Leita í fréttum mbl.is

Hvað getum við sjálf gert?

Ég er aðeins byrjuð að tala um þetta við börnin mín. Hef helst sagt þeim hvað við getum gert hérna heima.

Borða hollt, hreyfa sig og hvílast vel. Þetta með að hvílast er erfiðast fyrir börnin á þessum tíma árs. Ef þau fengu að ráða væru þau úti langt fram á kvöld. En það gengur auðvitað ekki ef á að vakna hress í skóla.

 Byggja upp ónæmiskerfið eins vel og hægt er. Vera eins vel undirbúinn og maður kann. Þá er meiri von á að maður fái þetta vægara eða sleppi. Borða  venjulegan mat. Lítið brasað kjöt, lítið brasaðan fisk.

Vera meðvitaður um hvað hvað maður er að  borða og taka bætiefni þar sem við á. Ég t.d. veit það að við erum ekki að fá nóg af omega 3 úr mat og verðum þar að leiðandi að taka það inn í töfluformi.

 

Hvernig væri nú að landlæknir gæfi út leiðbeiningar fyrir fólk? Bara svona venjulegt fólk eins og mig og þig?

Svarað það spurningunni:

Hvað getum við sem fjölskylda gert til að koma sem best út úr þessari flensu? Engan hræðsluáróður, bara leiðbeiningar sem allir skilja. Er viss um að fólk á miklu auðveldara með að höndla þetta og minni líkur á panik, bara ef fólk hefur hlutverk. Veit hvað það getur gert til að fyrirbyggja eins vel og hægt er.

Efast ekki um að það geri okkur mun hæfari í að taka á þessu þegar hún kemur svo hingað. Því hingað kemur hún, allir á ferðinni út um allan heim.

Einn sagði við mig að það væri alltof seint að byrja núna að fyrirbyggja, en ég hlusta ekki á það. Það er aldrei of seint að byrja á neinu góðu.

Hafið það gott í dag.


mbl.is Of seint að hindra útbreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er ótrúlegt. Ekkert er að gerast hér, engar ráðleggingar, engin fræðsla frá landlækni, ekkert fjallað um aðgerðaráætlanir.

Hef verið að fylgjast með umræðunni í Danmörku. Þar koma stöðug skilaboð frá stjórnvöldum og heilbrigðisstofnunum, auk þess sem fræðslubæklingar eru sendir út og mikil umræða þar í gangi um þennan vágest.

hilmar jónsson, 28.4.2009 kl. 09:36

2 identicon

Frábært hjá Þér Anna Guðný,

Það er einnig um að gera að gera allt til að styrkja ónæmiskerfið. Nota öfluga andoxara. Roseox frá Herbalife og bara ávexti. Herbalife teið er Öflugur andoxari fyrir fullorðið fólk.

Bestu kveðjur,

Anna Margrét

Anna Margrét Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:42

3 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Það er eitthvað sem segir mér að þetta sé líka svolítið hleypt upp af fjölmiðlum. Fólk deyr af lungnabólgu og það má rekja dauðsföll til kvefveiru. Muniði þegar fuglaflensan hræddi marga og kúariðan sem olli svefnlausum nóttum hjá mörgum ´96 minnir mig ?? Svo sem betur fer gleymdist þetta því þetta var eftir allt saman ekki eins " spennandi " og það hljómaði í blöðum og sjónvarpi. Með fullri virðingu fyrir þeirri varúð sem þarf auðvitað að hafa í huga varðandi allt svona að þá þoli ég ekki hvað fjölmiðlar ýkja mikið og reyna að skapa æsifréttir, og þá auðvitað ef það er eitthvað neikvætt.

Íris Ásdísardóttir, 28.4.2009 kl. 09:57

4 identicon

Fann þetta inn á landlæknir punktur is :o)

http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=1897

Alveg sammála Önnu Margréti, öflugir andoxarar eru alveg hiklaust málið og almennt hreinlæti. Þessari flensu er líkt við influenzuna, muna að þvo sér, ekki umgangast fólk sem er veikt eða ef þú ert veik og halda fyrir vit ef maður hnerrar eða hóstar.

I had a bird

It name was Enza

I opened a window

and in flew Enza

Heiða :) (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:00

5 identicon

Það er samt grundvallarmunur á þessu og t.d. HABL veirunni sem breiddist um SA-Asíu fyrir nokkrum árum. Núna erum við að tala um veiru sem getur breiðst á milli manna. Við vitum að einhvern tímann bráðum kemur veira sem mun verða að heimsfaraldri líkt og spænska veikin nema bara breiðast um heiminn á 4 dögum í stað margra mánaða eða ára. WHO reynir alltaf að drepa þessar veirur niður í fæðingu en einn daginn mun það gerast og þó það hafi ekki gerst hingað til þá er full ástæða til að vera á varðbergi þó það sé engin ástæða til að lifa ekki eðlilegu lífi eða verða hrædd/ur.

 Mjög gott og þarft blogg hjá þér Anna Guðný

Steinn Halldórsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:08

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bretar gera ráð fyrir að 700.000 manns muni látast úr veirunni ef helmingur þjóðarinnar veikist. Áætlað er að helmingur Íslendinga muni veikjast. Þessar upplýsingar koma frá yfirvöldum. Við sem einstaklingar getum sára lítið gert nema að vona hið besta.

Finnur Bárðarson, 28.4.2009 kl. 11:13

7 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið öll.

Hilmar: Þarna í Danmörku heyrist mér nú vera öfgarnir  á hinum endanum. Það er heldur ekki gott að æsa liðið um of. Hér hafa allir verið svo uppteknir af stjórnmálum, vonandi er samt byrjað að skoða þessi mál hér.

Anna Margrét. Já, við erum sko ótrúlega heppin við sem höfum verið að nota Herbalife. Sit hér með tekrúsina mína eins og svo oft áður. Rose Ox innbyrt hér á hverjum morgni. Þarf að vera duglegri að skera niður ávexti fyrir börnin. Þá borða þau svo mikið af því.

Íris: Ég held að við myndum öll vilja að þetta væri bara einhver fréttabóla en eigum við að taka sjensinn á því? Það er fólk að deyja úr þessu í tuga tali og jafnvel fyrir hundrað. Betra að hafa varann á og reyna að vera undirbúin en hitt. Vona það besta en búast við því versta.

Anna Guðný , 28.4.2009 kl. 14:33

8 Smámynd: Anna Guðný

Steinn: Sammála hverju orði hjá þér. Takk fyrir upplýsingarnar.

 Finnur:

Áætlað er að helmingur Íslendinga muni veikjast.

Þetta var ég búin að lesa líka og að reikna mætti með að 3 % þjóðarinnar myndi látast. Og reikniði nú.

Ég er nú ekki sammála þér með að við getum ekkert gert. Við getum heilmikið gert sjálf. Ég er ekki endilega að segja að það virki á þessa flensu, kannski á þá næstu. Ef við getum eitthvað gert sjálf heima hjá okkur sem verður til þess að við fáum hana vægar eða jafnvel sleppum, þá er það þess virði.

Íslensk börn fara til dæmis seinna að sofa en önnur börn (svona almennt). Skyldi það vera vegna þess að þau þurfi eitthvað minni svefn en önnur börn? Held ekki.

Anna Guðný , 28.4.2009 kl. 14:41

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Anna Guðný mín, ég mundi vilja setja alla þá sem koma inn í landið í sóttkví ekkert minna en það.
Sjáumst á laugardaginn

knús kveðjur

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband