Leita í fréttum mbl.is

Ég hlakka til!

Haldiði að það væri nú gaman að prófa þetta? Það ætla ég að gera þegar ég verð ógisslega rík. Það held ég nú. Annars hefur mér sýnst, allavega í sumum þyrlum vera svo stórir gluggar. Og ég sem er svo lofthrædd. Annars hef ég einu sinni farið í þyrlu. Ekki í svona rúsínu heldur alvöru 30 manna eða svo.  Það var í innanlandsflugi á Grænlandi. Frá Kulusuk og til Julianahab og svo aftur til baka eftir tvær vikur Það var ótrúlega tillfinningin þegar hún fór á loft. Fyrst hallaði maður fram og svo var eins og höfuðið færi á undan afgangnum á líkamanum. Skemmtileg upplifun.

 

 Travel_agents_on_a_post_tour

Leitaði helling inn á grænlenskri heimasíðu og fann enga alvöru þyrlu en þetta er svona unglings útgáfa.

Þessi fyrir neðan er aftur á móti rúsínan í Baulu.

Mynd_0401975

En þið pylsuáhugamenn með þyrlupróf getið tekið gleði ykkar því að pylsuvagninn við Sundlaugina á Akureyri hyggst bjóða upp á Akureyska pylsu nú um helgina. Venjulega setjum við kokkteilssósuna í sem er auka fyrir ykkur hin en nú bætum við um betur og  boðið verður upp á eina með rauðkáli líka. Þannig að ef þig langar í pylsu og ert annað hvort með þyrlupróf sjálfur eða átt vin með slíkt próf, þá er bara að skella sér norður. Taka sundsprett í lauginni, pylsa sig upp með einni með öllu og það þýðir rauðkál. Það var ekki tekið fram í auglýsingunni hvort mætti leggja þyrlum á planinu. Spurning hvort þurfi að tala við flugumferðareftirlitið en bara nóg að tala við sundlaugarvörðinn. Ef einhver hefur áhuga á þessu skal ég athuga málið.

Hafið það gott

 


mbl.is Þyrlan nýtt í pylsukaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Pant líka prófa með þér.

Knús og klemm.

JEG, 10.7.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Anna Guðný

Þegar ég verð ógisslega rík og get þetta, þá bíð ég þér með, ekki málið.

Anna Guðný , 10.7.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Helga skjol

Hahahaha það sem þér dettur í hug kona en pant líka prófa með þér, getum gert það að blogghitting hehe, annars skirfandi um blogghitting, hvað seigjir þú eigum við að stefna að því fljótlega.

Knús á þig og þína

Helga skjol, 11.7.2008 kl. 08:05

4 identicon

Eg segi það líka vildi fara í þyrlu ,sama um pylsurnar. Svo ætla eg að gleðjast með þer þegar þú verður ógeðslega rík   Hvernig var þetta annars með Allsången på  Skansen?  

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:47

5 Smámynd: Anna Guðný

Unnur: Förum á þyrlu til Stockholm á næsta ári Á Allsången.Takk fyrir að gleðjast með mér.

Helga. Það er svo stór  hluti af bloggskrifum á neikvæðan hátt og allt í fína með það en ég ákvað að reyna að miða mig við meira jákvætt og ekki verra ef ég fæ fólk til að brosa. Mér líður bara einfaldlega betur með því.

Og stelpur þið eruð allar velkomnar í þyrluna, því þegar  ég verð svona rík þá hef ég alveg efni á svona stórri. Verð samt að finna mynd.

Anna Guðný , 11.7.2008 kl. 10:08

6 identicon

Ég prófaði eina svona með öllu og rauðkáli, tær snilld!! Það var talað um þetta sem gamlan sið á Akureyri en maður hefur hvergi fengið þetta þar svo ég viti fyrr en nú. Húrra fyrir Sundlaugarmönnum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Anna Guðný

Glæsilegt Guðmundur. En nú er ég 45. ára, að vísu úr sveitinni en fór að vinna ca. 15.ára í sjoppum á Akureyri og man ekki eftir því þar (var hjá Esso) en það var víst mest áður. Samt er eins og mig minni að einhver ein sjoppa hafi haldið þessum sið lengur. Gæti hafa verið Borgarsalan, sem í dag er Hlöllabátar.

En vel á minnst, varstu nokkuð á þyrlu?

Anna Guðný , 17.7.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 201320

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband