Leita í fréttum mbl.is

Heilræði SAFT

Eins og flestir sem hafa lesið bloggið mitt vita þá reyni ég alltaf að vera þokkalega kurteis og í flestum tilfellum náð að telja upp á tíu áður en ég læt gamminn geysa hér. Ef ég er að skrifa færslu sem ég hef grun um að ég fái dónalegar eða grófar  athugasemdir við, þá tek ég það fram að ég eyði hiklaust athugasemdum  sem ég kann ekki við. Í raun hef ég verið mjög heppin með að hafa ekki þurft að eyða út nema minnir mig tvisvar. Og í annað skiptið var það athugasemd sem var á engan hátt hægt að skilja sem athugasemd við sjálft umræðuefnið.

Núna síðustu daga hef ég verið svolítið upptekin af því hvernig við, fullorðna fólkið, hvernig fyrirmyndir við erum á netinu almennt en kannski sérstaklega hér á blogginu og á fésinu, þar  sem ég er mest. Auðvitað eru langflestir bara allt í góðu, almenninlegir og allt það. En inn á milli eru netdónar, bloggbullur eða hvaða nafni  nú best er að kalla þessa aðila. Ég þarf svo sem ekkert að útskýra það betur, þið vitið hvað ég meina.

Ástæðan fyrir því að ég er svolítið upptekin af þessu akkúrat núna er að ég var á kynningarfundi  hjá Akureyrarbæ fyrir foreldra barna í 8.- 10. bekk. þar var verið að kynna nýtt efni í forvarnarfræðsu.

Þetta var aldeilis frábær kynning. Hún var svo góð að ég var eiginlega í sjokki í smástund yfir því að hafa verið að fæða börn inn í þennan heim.

Eitt af atriðunum sem tekið var fyrir er Tölvu og farsímanotkun barna.

Hafið þið heyrt um Netorðin fimm?

Það eru ansi margir hér inni sem mættu lesa og nýta sér þessi orð. Því hvernig í ósköpunum getum við ætlast til þess að börnin okkar hegði sér vel ef við látum vaða svona í netheimum?

 Ég sá ekkert um að þessi netorð væru einkaeign eða einhver með einkarétt á þeim. Vona að ég megi setja þetta hér inn.

 

1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
Allt sem við gerum og segjum er endurspeglun á því hvernig við hugsum og hvað við sjáum í kring um okkur. Þó aðrir þekki okkur ekki vitum við alltaf sjálf hver við erum. Stundum veljum við að koma fram á Netinu undir dulnefni eða nafnlaust. Það getur stundum verið nauðsynlegt og stundum skemmtilegt, en við getum ekki verið nafnlaus eða undir dulnefni gagnvart okkur sjálfum. Þess vegna viljum við vera sátt við allt sem við gerum og geta litið í eigin barm án þess að líða illa.

 2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
Það er auðvelt að nota Netið til að særa annað fólk. Ljót skrif eða myndbirtingar af öðrum eru ofbeldi gagnvart öðrum og geta valdið mikilli vanlíðan. Þær valda vanlíðan hjá þeim sem verður fyrir því og þær valda líka vanlíðan hjá þeim sem setur slíkt á Netið. Mörgum líður illa og eru með samviskubit vegna þess að þeir hafa sært aðra. Þegar við setjum ljótt efni á Netið um einhvern annan er það opið fyrir alla og það er aldrei hægt að taka það aftur. Hugsum okkur því vel um áður en við segjum eitthvað eða setjum efni á Netið sem getur sært eða meitt aðra manneskju. Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.


3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
Það er nauðsynlegt að vita alltaf hvað maður er að gera þegar maður tekur þátt í einhverju á Netinu. Það getur verið hættulegt að vera í samskiptum við fólk sem maður þekkir ekki nema í gegn um Netið. Förum varlega þegar við gefum persónulegar upplýsingar um okkur á Netinu. Það getur valdið miklum vandræðum að setja upplýsingar um sig á Netið ef maður veit ekki hver fær upplýsingarnar. Margir hafa fengið vírus sem skemmt hefur tölvuna eða eru í miklum vandræðum með ruslpóst vegna þess að þeir hafa skráð sig inn á vefsíður sem þeir þekkja ekki og vita ekki hverjir halda úti.
Það er líka nauðsynlegt að athuga vel hvort hægt er að treysta upplýsingum sem fengnar eru af Netinu. Athugum hvaðan upplýsingarnar eru og hvort þær eru réttar áður en við notum þær.


4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
Það er ekkert einkalíf til á Netinu. Allt sem sett er þar inn er opið fyrir alla, alltaf. Ef við viljum ekki að allir sjái hvað við erum að segja eða gera skulum við ekki setja það á Netið. Hver sem er getur skoðað bloggsíður
og annað sem við setjum á Netið og auðvelt er að finna vefsíður. Hver sem
er getur líka náð í það efni sem við setjum á Netið og vistað það hjá sér.
Þess vegna þurfum við að hugsa okkur vel um áður en við setjum upplýsingar um okkur eða myndir af okkur eða öðrum á Netið. Þó við tökum þær út af vefsíðunum okkar getur hver sem er náð í þær meðan þær eru inni.


5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
Við berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Það á við um Netið eins og allt annað. Þess vegna þurfum við að geta svarað fyrir allt sem við setjum þar inn. Hægt er að rekja tölvupóst og allar færslur sem settar eru inn á Netsíður. Það er ekki notaleg tilhugsun að þurfa að standa frammi fyrir foreldrum, skólastjórnendum, vinnuveitanda eða jafnvel lögreglunni og þurfa að svara fyrir eitthvað sem við hefðum ekki átt að setja á Netið. Munum líka að lögin í landinu gilda líka um það sem fólk gerir á Netinu.

 

Þið sem hafið áhuga á að fræðast meira þá er vefsíðan hjá þeim: www.SAFT.is

 

 

 

Svo mörg voru þau orð.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þessar ráðleggingar eiga mjög vel við bæði í netheimum og kjötheimum

Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 06:36

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þarfar ráðleggingar, sem mættu ná augum sem flestra sem nota netið.

Guðrún Þorleifs, 20.2.2009 kl. 09:41

3 Smámynd: Renata

Takk fyrir það Anna, þetta er alltaf janfgott að rífja upp svona punkta.

Góða helgi mín kæra

Renata, 20.2.2009 kl. 10:13

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín þetta á fólk að vita og fara eftir.
Vonandi verður ekkert um svona meir.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 201286

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband