2.8.2010 | 20:47
Verslunarmannahelgarblogg
Nú er skemmtileg helgi á enda runnin. Eins og venjulega fer mánudagurinn í að jafna sig og hvíla. Ekki skil ég orkuna í fólki sem nær að djamma á nóttunni líka. Mér finnst nú alveg nóg að taka dagana og kvöldin. Nú lék síminn stærra hlutverk hjá mér en venjulega. Gat smellt mynd og sent beint inn á facebook. Gerði það til að byrja með en svo kom upp einhver villumelding og ég gat það ekki meira. Trúlega álag á kerfinu. Kæmi mér ekki á óvart.
Við hjónin höfum verið mjög dugleg að ganga um bæinn og njóta þess sem er í boði.
Seinni part föstudags var lagt af stað á fyrstu vakt.
Föstudagur.
Krakkarnir úr "Skapandi sumarstörf" buðu upp á knús og andlitsmálun. Baukur var á staðnum fyrir frjáls framlög sem áttu síðan að renna til félags langveikra barna. Frábært framtak .Veit ekki hvað ég fékk mörg knús frá þeim yfir helgina. Lét þó málunina vera.
Kirkjutröppuhlaupið.Ég hét fyrst að það væri Skralli trúður sem lýsti því. En svo var mér sagt að það væri einhver frjálsíþróttagarpur. Hann var flottur.
Tvö böll í boði þessa helgi fyrir 14+. Annað frábært framtak þar.
Unglingurinn að skoða fataskápinn.
Ég fór á tónleikana með Óskari Péturs. og Eyþóri Inga á föstudagskvöldið í Akureyrarkirkju. Er það í fyrsta skiptið sem ég hef farið á þá. Ákvað svo seint að skella mér og hafði engan að fara með. Fór því ein og það var sko í góðu lagi. Ég skemmti mér mjög vel. Yndislegur söngu og undirleikur. Líka skemmtilegt að heyra hvað þeir eru farnir að spila vel saman brandaralega séð.
Séð inn kirkjuna.
Fór svo niður í bæ og hitti eiginmanni og fleiri í tívolí.
Aðal helgarinnar. Biðraðir.
Vinkonurnar.
Hittum allt helsta fólkið á ferð okkar um bæinn.
Unna Mæja og litla ömmustelpan.
Eldspúarar í lok dags.
Þessar eru alveg nauðsynlegar á öllum útihátíðum. Veita visst öryggi að vita til þess að hægt sé að leita til þeirra. Sem betur fer var lítið að gera hjá þeim.
Laugardagur.
Dagskrá laugardagsins byrjaði á því að ég fékk tvær góðar konur í heimsókn. Opnaði sem sagt
kaffihúsið mitt.
Gömlu akureyringarnir Erna og Birna Dúadætur.
Því miður komst ég ekki á mömmur og möffins í Lystigarðinum, eins og ég ætlaði. Misreiknaði aðeins tímann þar. Fer á næsta ári.
Eftir hádegi byrjaði dagskrá fyrir neðan leikhúsið. Sveppi og fleiri. Svo skrúðganga út á torg.
Lagt af stað í bæinn.
Sumir komu meira á óvart en aðrir.
Pabbi og Siva.
Sumir komu ekki á óvart.
Pósa.
Sumir komu á útihátíð, aðrir með ferðamannaskipunum.
Laugardagskvöldið leið við göngu um svæðið, spjall við skemmtilegt fólk.´
Unglingurinn fór á froðuball sem haldið var á Slökkvistöðinni. Skemmti sér konunglega þar.
Sunnudagur.
Mætti á Glerártorg upp úr hádegi til að fylgjast með Röddinni, söngkeppni unglinga.
Fengum gott borð á Taliu og fylgdust með söngnum á meðan gestir og gangandi gengu framhjá. Suma þekkti maður og aðra ekki, svona eins og gengur.
Birgitta Líf á sviði.
Alltaf líf á kaffihúsunum.
Góður er sopinn.
Hitti frændfólk á förnum vegi.
Frænkur mínar Svava og Sirrí.
Niðri í bæ skemmtu Sveppi og Villi börnunum.
Sumir fundust alltaf.
Fallegt mannlíf.
Feðgar á ferð.
Bent og Viktor.
Komin á sparitónleika
Við vorum ekki svona mikið klædd síðast þegar við eyddum tíma saman.
Þó nokkrir.
Flottar stelpur
Strumpur frændi.
Þetta og margt annað gerðum okkur til skemmtunar um þessa helgi.
Vona að þið hafið gaman af að skoða myndirnar.
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad
Athugasemdir
Takk fyrir þessar fínu myndir - ég þekkti engan á þeim og er þó Akureyringur (fæddur) en hef varla komið þar í 40 ár! Það er skipt um fólk á styttri tíma!
Kveðja
Ragnar
Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 23:02
Takk fyrir innlitið Ragnar. Já, það getur nú ýmislegt breyst á 40 árum. ´
Bara Vaðlaheiðin hefur breyst mikið. Öll þessi byggð sem komin er þar. En gamla bæinn minn, Syðri-Varðgjá sérðu efst á síðunni. Tvíburarnir eru uppaldir í Fjólugötunni. Flestir aðrir eru sveitavargar úr Vaðlaheiðinni eða frá Dalvík.
Gaman að fá þig í heimsókn.
kv
Anna Guðný
Anna Guðný , 3.8.2010 kl. 00:10
Skemmtilegar myndir af mannlífinu, greinilega gaman hjá ykkur :) kveðja norður.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2010 kl. 15:39
Þetta var e.t.v. ekki alveg rétt hjá mér - að ég þekkti engan - mér finnst ég kannast við pabba þinn og er Unna Maja dóttir Bomma heitins?
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 3.8.2010 kl. 22:24
Unna Mæja er dóttir Bomma. Það passar.
Kannastu við pabba úr sveitinni?
Anna Guðný , 5.8.2010 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.