9.2.2014 | 02:12
Eurovision 2014
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2013 | 02:17
Þetta er þá aldurinn.
Það hlaut að koma að því.
Í fyrsta skipti í langan tíma sem ég sé myndir af "fræga" fólkinu á Íslandi á einhverri uppákomu, nú í brúðkaupi, og ég þekki meirihluta fólksins með nafni og veit hvað þau starfa við.
Af hverju skildi það vera? Jú vegna þess að þau eru svo "gömul". Það "fræga" fólk sem ég hef séð myndir af síðustu misseri eru svo ung og svo kanski líka bara þekkt innan síns hóps en ekki landsþekkt.
Mér líður mun betur eftir að hafa komist að þessu.
Til hamingju annars með hvort annað Jón Óttar og Margrét.
Brúðkaup Jóns Óttars og Margrétar Hrafnsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2013 | 20:59
Hvað komast margir inn á þing?
Var að lesa yfir nöfnin á lista Framsóknar hér í norð-aust. Miðað við þessa frétt og hvernig landið liggur í dag eru Aðalsteinn Júlíusson og Helgi Haukur Hauksson að komast inn á þing. Meira að segja er Birkir Jón i ellefta og allt getur gerst með uppbótarþingsæti og allt það. En stóra spurningin er þessi: Ætli þessir menn hafi gert ráð fyrir því þegar þeir voru beðnir að fara á lista að það væri möguleiki á því að þeir kæmust inn? Og þetta er að gerast í fleiri kjördæmum. Nú þekki ég þessa aðila ekki neitt og er alls ekki að setja út á þá en það væri gaman að vita.
Kveðja frá Akureyri
Pabbi er framsóknarmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2012 | 16:38
Arrrrg!!
Geri eftir minni bestu vitund það sem á að gera en ekkert hleðst inn.
Einhver?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2012 | 12:33
Fyrirmyndar íþróttamaður
Þessar stelpur og allar hinar í liðinu eru frábærar fyrirmyndir fyrir þær yngri, eins og mína sem spilar með 5. flokk.
Fjórtán ára íshokkístelpa (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2011 | 01:38
Allir hundar geta bitið, ef.....
þeim er ógnað.
Sjáið fyrir ykkur Ráðhústorgið á Akureyri, Austurvöll, Arnarhól eða Hljómskálagarðinn í Reykjavík. Eða hvaða annan stað á landinu þar sem hátíðarhöld eru.
Klukkan er 21.00 að kvöldi 17. júní.
Það er gott veður, þokkalega hlýtt, bjart og logn. Í tilefni hátíðarhaldanna og af því hversu gott veður er, þá er mikið af fjölskyldufólki í bænum. Foreldrar með börn á öllum aldri. Nýlega fædd börn í barnavögnum, eldri börn í barnakerrum, enn eldri börn vaggandi um óörugg í göngu á grasinu. Ennþá eldri en það hoppa þau og skoppa út um allt, flest í sykursjokki. Pabbi og mamma standa á sama stað og fylgjast með skemmtiatriðunum en börnin koma af og til til að athuga hvort allt sé í lagi.
Það er aðeins farið að sjá vín á fólki en þó ekki mikið. Allt saman hefur farið friðsamlega fram. Það er fólk út um allt, hvert sem þú lítur. Hundruðir, jafnvel þúsundir í borginni.
Inn á milli sérðu einn og einn hund. Hunda af öllum stærðum og gerðum. Þú sérð nokkra Tjúa og fleiri af minni gerðinni. Þú sérð nokkra aðra af millistærðinni, ýmsar tegundir. Svo sérðu nokkra stóra. Einhverja Labrador, nokkra Collie, einn íslenskan, einn Husky og svo einn Scheffer. Allir þessir hundar eru í ól og til fyrirmyndar í hegðun. Fallegir, hlýðnir og já bara til fyrirmyndar.
En...
Það er einn maður í hópnum sem hefur fengið sér aðeins of mikið í glas og svona hálfslagar um svæðið. Hann rekur sig utan í einn pabbann sem stendur þarna með konunni sinni og syni, strák á þriðja ári, sem sefur vært í kerrunni. Pabbinn svona hálfmissir jafnvægið og stígur fram og lendir , algjörlega óvart, ofan á framfótinn á hundinum sem stendur fyrir framan hann, þægur og stilltur hjá eiganda sínum.
Hvað haldiði að gerist?
Hver eru viðbrögð okkar þegar við finnum svona snögglega fyrir miklum sársauka? Hver hefur lamið með hamri á puttann?
Hver eru viðbrögð hundsins? Alveg sama af hvaða tegund.
Ég hef séð hund bregðast við akkúrat svona. Maður sem missti jafnvægið og steig, alveg óvart, ofan á fótinn á hundinum, elsku Lubba sem var svo góður, venjulega.
Get alveg lofað ykkur því að þið viljið ekki sjá það.
Ef við skoðum svo hvað það er sem er í sömu hæð og haus hundsins. Jú, það eru hnén á okkur. Það er samt ekki það alvarlegasta, heldur eru það andlitin á börnunum sem sitja í kerrunum. Það eru líka andlitið á börnunum sem eru rétt að byrja að fóta sig hjálpalaust í lífinu, þessi óöruggu sem eru að læra að labba á grasi. Það sama á við á malbikinu inn í bæ.
Og þá spyr ég: Erum við virkilega tilbúin til að taka sjensinn?
Hundsar hundabannið á 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.1.2011 | 22:52
Auðvitað er þetta leiðinlegt en...
Staðan er bara svona í dag. En það sem mér líkar við eru viðbrögðin. Í "góðærinu" hefði verið tekið lán til að fjármagna skemmtunina, bara borga seinna, en núna var aftur á móti tekin ábyrgð ákvörðun.
Ef það er ekki til peningur, þá er honum ekki eytt.
Engin brenna á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2011 | 12:22
Af hverju?
Mannskepnan er merkileg. Eitt af því sem við sem heyrum um á hverju ári er að einhverjir slasist við að meðhöndla flugelda.En það eru ekki bara flugeldar og gleraugu sem við heyrum af. Við gerum einfaldlega of lítið af því að nota þann öryggisbúnað sem hægt er að fá við allar mögulegar og ómögulega að aðstæður.
Alltof mörg slys gerast vegna þess að við pössum okkur ekki. Ég flaug sjálf á hausinn í baðkarinu hjá mér af því að sá öryggisbúnaður sem þarf þar var ekki til staðar. Ég hitti einn sem hafði dottið sama dag og ég. Hann fór út að reykja heima hjá sér og flaug á hausinn þar. Af hverju? Jú, hann var ekki búinn að koma því í verk að moka. Hjálmar!!!
Við erum í vandræðum með börnin okkar. Það er svo erfitt að fá þau til að nota hjálma eftir að þau eldast. Sum börn komast upp með það strax í þriðja bekk að sleppa hjálminum og þá er ég komin í leiðindahlutverk sjálf. Vera leiðinlega mamman sem vill að sitt barn noti hjálm eins lengi og mögulegt er, allavega á meðan þau hjóla eitthvað að ráði. Yngsta mín er að æfa íhokkí. Þar þykir sjálfsagður hlutur að nota hjálm á æfingu en svo eru nokkur sem þykir það jafnsjálfsagt að taka hjálminn af um leið og þau eru komin af æfingu.
Af hverju er svona mörgum illa við að nota hlífðargleraugu? Af því að það er ekki "töff" ? Getur verið að það sé ástæðan hjá fullorðnum karlmönnum sem fara með börnunum sínum út að skjóta upp flugeldum? Nei, varla. Ég held að aðalástæðan sé alltaf sú sama: Þetta kemur ekki fyrir mig, allt svona kemur bara fyrir aðra. Kannast einhver við þetta?
En nóg í bili.
Alltaf gallaðir flugeldar inn á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2010 | 13:43
Hvenær er best?
Þetta gera u.þ.b. 375 þús. ísl.
Þegar ég átti mitt fyrsta barn var ég einstæð. Ég var skrifuð inn 30.desember. Ég vildi endilega bíða með að eignast barnið þangað til eftir áramótin. Var ég þá með velferð barnsins í huga. Það myndi allt vera mun auðveldara fyrir það( svona fyrstu árin) sem elsta barn í hópnum, þó það væri ári yngra, heldur en að vera það yngsta og því minnst þroskaðasta.
Það var ekki fyrr en eftir að ég fór að skoða réttindi mín í sambandi við barnabætur og barnabótaauka sem ég hugsaði með mér að fjárhagslega hefði nú aldeilis verið betra að eignast stelpuna mín fyrir ármót. Ég eignaðist hana 6. jan. sem var 6 dagur í barnabótatímabilinu og þurfti því að bíða fram á næsta ársfjórðung með að fá þær. Ég eignaðist hana 6 dag ársins og þurfti því að bíða í 18. mánuði eftir barnabótaaukanum. Ef ég hefði eignast hana 30. des. eins og ég var skrifuð inn hefði ég fengið barnabætur strax frá og með ármótunum og barnabótaaukann 9 mánuðum seinna eða um haustið sama ár. Er ekki frá því að þetta gæti verið svipuð upphæð og verið er að tala um þarna. Ég hefði sko alveg getað notað þessa peninga þarna á fyrstu mánuðum. Hugsa með úffi til þess tíma. En þegar ég var komin með réttinn eftir 18 mánuðina var ég komin í sambúð með núverandi manninum mínum og missti því réttinn sjálfkrafa aftur. En það var í góðu. Margir aðrir þurft meira á því að halda en ég.
Þannig að auðvitað getur það skipt miklu máli fjárhagslega hvenær þú fæðir barnið þitt en mikið er ég fegin í dag að hafa ekki verið búin að skoða þetta áður en ég eignaðist hana. Í dag er hún 15. að verða 16. og okkur finnst alveg frábært að hafa afmæli á þrettándanum.
En þetta minnir mig á að hún fer að fá æfingaleyfi. Þar kemur annað úff.
Reyna að fæða fyrir tímann til að fá evrur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2010 | 17:50
Byrja aftur
Hef ekki bloggað neitt að ráði svo mánuðum skiptir. Koma þar aðallega tvær ástæður til. Fyrst ber að nefna fésbókina. Ég, eins og svo margir aðrir duttu niður í hana. Allt var svo fljótlegt. Þú sást fólkið á skjánum og gast spurt og svarað nánast í beinni. Auðvitað er það ótrúlega sniðugt. Önnur ástæðan er sú að ég skellti mér í skóla aftur eftir 30 ár í burtu.
Það tók virkilega á að byrja aftur og ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en á öðru ári, eða í haust, hvað það var virkilega erfitt fyrir heilabúið að fara aftur í gang. Ég sá fyrir mér gamlan Farmal kubb sem þurfti að snúa í gang. Hikstaði nokkrum sinnum og þurfti svo að fínstilla áður en í gang komst. Drapst jafnvel á honum einu sinni eða tvisvar áður en hann hékk inni. En ég finn breytinguna, finn að þetta er auðveldara með hverri önninni.
Ég byrjaði á því að taka íslensku og stærðfræði. Í raun gekk mér mjög vel í íslenskunni en var þó í vandræðum með að rifja upp allar þessa reglur sem btw þótti sjálfsagt að allir vissu. Flestir höfðu jú verið í 10 bekk árið áður. Stærðfræðina vissi ég að væri best að taka sem fyrst. Mér gekk alltaf illa í stærðfræði í grunnskóla, skildi hana aldrei. Fannst hún því leiðinleg. Hef því upplifað það með börnunum mínum að geta ekki aðstoðað þau við heimanámið.
Það sem gerðist þarna í stæ 193 hjá Kjartani var að það opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég skildi allt í einu algerbu og almenn brot, svona upp að vissu marki. Ég skildi nógu mikið til að geta hjálpað syni mínum, sem var í 6. bekk þá. Honum fannst nú ekki verra að vita að ég væri að læra þetta á sama tíma og ég væri að kenna honum. Og glotti þegar hann sá kvikna á perunni hjá mér.
Þetta með stærðfræðina fékk mig til að hugsa. Hvað ætli það séu margir foreldrar í sömu stöðu og ég var þá? Fela vankunnáttu sína í fórnarlamba/sjálfsvorkunnar/yfirlýsingaglöðu hlutverki. Aumingja við foreldrar sem getum ekki hjálpað börnunum okkar við heimanámið.
Á seinni önninni í fyrra tók ég svo meiri íslensku. Þar þurfti ég heldur betur að taka á. Ljóðagreining!!! Í mínum huga er það algjört torf. Kvíði fyrir því þegar þarf að taka hana aftur. Opnaðist þar annar heimur fyrir mér sem ég hef annað hvort alveg gleymt eða ekkert lært um áður og það er Goðafræðin. Uppgötvaði þar helst hvað nöfn á mörgu í kringum okkur tengist goðafræðinni.
Í haust ákvað ég að skipta um gír. Tók þá ensku og sálfræði. Mikið er ég ánægð með að hafa tekið tvo áfanga í íslenskunni áður. Hefði verið hrikalega erfitt að rifja bæði upp allar reglurnar og læra líka nöfnin á ensku í leiðinni. Gekk fínt í báðum áföngum og fékk fínar einkunnir. Átti þó að sumu leyti auðveldara með enskuna. Fannst svo margt rökrétt þar. Gat horft á setningar fyrir framan mig og vitað af hverju þetta átti að vera svona en ekki hinseigin. Vissi kannski ekkert alltaf af hverju en þetta dugði til.
Í sálfræðinni uppgötvaði ég af hverju það skiptir svona miklu máli að vistunartakkinn virki. Eins og þeir sem hafa tekið sal 103 vita þá gengur þá áfangi út á að þekkja stefnurnar og mennina á bak við þær, tilraunirnar og niðurstöðurnar. Ég kannaðist við flest nöfnin, flestar stefnurnar, flestar tilraunirnar og jafnvel flestar niðurstöðurnar líka en að raða því saman... ja við getum orðað það svoleiðis að þá fór að vandast verkið. Vistunartakkinn minn(save) er eitthvað að klikka. Ég skellti mér á námstækninámskeið sem skólinn bauð upp á. Þar lærði ég frábærar aðferðir sem virkilega hjálpuðu mér. Eins og bara það að hafa með sér rissblað í próf. Það reddaði alveg einu enskuprófinu hjá mér. Þar átti ég að vita muninn á orðunum: Rise, raise og arise. Bara það að skrifa niður orðin á blað virkaði til að ég vissi muninn.
Nú eftir áramót tek ég aftur stærðfræði og svo einhverja af sálfræði, uppeldisfræði eða félagsfræði. Sé til hvenær að deginum fögin eru í boði. Vil vera komin heim um hádegi.
Læt þetta duga í bili. Finn að það er góð æfing að setjast niður og leggja heldurnar á lyklaborðið.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- Apríl 2013
- Ágúst 2012
- Apríl 2012
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Tenglar
Herbalife
Vinnan mín og aðal áhugamálið.
Áhugaverð skrif.
Bloggarar sem ég vil eiga greiðan aðgang að.
Frændgarður
Familien bloggar
Lífið og tilveran
Local
- Bærinn
- Dagskráin
- N4 og Extra
- Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri
- http://nordurland.is
- http://akureyri.net
- N4 Norðlenskar fréttir
Matur
- http://matseld.is Jens og maturinn
Persónuleg uppbygging
Vítamín fyrir heilann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Um bloggið
ollana
Bloggvinir
- alberta
- amsa
- anitabjork
- annambragadottir
- arniarna
- atvinnulaus
- dagny65
- baldher
- bestalitla
- binnag
- daggardropinn
- drum
- duna54
- egillsv
- godinn
- gunnurr
- frost
- heidathord
- himmalingur
- hk
- ingabaldurs
- jakobk
- jeg
- jodua
- jokapje
- jonaa
- juljul
- kafteinninn
- krummasnill
- landsveit
- lauola
- ljosmyndarinn
- maggatrausta
- magnolie
- neytendatalsmadur
- mammann
- osland
- rannug
- ringarinn
- roslin
- sifjan
- 58
- snjokall
- strumpurinn
- tara
- topplistinn
- ziggi
- zeriaph
- vala
- vogin
- jona-maria
- kolbrunj
- gattin
- gledibankinn
- robertb
- bjarnijonsson
- ernadua
- curvychic
- gillimann
- minos
- hordurj
- naflaskodun
- joklamus
- vallyskulad