Leita í fréttum mbl.is

Eiginlega allt annað!

Tvær sögur af börninum.

Gaurinn minn hefur eins og fleiri börn verið að fylgjast með landsmálunum. Hann var að biðja um eitthvað um daginn og ég neitaði. Þá kom: Nú, er kreppan ekki búin? Er ekki Davíð Oddsson farinn? Nei, sagði  ég , hann vill ekki fara. Nú, getur ekki forsetinn rekið hann?

 Valkirjan mín kom svo heim í gær með þær fréttir að frænka vinkonu hennar væri svo veik að hún væri eiginlega bara að deyja. Eins og þið sem lesið bloggið mitt vitið, þá eru samskiptin á milli barnana og foreldrana það mikil að trúlega myndi ég vita ef þetta væri tilfellið. Ákvað nú samt að spyrja meira. Veistu hvað er að henni? Jú, það var eiginlega sko allt annað en krabbamein.

Jahá, það er naumast. Sagði henni að við skyldum ræða það betur á morgun. Hún fór svo í heimsókn til vinkonunnar og á meðan hringdi  ég í móðurina. Úbbs, hún hefur sem sagt heyrt mig segja þetta við mömmuna.

Hafiði einhverntímann heyrt einhvern segja: Ég er að drepast í maganum, ég er að drepast í hausnum.

Það sem hún heyrði mömmu frænkunnar ekki segja frá voru fylgikvillar flensunnar sem frænkan hefði fengið, sem margir kannast við en þessi stelpa hafði fengið höfuðverk, beinverki, magaverki og ýmislegt fleira.

Heldur heyrir hún mömmu sína bara segja: Æi, hún er að drepast greyjið.

Það sem átti að koma út sem meðaumkun eða vorkunnsemi kom út sem dauðadómur. Auðvitað meinti hún þetta bara sem áhersluorð.

Annars komst ég að því um daginn að börnin okkar hafa lært meira úr Spaugstofunni en úr fréttunum. Ýmislegt sem þau láta vaða núna. Mér finnst Spaugstofan frábær en kemur kannski í ljós núna að ekki allt er barnvænt þar frekar en annarstaðar.

 

Hafið það gott í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er víst vissara að tala varlega
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: JEG

OMG þessi blessuð börn.  Já maður þarf að stór passa sig á þvi hvað maður segir og hvernig maður talar.  Mín litla sem ekki er orðin 2ja er sko alveg rosalega með að grípa og kasta fram því sem verið er að ræða.   Nú og Jónas OMG hann er sko skæður gaurinn. 

En það er bara málið "aðgát skal höfð í nærveru sálar"

Knús á þig mín kæra. 

JEG, 10.2.2009 kl. 12:59

3 identicon

Ótrúlegt hvað börn taka upp í kringum sig - og ég er alveg sammála þér með spaugstofuna.  Sem betur fer eru mín svo lítil að þau horfa enn sem komið er ekki á neitt annað en teiknimyndir, sem þó geta verið svolítið ógnvekjandi!

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Auður Proppé

 Ég varð nú að hlæja, en það rétt að tala varlega þegar börnin hlusta.

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 13:32

5 Smámynd: Renata

Ég verð nú að brosa líka aðeins, það er ýmislegt sem börn misstúlkar. En oftast hjá mínum orðið "kannski" hljómar "já" í þeirra eyrum

Renata, 10.2.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Þau eru frábær, á mínu heimili er kannski túlkað sem nei sagt blíðlega.....En ein lítil sem ég þekki (orðin unglingur í dag) var hrædd við mömmu vinkonu sinnar í nokkur ár af því að hún heyrði að mamman væri "alveg geðveik" meint sem hrós en svona mistúlkað.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:10

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þau geta sko mistúlkað þessi blessuðu börn,eins gott að tala varlega í þeirra návist

Anna Margrét Bragadóttir, 11.2.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Anna Guðný

Já, nú er eins gott að passa sig. Við valkirjan vorum að ræða þetta aftur í kvöld. Þá fór hún nefnnlega að segja mér að vinkonan hefði verið að plata. Fræankan væri ekkert að deyja. En þetta er allt komið á hreint núna.

Anna Guðný , 11.2.2009 kl. 00:32

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.2.2009 kl. 07:41

10 Smámynd: Helga skjol

Hahahaha börn eru svo dásamleg og geta sum hver tekið öllu svo bókstaflega.

Eigðu ljúfan dag mín kæra

Helga skjol, 11.2.2009 kl. 08:37

11 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Bara að láta vita af mér. Er á lífi hehe.

Sigríður B Svavarsdóttir, 11.2.2009 kl. 11:19

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 13.2.2009 kl. 21:26

13 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. En haaa.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 14.2.2009 kl. 00:55

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 201287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband