Leita í fréttum mbl.is

Árið á enda runnið.

Þá er mínu fyrsta bloggári að ljúka. Man ekki alveg hvenær ég byrjaði en einhverntímann í byrjun árs var það. Fyrst hugsaði ég mér að skrifa aðeins athugasemdir hjá öðrum. Er haldin þessum skorti á sjálfstrausti eins og svo margir aðrir að halda að ég geti ekki skrifa neitt gáfulegt sem aðrir hafi áhuga á að lesa. Til að byrja með þorði ég ekki að koma undir nafni en setti þó inn link á hina síðuna, þar sem var mjög auðvelt að finna allar upplýsingar um mig og mína. Af hverju ég þorði ekki að vera inni undir nafni var aðallega að ég var svo oft búin að sjá athugasemdir hjá öðrum sem voru svo dónalegar og ömurlegar að ég gat ekki hugsað mér að ganga í gegnum það sjálf.  Þessar leiðinlegu athugasemdir voru í flest öllum tilfellum nafnlausar þ.e. fólk skrifaði ekki undir nafni.

Ég harkaði svo af mér og skellti nafninu inn. Hef verið blessunarlega laus við erfiiðar og dónalegar athugasemdir, enda ekki oft skrifað orðhvassar færslur um eldfim málefni. Valdi að nota bloggið sem tæki til æfa mig í að setja saman texta. Hef lengi haft áhuga á því en ekki fundið mér vettfang fyrr en nú. Ég er bara nokkuð ánægð með árangurinn.  Til að byrja með var ég í vandræðum. Ritstífla nánast í hvert skipti sem ég settist við tölvuna. Svo las ég einu sinni færslu hjá honum Tigercopper og fannst hann svo flottur að ég bað um aðstoð. Hann sagði mér hvað hann gerir, ég prófaði það og hibb hibb hibb barbabrella það virkaði.

 Núna er ég orðin svo ánægð með útkomuna að ég kem jafnvel inn daginn eftir og les skrif mín frá því deginum áður og er sátt við útkomuna.

 

 

                                                                                   

                                                          111621522_e6f47257d1

       Það sem mig langar til að enda árið á er að biðja ykkur um að hjálpa mér að biðja fyrir konu. Ég hitti þessa konu í gær á göngu á Glerártorgi og lofaði henni því að ég myndi koma nafni hennar inn þar sem ég teldi að hún fengi sem flestar góðar hugsanir. Og veit ég að ég kem ekki að tómum kofanum hjá ykkur, kæru boggvinir. Ég og margir sem koma hér inn vorum að vinna með henni á gamla ÚA. Aðrir þekkja hana af því hún býr í hverfinu mínu og enn fleiri vegna þess að hún er Akureyringur. Það er hún Særún okkar. Hún er búin  að eiga mjög erfitt á þessu ári. Hún er að berjast við krabbamein og búin að vera í meðferð nánast síðan í vor. Í næstu viku fer hún til Svíþjóðar í mikla aðgerð og verður nokkra mánuði þar. Því vil ég biðja ykkur um að næst þegar þið kveikið á kerti og hugsið til ástvina að senda henni Særúnu góða strauma.

Gleðilegt ár kæru vinir og eigiði skemmtilegt og slysalaust kvöld kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sömuleiðis mín kæra, en varstu ekki í jc hér í denn. viltu setja heimilisfang og föðurnafn sæunnar hér inn, eða senda mér það í sms. Njóttu svo ársins sem brátt heilsar. Knús á ykkur öll kv/petrea

petrea (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: JEG

Gleðilegt árið mín kæra og takk fyrir kynnin á árinu.  Megi nýja árið færa þér gleði og frið.  Hugsa til vinkonu þinnar og vona að allt fari vel.  Knús úr sveitinni mín kæra. 

JEG, 1.1.2009 kl. 00:27

3 identicon

Gleðilegt ár. Gaman að hitta þig aftur Anna. Ég var eins og þú í felum með bloggið, hafði síðuna mína læsta framan af en "what a hell" svipti svo hulunni af henni og sé ekki eftir því.

Hugsa til vinkonu þinnar og óska henni alls hins besta. Megi nýja árið færa henni betra líf. Heyrumst vinan

Margrét (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt á elsku vinkona og takk fyrir það gamla, það hefur verið lítið um komment frá mér undanfarið enda ekki þægilegt að sitja hér á hækjunni.
En við sjáumst nú vonandi fljótlega Anna Guðný mín.
Ljós og kærleik til þín og þinna
Milla og Gísli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín er eitthvað að skilaboðunum hjá þér, en get alveg spurt þig að þessu hér. hvers dóttir er hún Særún og hvar á hún heima.
þú getur sent mér þessar upplýsingar á skilaboðum ef þú vilt.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2009 kl. 20:20

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég fékk þau en þau duttu út viltu senda mér þau aftur og einnig hvenær hún fer út.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Anna Guðný

Búin

Anna Guðný , 1.1.2009 kl. 20:42

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég get ekki sent þér skilaboð, en fæ frá þér þetta er komið inn í bók.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2009 kl. 20:45

9 Smámynd: Erna

Gleðilegt ár Anna mín, Ég skal taka undir bænirnar til hennar Særúnar, og ég mun kveikja á kerti og hugsa til hennar

Erna, 1.1.2009 kl. 21:04

10 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir þetta öllsömul. Vissi að ég fengi jákvæð viðbrögð.

Vil ekki setja allt nafnið inn hér af því hún átti kannski ekki von á að það kæmi á alnetið en þið sem viljið setja hana í bók sendið mér bara e-mail og ég sendi á ykkur.

Anna Guðný , 1.1.2009 kl. 22:52

11 identicon

Gleðilegt nýtt ár elsku Anna og takk fyrir skemmtileg kynni á árinu sem er nýlokið. 2009 verður skemmtilegt hér er það ekki?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband