Leita í fréttum mbl.is

Síðasti dagur jóla og fyrsti í afmæli.

Þessi tvö tímamót ná saman hér. Frumburðurinn á nefninlega afmæli i dag. Og vá, hún er orðin 14.

PC190123

Til hamingju með daginn. Wizard Hér er skvísan á jólaballi í skólanum um daginn.

Von er á um 40 manns í mat seinni partinn í dag. Búin að þýða mörg kíló af nautakjöti og fiski. Hefð er komin á þessa veislu hjá okkur. Málið er að þegar við giftum okkur fyrir sex árum síðan , þá var brúðkaupið haldin í Ólafsvík. Það voru svo fáir héðan að norðan sem mættu þannig að ákveðið var að bjóða hér heima líka í mat eins og við vorum með þar. Og slá þá saman afmælinu hjá unglingnum. Fyrir þrem árum breytti ég aðeins til að útbjó fiskrétt líka. Það vakti þvílíka lukku og hefur verið síðan. Annars er þetta eins einföld og fljótleg eldamennska og hægt er. Blandað saman og sett í pott (svona nánast Wink) og sama meðlæti með báðum réttum. En gott er það. Annnars nota ég venjulega alltaf þorsk en á hann ekki til svo ýsan verður að duga. Ég finn muninn en flestir aðrir ekki.

Annars gekk þokkalega vel að koma börnum á fætur í morgun fyrsta skóladag eftir frí. Unglingurinn var vöknuð og komin á ról um sexleytið, fór samt seint að sofa. Smá afmælisspenna í gangi. Valkirjan var sofnuð á frábærum tíma í gærkveldi en byrjuð að brasa hér kl. 2 í nótt og sagðist vera búin að sofa út. Náði þó að sofna aftur í morgunsárið. Það var eftir að við tvær vorum búnar að skipta um rúm nokkrum sinnum og Kisa skildi ekkert í því hvað við vorum eiginlega að brasa. Hún vildi nefninlega endilega knúsa mömmu, (sko valkirjan ekki  Kisa,) en hún er svo heitfeng að það er ekki nokkur leið að sofa með hana í fanginum. Gaurinn fékk að horfa á uppáhaldsþáttinn sinn fyrir svefni í gær,Extreme make over Home edition. Pabbi horfði með honum í þetta skiptið. Hann er með hlutverk á morgnana, fylgir einni nágranna stelpu sem er í fyrsta bekk í skólann. Hann er ekkert smá stoltur af þessu verkefni. Finnst skemmtilegra að vera samferða einhverjum og ekki verra að bera ábyrgð.

Eigiði góðan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með stelpuna Anna mín það gekk svona svipað hér að koma dömum á fætur, sú eldri sagðist ekkert hafa sofið í nótt og bölvaði þeim sem ákvað skólatímann, fannst það hryðjuverk að láta skólann byrja svona snemma á morgnana!

Gangi þér vel með veislu

Huld S. Ringsted, 6.1.2009 kl. 09:20

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilegt ár og til hamingju með daginn!!!

Guðrún Þorleifs, 6.1.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Gleðilegt ár og til hamingju með stelpuna, tíminn líður alveg ótrúlega hratt. Það var nú bara gott að koma öllum af stað í rútínuna í morgun, ég henti mínum reyndar út fyrir kl. 8 í gær og sendi þá í skólann......það er nú gott að eiga mömmu sem er kennari.....ég átti að vita betur en var bara svolítið utan við mig....

Verði ykkur að góðu í veislunni í kvöld.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 11:04

4 identicon

Anna mín til hamingju með frumburðinn glæsileg stelpa og ferming í vor og þið kæru hjón til hamingju með daginnNjótið ás... nei njótið dagsins. kv Bögga

Bögga (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: JEG

Til hamingju með skvísuna.  OG þið sömuleiðis elskan. 

Hér gékk allt eins og í sögu fyrsta daginn ..... vildi sko að allir morgnar væru svona næs.  Knús og kveðja úr sveitinni. 

JEG, 6.1.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með dömuna 14 ára hún er bara orðin fullorðin.
Flott ábyrgð sem hann litli hefur.
Knús til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Helga skjol

Innilega til hamingju með þessa fallegu dömu

Knús á línuna

Helga skjol, 6.1.2009 kl. 22:41

8 Smámynd: Anna Guðný

Góðan dag kæru, ég ætlaði að segja gestir en þar sem þið eruð bara konur, þá segi ég kæru konur. Takk fyrir kveðjurnarbæði með brúðkaupsafmælið sem var á annan í jólum og svo afmæli unglingsins. Það var gaman að kíkja hér inn í gær og sjá nýja athugasemd í hvert skipti. Henni fannst það líka. Veislan gekk fínt og allir fóru held ég ánægðir heim.

Dísa: Var að hugsa um að spyrja son minn hvort sagan með mánudaginn hefði nokkuð verið s-gð í tíma í gær , en hætti við.

Milla: Sammála þessu méð ábyrgðina.

Dóra: Ég slapp, stóða aðallega yfir pottum. En mikið var fólk ánægt með fiskiréttinn.Hann vakti mikla lukku.

Jóna: Við krossum bara fingur og vonum það besta.

Díana: Segðu okkur sögu eftir eina viku. Var það litla skottan sem vakti alla? Varstu annar búin að nefna hana eitthvað?

Hafið það gott í dag stepur mínarþ

Anna Guðný , 7.1.2009 kl. 08:12

9 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Til hamingju þó seint sé Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 8.1.2009 kl. 00:29

10 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Til hamingju líka þó seint sé

Hulda Margrét Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 07:34

11 identicon

Nei sko lillan sefur best af öllum hérna. Svo ekki var þetta henni að kenna/þakka

Já og frökenin heitir Dögun Líf.

Díana (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 02:14

12 identicon

Vá hvað tíminn líður hjá öðrum líka hehe til hamingju með dóttirina, minn gaur er að verða 16 ára og Valný 15 í vor, já vá þetta líður hratt.
Vonandi átturðu góða máltíð ( ég veit hún var það, hjá þér ó já trúi ekki öðru)
heyrumst

Alma Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:50

13 Smámynd: egvania

egvania, 11.1.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 201347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband