Leita í fréttum mbl.is

Safnadagurinn

Eftir þessa menningarreisu okkar í gær ákvað ég að taka þetta með trompi og kíka á safn í dag, svona í tilefni dagsins. Börnunum fannst það hljóma spennandi að sjá hvernig smjör og skyr yrði til þannig að við keyrðum út í Laufás. Ég hef aldrei komið þangað og hitt á vinnudag hjá þeim. Og þvílíkt flott.

P7130002

Lummubakstur. Sjáiði bara reykinn. Ég er að reyna að sjá fyrir mér afa minn asmaveikan í torfbænum í gamla daga með allann þennan reyk og svo auðvitað moldarrykið frá gólfinu og veggjunum.

P7130005

Boðið upp á rjóma út í skyrið.

P7130010

Börnin í búinu sínu.

Á leið heim keyrðum við fram hjá Safnasafninu á Svalbarðsströnd og ég hef aldrei séð annan eins fjölda þar. Þannig að eftir mætingu á þessi tvö söfn að dæma , þá hefur þetta verið góður hjá söfnum í dag. 

Var með þau tvö yngri með mér og fannst þeim alveg meiriháttar gaman.Hef alls ekki verið nógu dugleg að fara í svona dagsferðir. Alveg dæmigerður íslendingur, búin að fara með fjölskylduna til Kanarí á árinu en á allt nágrennið eftir.

Eigiði ljúfa vinnuviku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Helvíti sniðugt svona. Gaman að þessu. Já ekki fer ég neitt svona. Knús og klemm á þig essgan mín.

JEG, 13.7.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Anna Guðný

Þetta endar með því að ég komi til þín.

Anna Guðný , 13.7.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: JEG

Úbsí ég er farin að taka til hihihi....

JEG, 13.7.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Anna Guðný

Kem nú kannski ekki á morgun en er að renna þarna framhjá býst ég við á föstudag með hela familien Spurning hvort þú eigir á könnunni og maður rétti aðeins úr sér.

Anna Guðný , 13.7.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Frábært að skreppa svona.

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 14.7.2008 kl. 00:27

6 identicon

Eg missti alveg af þessu????

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 02:25

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þú ert ekkert smá dugleg að drífa þig í svona ferðir og gaman að sjá myndirnar frá þeim

Eigðu góðan dag mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 14.7.2008 kl. 07:58

8 Smámynd: Sylvía

hefði verið gaman að sjá þetta

Sylvía , 14.7.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 201321

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband