Leita í fréttum mbl.is

Skiptir um viku.

Ég hef ekki við að skipta um viku, hef ég sagt þennan áður? Vitiði það, ég verð sjötug áður en ég veit af.

Ég man samt ekki hvað ég gerði í vikunni, nema bara sumt. Er þetta aldurinn eða......

Fékk þó að upplifa aldeilis frábæra tvo daga í skólanum hjá börnunum. Það eru haldnir Smiðjudagar einu sinni á ári. Er í tvo daga, fram að hádegi. Þá fá börnin að velja sér stöðvar og læra eitthvað skemmtilegt.

Einhverjir fóru í Kjarnaskóg og grilluðu pylsur, aðrir heimsóttu slökkvistöð, bjuggu til páskaföndur, voru í förðun og snyrtingu, íþróttum, kofasmíði, leikfangagerð, fjöruferð, tilraunastöð, slökun. ljósmyndahópi, stuttmyndagerð o.fl. 

Við, foreldrar fengum sent bréf áður þar sem þeir sem  sáu sér fært voru beðnir að aðstoða. Ég vissi að ég væri ekkert sérstakt að gera þessa tvo daga og bauð ég því fram hjálp mína. Fékk svo sent bréf nokkrum dögum seinna þar sem ég var spurð hvort ég gæti hugsað mér að aðstoða við stuttmyndagerð? Úbbs, ef það er eitthvað sem ég kann ekki þá er það stuttmyndagerð. Ég er ein af þeim sem er með fullt að forritum í tölvunni sem ég kann ekkert á. En maður segi náttúrulega ekki nei, maður kyngir bara, brosir og segir: Já, já, ekkert mál. Ég skal aðstiða við það.

Svo kem ég á svæðið. Veit ekki alveg af hverju, trúlega þó vegna óbilandi bjartsýni kennarans fékk ég einn hóp og átti að fara með hann og gera eitt stykki stuttmynd. Já takk, ég redda því. Auðvitað fengum við smá leiðbeiningar en fórum svo inn í eina stofuna og héldum af stað.

Þvílíkt fjör sem við höfðum þar, Í mínu lið voru fjórir krakkar: Ein prinsessa úr 2.bekk, tveir strákar úr 3. bekk og svo 1. úr 5.bekk. Þau voru svo ólík en öll svo flott. Við byrjuðum á setjast niður og þau völdu sér hvað þau vildu og það voru fyndnar fjölskyldumyndir. Völdu þau sér svo hlutverk og svo var þrammað upp á búningasafn og búningur valinn. Það var misjafnt hversu margar upptökur þurfti við hvert atriði, sum bara einu sinni og önnur oftar. Hver upptaka skoðuð og séð hvað betur mátti fara.

Inn á milli gekk ég svo um skólann og heilsaði upp á börnin. Valkirkjan mín valdi kofasmíðina. Veðursins vegna stoppaði ég minnst hjá henni. Gaurinn minn tók þátt í gerð pappírsfugls. Honum fannst það ekkert smá gaman.

 

P3260002

Þegar börnin í 2. bekk mættu í skólann skildu þau  ekkert í því hvað væri komið i stofuna þeirra. Búið að var raða öllum mögulegum og ómögulegum umbúðum af heimilinu á langt borð og þar átti að fara fram leikfangagerð. 

 

P3260004

Kennir ýmissa grasa.

P3260006

Kennararnir Gígja og Hrafnhildur að undirbúa gerð pappírsfuglsins.

 

Segiði svo að að sé ekki gaman að vera kennari.

P3260013

Rannveig og Ragnheiður Lilja.

 

P3260014

Fleiri kennarar í stuði. Elva , Gígja og Svanhildur.

 

P3260046

Hér er verið að troðafuglinum út úr stofunni.

 

P3260049

Hrafnhildur að snurfusa hana.

 

P3270063

Þarna er búið að mála hana blessaða. Einhver hafði plokkað í vinstra brjóstið á henni og því var ákveðið að.....

 

P3270078

að hún fengi hjarta. Komin kórónu og hálsmen.

Frú Odda.    Og gaurinn minn stendur hjá.

 

Þetta var nú það helsta í  myndum. Annars átti ég náttúrulega að vera að vinna þarna, svo ég gat ekki verið alltaf í myndatökum. Ég gat t.d. ekki tekið myndir af unglingnum, þar sem hún var að læra um umhirðu og snyrtingu húðarinnar annað daginn og umhirðu hárs seinni daginn. Hefði verið gaman að sjá það. Svo er ég ekki með mynd af hópnum mínum, var spurning um að við sendum inn til Jónsa í Fyndnar fjölskyldumyndir eitt atriðið. Við skoðum það.

En mikið voru þetta skemmtilegir dagar. Ég gleymdi frímínútum og meira að segja krakkarnir mundu ekki eftir þeim fyrr en nokkrar mínútur voru liðnar. Svona var gaman hjá okkur.

Þetta er ágætt í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Flottar myndir hjá þér.

Jakob Falur Kristinsson, 30.3.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir það Jakob

Anna Guðný , 30.3.2009 kl. 16:21

3 identicon

Takk fyrir skemmtilega umfjöllun og flottar myndir !!!  Það var frábært að hafa þig með okkur :-)

Ragnheiður Lilja (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Skemmtilegar myndir, það hefur sem sagt verið rosalega gaman eins og svo oft áður í Oddeyrarskóla. Minn yngri mætti heim í rúm til mömmu á föstudagsmorguninn, hafði fengið "kofa" í augað. Það fór nú allt vel en hann fór samt á slysó svona til vonar og vara.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband