Færsluflokkur: Bloggar
17.3.2008 | 17:22
hann hringir oft þegar maður er í baði.
Stundum hef ég tekið hann með ef börnin eru einhverstaðar sem þarf að ná á mér, en oftar set ég bara á á tali. Málið er nefninlega að það er alveg ótrúlega oft sem hann hringir á þessum tíma.
![]() |
Í bað með símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 16:45
Jahá.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi það að vera fréttamaturinn á mbl og vita allt frá A-Ö. Ég er nefninlega eigandi kattarins. Skrýtið að sjá þessa frétt og vitnað í íbúa í hverfinu. Af hverju var ekki talað við eigendurna? Skrýtið!! "Að endingu kölluðu íbúarnir til slökkvilið". Ég var búin að vera í sambandi við þá síðan um morguninn, og þeir voru búnir að keyra fram hjá oftar til að sjá hvort hún færi ekki neðar.
Stigi var reistur við tréð og slökkviliðsmaður klifraði upp en kötturinn fór ofar og ofar þegar maðurinn nálgaðist. Á endanum var kisi kominn upp í topp trésins og komst því ekki lengra og brá þá á það ráð að spræna á bjargvættinn. Drama,drama. Bíddu við, svona verða ýkjurnar til. Hún var nánast efst og fór aðeins ofar. En mikið rétt að slökkviliðsmennirnir eru ýmsu vanir og eiga þeir miklar þakkir skildar.
Var að sjá eitt núna seinna. Það stendur að þeir hafi mætt með sjúkrabíl með stigann en auðvitað var það slökkviliðsbílinn. Stiginn er heldur stór fyrir sjúkrabíl.
Það má örugglega deila um hvort átt hafi að bjarga kettinum eða ekki. En stelpur, hvað eigum við að gera ef stór, ljótur karl kemur og eltir okkur? Ok, við komumst kannski ekki upp í tré en við reynum allavega að flýja, eins langt og við komumst.
Og ég er alveg viss um að hún Kisa min pissaði af gleði og engu öðru þegar bjargvætturinn nálgaðist hana.
Gunnar klifurmeistari með Kisu.
![]() |
Sprændi á bjargvættinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 09:31
Kisa orðin fræg.
Anna Elisabet tilbúin með teppið, Eliana Sól bíður spennt eftir því að sjá Kisu. Hún var nefninlega of langt uppi til að hún gæti séð hana. Axel gamli situr við gluggann og fylgist vel með.Það er langt síðan það hefur verið svona mikið fjör í garðinum hans . Hann hafði orð á því að tréin væru nú orðin nokkur há. Villa stendur fyrir aftan. Allir bíða.
Kisa orðin fræg og komin í blöðin. Fékk símal utan af sjó áðan og var sagt að fréttin hefði verið lesin. En ég á nú samt miklu betri mynd af Gunnari bjargvætti. Hefði getað sent þeim hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 20:29
Ég og dýr.
Þetta er nú búið að vera meiri dagurinn. Kisa föst í tré í heilan sólarhring og ég miður mín. Ég hélt bara ég færi að grenja þegar ég heyrði að hún hafi verið þar alla nóttina. En þessi dagur hefur kennt mér nokkuð og það er að Kisa er sterkari en ég hélt. Og annað að ég verð meirari með hverju árinu sem líður. Ég er orðin svo "soft" að það er eins gott að Kisa eignist ekki kettlinga. Ég gæti ekki horft upp á hana eignast þá og þurfa svo að láta þá fara. Ég myndi bara gráta með henni.
En það var annað áfall" í fjölskyldunni í gær. Málið er að hún Agla Rún hefur átt tvo hamstra í nokkra mánuði. Svo gaf annar upp öndina þannig að Trítill var einn eftir. Ég hálfvorkenndi honum fyrir að vera svona einn alltaf þannig að ég lét undan þegar Freyja vinkona þurfti að losna við kall hjá sér. Það væru svo mikil slagsmál og læti að ég væri bara að gera henni greiða.
Þegar sá nýji kom í búrið upphófust slagsmál og við ákváðum að gefa þeim tímann yfir nóttina og sjá svo til. Heyrðu, daginn eftir allt komið í það fína. Voru að vísu búnir að rústa öllu í búrinu. Skil ekki alveg hvernig þeir gátu tekið lokið af húsinu, ýtt sjálfu húsinu til hliðar en sett þakið útí horn og svo lágu þeir þar undir í mesta bróðerni morguninn eftir.En vitiði bara hvað? Haldiði að stóri, feiti kallinn frá henni Freyju hafi ekki átt unga í fyrrinótt. Og ekki bara einn heldur þrjá. Þannig að stóri feiti kallinn sem var ekki lengur stóri, feiti kallinn heldur stóra ólétta kellingin fjölgaði hamstrakyninu þarna. Mér skilst að það sé frekar óvanalegt að kallinn hafi ekki étið þá og hann hefur enn ekki gert það. En liggur alltaf í húsinu með kellu sinni og ungunum.
Veit ekki alveg hvernig ég á að höndla þetta. Hef ekki samvisku í að skila kellingunni, þau eru svo miklir vinir. Svo fékk ég annað áfall í gær þegar mér var sagt að meðgangan væri bara 16 dagar. Það þýðir að ef ég skila henni ekki þá get ég verið komin með tugir unga eftir nokkrar vikur. Ætli ég sofi ekki á þessu þangað til Olli kemur heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.3.2008 | 15:47
Kisan laus úr trénu eftir sólarhring.
Slökkviliðin mætt til bjargar. Þarna eru Gauti, Vigfús og Gunnar held ég að bjargvætturinn heiti. Ef einhver veit betur þá endilega leiðréttið mig.
Neðri myndirnar eru af Önnu Elísabet tilbúin að taka á móti Kisu sinni.
En ég komst að því að aumingja Kisa okkar var búin að vera þarna í heilan sólarhring. Þau í næsta húsi voru búin að reyna mikið í gær að ná henni niður en vissu auðvitað ekki hverjir ættu hana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2008 | 13:43
Frábært!
![]() |
Veðurblíða í Hlíðarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2008 | 13:38
7-8 tímar upp í tré.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 09:55
Tveim tímum seinna.
Ennþá í trénu. Krummi kominn á stjá.
Mér var nú ekkert sama fyrst. Hann var svo nálægt henni. En Krummi er svo forvitinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2008 | 09:14
Kisa,kisa.
Sit hér og sötra teið mitt. fer svo út og athuga hvort kisukjáninn okkar er kominn niður úr tré. Nú valdi hún örugglega 8 metra tré. Meira að segja slökkvuliðsmennirnir treystu sér ekki til að bjarga henni.
En það ekki akkúrat svona sem við viljið byrja sunnudagana hjá ykkur? Minn byrjaði svona. Kisa kom ekki heim í nótt og litlu skotturnar fóru út á náttfötunum upp úr kl. sjö í morgun af því að þær "heyrðu" í henni. Komu svo inn frosnar 10 mínútum síðar með öndina í hálsinum. Búnar að finna kisu en hún er föst upp í tré í næstu götu. Fórum að skoða. Ekki nokkur leið að ná henni niður, allt of langt upp. Þýsk stelpa sem býr þarna í húsinu aumkaði sig yfir okkur og klifraði upp í stóra stigann hans Jóhannesar á horninu. En hún náði ekki nema stutta leið.
Þá hringdum við á slökkviliðið. Það komu tveir að kanna aðstæður. Of langt inn í garð og langt upp, karfan nær ekki. Ef þetta væri minn garður myndi ég bara saga niður tréið en get víst ekki farið fram á það við aðra. Við ákváðum að bíða og sjá hvort Kisa kæmi ekki eitthvað niður.
Eitt það fyrsta sem annar slökkviliðsmaðurinn sagði var: Bíddu, var ekki kötturinn þinn upp í tré fyrir nokkrum dögum? Jú, það er víst en það var í mínum garði , miklu auðveldari tré. Agla Rún klifraði bara upp og lét hana detta niður. Þetta er allt annað. Svona getur það verið ef slökkviliðsmaðurinn býr í götunni.
Nú er teið búið og best að drífa sig út.
Þessi mynd var tekin kl. 07.30 í morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 08:58
Hjúkk, gleymdi að kaupa.
![]() |
Enginn með allar lottótölur réttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
-
alberta
-
amsa
-
anitabjork
-
annambragadottir
-
arniarna
-
atvinnulaus
-
dagny65
-
baldher
-
bestalitla
-
binnag
-
daggardropinn
-
drum
-
duna54
-
egillsv
-
godinn
-
gunnurr
-
frost
-
heidathord
-
himmalingur
-
hk
-
ingabaldurs
-
jakobk
-
jeg
-
jodua
-
jokapje
-
jonaa
-
juljul
-
kafteinninn
-
krummasnill
-
landsveit
-
lauola
-
ljosmyndarinn
-
maggatrausta
-
magnolie
-
neytendatalsmadur
-
mammann
-
osland
-
rannug
-
ringarinn
-
roslin
-
sifjan
-
58
-
snjokall
-
strumpurinn
-
tara
-
topplistinn
-
ziggi
-
zeriaph
-
vala
-
vogin
-
jona-maria
-
kolbrunj
-
gattin
-
gledibankinn
-
robertb
-
bjarnijonsson
-
ernadua
-
curvychic
-
gillimann
-
minos
-
hordurj
-
naflaskodun
-
joklamus
-
vallyskulad