þau til að nota hjálma eftir að þau eldast. Sum börn komast upp með það strax í þriðja bekk að sleppa hjálminum og þá er ég komin í leiðindahlutverk sjálf. Vera leiðinlega mamman sem vill að sitt barn noti hjálm eins lengi og mögulegt er, allavega á meðan þau hjóla eitthvað að ráði. Yngsta mín er að æfa íhokkí. Þar þykir sjálfsagður hlutur að nota hjálm á æfingu  en svo eru nokkur sem þykir það jafnsjálfsagt að taka hjálminn af um leið og þau eru komin af æfingu.

 Af hverju er svona mörgum illa við að nota hlífðargleraugu? Af því að það er ekki "töff" ? Getur verið að það sé ástæðan hjá fullorðnum karlmönnum sem fara með börnunum sínum út að skjóta upp flugeldum? Nei, varla. Ég held að aðalástæðan sé alltaf sú sama: Þetta kemur ekki fyrir mig, allt svona kemur bara fyrir aðra. Kannast einhver við þetta?

En nóg í bili.


mbl.is Alltaf gallaðir flugeldar inn á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð pæling, skrítið hvað mannskepnan hefur oft ófurtrú á eigin snilld.  Gangi þér vel á nýju ári og passaðu þig á karinu

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband