Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar!

Byrjuðum sumarið á að fara með valkirjunni og bekknum hennar í grillpartý í hádeginu.

Þar áttum við góða stund. Farið var í leiki og rifjaði voru upp leikir eins og: Fram, fram, fylking, Teygjó, Hollinn skollinn, sms leikinn sem er að vísu ekki gamall en samt skemmtilegur, eltingaleik og fleiri og fleiri.

Vorum svo með nokkra innileiki til vara ef ringdi, en það slapp á meðan við vorum þar.

P4230054

 

Þarna er unglingurinn minn komin til að hjálpa, svo mömmurnar gætu verið inni í kaffi. Það var jafngaman á báðum stöðum.

P4230055

Einbeitingin skín úr, ja allavega flestum andlitum.

 

Hafið það gott í sumar, það ætla ég að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna Guðný til hamingju með þetta framtak mér finnst ég sjá lítið að börnum í leik úti á sumrin.

Ásgerður

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Anna Guðný

Sem betur fer er fullt að krökkum hér í götunni sem fara út að leika.

Mikið fjör alla daga.

Hafðu það gott Ásgerður mín.

Anna Guðný , 24.4.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.4.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Sifjan

Já það var mikið fjör þarna...og eljan í henni Öglu Rún að nenna að leika við krakkana.  Mikið er Siggi Tumi heppin að hafa svona frábæra barnapíu :=)

Innilega til hamingju með afmælið og takk fyrir vöfflurnar og kryddbrauðið.

Sifjan, 24.4.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Agla Rún hefur þann sérstaka eiginleika að, að henni hreinlega sogast ungviðið það hef ég séð ! Hafið það gott Anna mín og við sjáumst hressar á morgun - kosningadaginn !

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.4.2009 kl. 19:56

6 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið Ninna.

Sif: Verði þér að góðu. Vöfflurnar kláruðust og brauðið næstum því.

já, það er ótrúlegt hvað hún nennir að leika við þau.

Margrét: Þetta hef ég nefninlega séð sjálf. Og ég var alveg eins þegar ég  var yngri. Hafði bara ekki eins mörg tækifæri , eins og hún núna. Sjáumst í fyrramálið.

Anna Guðný , 24.4.2009 kl. 22:24

7 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

 

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.4.2009 kl. 07:48

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Innlitskvitt

Hafðu góða viku nafna mín

Anna Margrét Bragadóttir, 26.4.2009 kl. 17:25

9 Smámynd: JEG

Gaman að þessu. Knús og kveðja úr sveitinni mín kæra.......en nú er allt að gerast í sveitinni enda sauðburður byrjaður og verður fjör næstu 5-6 vikurnar :)

JEG, 26.4.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 201267

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband