Leita í fréttum mbl.is

Trukkabílstjórar, lögreglan og við hin!

Ég  eins og flestir aðrir landsmenn er búin að vera að fylgjast með fréttum síðustu daga og auðvitað finnst mér þetta ástand alveg hræðilegt. En það sem hefur stungið mig mest eru allar þessar nærmyndir af bæði lögreglumönnum og bílstjórum og fylgjendum þeirra. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér afleiðingum þessarra myndbirtinga. Og mín niðurstaða er þessi: Íslenska þjóðin er einfaldlega of fámenn til standa í svona málum. Hvað ætli margir aðilar á Olís planinu hafi séð einhvern sem þeir þekkja í hinu liðinu? Hvað ætli margir hafi séð t.d. foreldri barns í bekknum hjá barninu sínu ,eða manninn í hinum stigaganginum í blokkinni, eða í sama stigagangi. Gætu konurnar þeirra verið að vinna saman? Eru þeir í sama Lionsklúbbnum eða hestamannafélaginu? Og svo hlusta börnin á reiða foreldra nýða hitt liðið. Og hvað gera börnin? Auðvitað fara þau með þetta í skólann. Ég hef aldrei verið hrifin af Birni Bjarnasyni og skoðunum hans en það getur ekki verið skemmtileg lífsreynsla að vera í sporum barna hans og barnabarna. Hverskonar fyrirmyndir erum við eiginlega? Finnst okkur bara allt i lagi að hlýða ekki lögreglunni, af því að okkur finnst það óréttlátt?

Berum við enga ábyrgð á okkar gjörðum? Getum við bara kennt lögreglunni og stjórnvöldum um það að við séum að grýta lögreglumenn í starfi? Mér er sama hvort það er grjót eða egg.

Ég þekki hjón sem fóru með son sinn 11 ára í gær til að fylgjast með þegar átti að afhenda bílana.

Syninum fannst mjög merkilegt að fara með foreldrum sínum á staðinn en svo þegar þangað kom fannst honum ekkert varið í þetta vegna þess að það voru engin slagsmál eða neitt fjör.

Það fylgdi sögunni að móðirin gat ekki tekið þátt í meiri mótmæum í bili, því að hún væri með fyrri mótmæklum orðið svo tæp í að vera handtekin.

Hugsiði ykkur bara hvað hvað skildi þessi strákur vera búinn að hlusta á síðustu daga og viku? Heima hjá sér?

Þið getið bara rétt ímyndað ykkur það.

Ég las comment frá einni konu áðan sem vissi ekki með hvorum aðilanum hún ætti að standa, lögreglunni eða bílstjórum. Bíddu nú við lögreglan hvað??? Lögreglan er bara að vinna vinnuna sína eins vel og þeir geta.

Og svo er annað þar. Það eru svo ofboðslegar kröfur gerðar til lögreglumanna.

Nú er ég ekki bara að tala um þessi mál heldur almennt. Lögreglumenn eiga að láta bjóða sér allt. Það eru engin takmörk fyrir því hvað má valta yfir þá. Þeir eiga alltaf að hafa stjórn á sér. En það sem gleymist er að lögreglumenn eru líka bara  menn eins og við hin  og þeir eru ekki vélmenni. Þeir geta misst sig eins og aðrir. Sem betur fer gerist það ekki oft.

Jæja, ætli þetta sé ekki gott í bil.

Vil bara taka það fram að það má alveg hafa aðra skoðun en ég en ég áskil mér þann rétt að fjarlæga það sem ekki er sett fram að kurteisi.

Annars, hafiði það bara gott í dag sem og aðra daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lindan

Blessuð.

 Takk fyrir afmæliskaffið í gær og enn og aftur til hamingju með daginn (í gær).

Ég er svo sammála þér.  Lögreglan er ekki í neinu stríði við bílstjórana, þeir eru bara að halda uppi lögum og reglum í landinu.   Las ferlega fyndna hugmyn á einhverju bloggi í morgun.  Hugmyndin var að allir bílstjórar (á einkabílum) ættu að hægja á sér niður í 30 ef þeir væru með trukk á eftir sér bara svona til að sýna trukkabílstjórnunum samstöðu.... hehehehe.....

Lindan, 25.4.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Renata

Get ekki verið þér meira sammála

Renata, 25.4.2008 kl. 13:04

3 identicon

Já ég gæti ekki verið meira sammála. Hvað erum við að ala börnin okkar upp í? Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að börnum er ekki holt að heyra allt sem fullorðnafólkið er að spá og tala um. Eins finnst mér til skammar þetta fólk sem hefur verið að hringja í Björn Bjarnason þvílíkt heimskulegt.

Með lögum skal land byggja. Punktur og basta! Kveðja úr Bjarmalandi

Ragga (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir commentin öll.

Linda: Verði þér að góðu og sjáumst á mánudag.. Þetta með hugmyndina, heyrði að einhver hefði prófað og fengið fingur upp!!

Renata og Ragga:

jaherna: Mikið rétt, við erum auðvitað öll í sama liðinu. Ég skil svo sem bílstjóra ekkert frekar en okkur hin. Það er dýrt fyrir okkur öll að kaupa eldsneyti. Og dýrara fyrir mig en marga aðra því við erum með dísel.

Er líka búin að lesa margar tilvitnanir í lögið um hvíldartímann og er sammála þér þar. Bara fyrirsláttur. Og ég , búsett á Akureyri og keyri oft til Reykjavíkur. Sko ég er bara ekki tilbúin til að mæta syfjuðum flutningabílstjóra á brjálaðri keyrslu með símann á eyranum. Þess vegna vil ég að þeir hvíli sig eins og annað fólk. Amen

Anna Guðný , 26.4.2008 kl. 22:26

5 Smámynd: Jóna María Þorgeirsdóttir

Ég er ekki alveg sammála þér, mér fannst löggan vera að taka þessu of harkalega þarna á miðvikudaginn. Það náttúrulega tryllti alla sem voru þarna þegar að vörubílstjóra var meinað að fara uppí bílinn sinn til að fjarlægja hann, og þegar hún hringdi í Sturlu til að segja honum að þeir væru að fjarlægja bílinn hans og meinuðu honum að koma að ná í hann þó hann var löglega lagður. Auðvita mætti hann og þá voru þeir búnir að brjóta rúðu, brjóta stýrislásinn, beygla hann að framan og eyðileggja stýrislásinn. Fannst þetta allt einum of gróft.

Líka þetta með hvíldartímann finnst nú að það ætti að gera fleiri svona hvíldarplön fyrir þá útá vegunum útaf segum svo að vörubílstjóri byrji að vinna hérna í bænum og tengja trukkinn og allt sem fylgir því klukkan 8 svo leggur hann á stað um 9 hálf 10 og er kannski rétt ókominn að brú, á kannski svona 15 kílómetra eftir og nei þá er klukkan orðin hálf 12 og hann þarf að stoppa í 45 mínútur, en hefur engan stað til að stoppa á nema hjá brú og keyrir þangað og er kannski bara heavy sektaður. Mér finnst að það ætti að endurskoða þessi lög útaf það er líka inní íslenskri laga gerð hvað þeir eiga að gera þegar þeir fara yfir fyrstu landamærin og önnur landamærin og þriðju og svo framvegis. Finnst líka þá að þeir ættu að vera með eðlilegan hvíldar tíma eins og venjulegt fólk bara 5 mínútur á klukkutímann.

Og líka þetta með Björn Bjarnarson einhverneigin hefur allt tengt honum farið framhjá mér í fréttum og því. En finnst full langt gengið að vera að senda honum og tölvupóst sem stendur í bara: gerðu okkur öllum greiða og skjóttu þig. Finnst það einum og hjá sumu fólki.

En núna eru flestir hérna fyrir sunnan allavega komnir með uppí kok af þessu og almenningur bara orðinn trylltur.

Jóna María Þorgeirsdóttir, 27.4.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Lindan

Langar aðeins að bæta við.  Við vitum auðvitað ekki nákvæmlega hvað fór á milli Sturlu og lögreglunnar.  Sturla hefur sagt sína hlið á málinu og mér hefur nú stundum fundist hann beygja sannleikann aðeins of mikið eftir sinni hentugsemi.  En ég var ekki á staðnum og get svo sem ekki dæmt um það hver hefur rétt fyrir sér.  Mér finnst bara að fólk eigi að hlýða lögreglunni þegar hún skipar manni.  Það skiptir engu hvort að bílnum var löglega lagt eða ekki því það þurfti að fjarlægja ALLA bílana til að leysa upp múginn.

Svo er annað mál að bílstjórar sem eru tæpir á að ná í Brú á tilsettum tíma eiga auðvitað að stoppa í Borgarnesi eða Hreðavatnsskála.  Þeir verða ekki að keyra í 4 tíma og stoppa.   Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru lengi á milli staða og verða að haga stoppum eftir því á meðan er verið að fjalla um undan þáguna í Brussel.    Þessu verður ekki breytt hér á Alþingi eins og Sturla virðist halda.  Það er búið að sækja um undan þágu og hún er til umfjöllunar.  Liðið í Brussel er ekkert að spá í hvort að Sturla er í fýlu á meðan. 

Svo er ein spurning.... Ætla bílstjórarnir að borga fyrir aukna löggæslu vegna mótmælanna?  Nei ætli sá kostnaður lendi ekki á okkur sem borgum alla okkar skatta og fáum ekki vsk endurgreiddann af olíunni.

Lindan, 27.4.2008 kl. 16:07

7 Smámynd: Anna Guðný

Sko, bara hasar. Linda, bara svo þú vitir af því þá er Jona María frænka mín og hún stendur auðvitað með sínu fólki. Flott hjá þér Jóna María, eina skyldmennið sem þorir að tjá sig.

Viltu samt  gera mér einn greiða, viltu lesa þessi lög um hvíldartíma og allt það og koma svo og tjá þig. Please. Það eru allskonar undanþágur þarna sem þeir geta nýtt sér. Svo, þó svo að þú sért ekki búin að keyra hér  Ak-Rek í eins mörg ár og ég , þá ertu samt trúlega búin að keyra jafnoft og ég síðustu ár. Rifjaðu svo upp fyrir mig hvernig margir af flutningabílunum koma á móti þér. Við hvaða aðstæður og á hvaða hraða. Hvað værir þú til í að leyfa þeim að keyra lengi án hvíldar? Og þá meina ég hvað mörgum mínútum?

Væri gaman að vita.

En af hverju voru svona fáir með honum í göngunni í dag?Það væri líka fróðlegt að vita skýringuna á því. Voru allir bara í messu eða hvað?

Anna Guðný , 27.4.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband