Leita í fréttum mbl.is

Jóla hvað?

Það er svo búið að minna mig á að ég hafi ekki bloggað nýlega að meira segja mágkona mín, bankastarfsmaðurinn, sagðist hafa tekið eftir því að ég hafi ekki skrifað neitt nýlega. En með því að sleppa þessu í svona marga daga, þá eru þeir smám saman að koma í ljós þessir 97 sem ég var að tala um um daginn. Það er að kannski hafi um 100 manns komið inn á síðuna á einum degi, 300 flettingar en aðeins 3 skrifað athugasemd. Háin tvö eru byrjaðar og Guðrún kom sterk inn um daginn. Bögga mín farin að skrifa heil ljóð. Bara frábært.Smile

Allt gengur út á jól þessa dagana. Jóla þetta og jóla hitt. Sem er auðvitað hið besta mál.

Það voru danssýningar hjá stelpunum um daginn. Kreppuvélin mín þolir ekki svoleiðis birtu en ég skelli samt einni mynd inn hérna, svona rétt til að sýnast.

PC090012

Flottar stelpur. Ég á þessa aðra til hægri.

Svo skelltum við okkur á upplestur á Amtið til Dodda. Þar var  bloggvinkona mín, hún Jóna Á að lesa upp úr bók sinni Sá einhverfi og við hin. Flott hún Jóna. Ég, auðvitað keypti bókina og fékk áritaða.

Nú var komið að kakóferð barnanna. Foreldrafélagið í skólanum bíður upp á kakóferð í desember. Í þetta skiptið var farið á Friðrik V. Ég og eiginmaðurinn fórum með og vorum svo heppin að fá frábæra skoðunarferð.

PC120019

Eyrún Anna kennari með tvær við hönd

 

PC120025

Hér tekur Magga á móti þeim og segir frá því sem fyrir augu ber.

 

PC120031

Við fengum aðeins að kíkja inn í eldhúsið. Allt komið á fullt þar.

 

PC120035

Adda við skrifborðið.

 

PC120049

Svo tóku þau lagið fyrir okkur í lokin.

Meira jóla. Jólafrí í skólanum í dag. Byrjuðum daginn á jólaskemmtun. Hér erum við komin inn i 2. bekk. Rosa fjör þar.

 

PC190063

Jólastelpur.

 

PC190078

Jólasagan lesin.

 

PC190080

Duglegar að mæta þessar mömmur. Skrýtið , mér finnst ég alltaf sjá sömu mömmuandlitið þegar eitthvað er um að vera.

PC190082 

Annar helmingur af Háunum tveim með dóttur sinni.

 

PC190077

Hér erum við komin inn í 5. bekk.

 

PC190087

Þá er farið að dansa. Hér er  unglingurinn og bekkjarsystirin með 1. bekkjar vinkonu.

 

PC190089

Sylvía með sína 1. bekkjarvinkonu.

 

 

PC190097

Siggi og Jana með sína vini.

 

PC190108

Svona gerum við þegar við hengjum okkar þvott.

 

PC190109

Á öllum alvöru jólaböllum mæta jólasveinar.

 

PC190122

Sjáiði bara þessar flottu stelpur. Þær  eru í 8. bekk. Þær gistu saman sl. nótt svo þær gætu klætt sig uppá saman.

Þannig að nú eru allir komnir í frí. Eiginmaðurinn er í veikindafríi og enginn veit hversu lengi. Hann var í sneiðmyndatöku í morgun og fékk svo útkomuna í dag. Brjósklosið hefur versnað og nú sjáum við bara til hvernig hann verður eftir hátíðirnar. Ef honum skánar ekki verður hann trúlega skorinn á nýju ári. En við vonum auðvitað að til þess komi ekki. Það er mjög sérstakt að hafa hann heima á þessum tíma árs. Skiljanlega hefur hann ekki getað gert mikið en þó, hann skrifaði öll jólakortin. Það tekur nú sinn tíma. Annars ákváðum við að fækka aðeins í þeim hópi þetta árið og senda fleiri á netinu í staðinn. Svo hefur hann auðvitað verið mikið heima, þannig að börnin koma ekki heim að tómum kofanum. Það er mikilsvirði að einhver sé heima þegar þau koma.

Annars erum við bara þokkaleg. Ætlum að hafa það náugt um hátíðarnar. Eiginmaðurinn ekki til stórræðanna í keyrslu, svo við verðum bara heima. En það er líka í fína lagi.

Sit hér og reyni að láta mér detta eitthvað meira í hug til að skrifa, af því ég nenni ekki inn að sofa. Veit nefninlega að ég þarf á fætur eldsnemma í fyrramálið að keyra unglinginn til að passa.

Svo er aðalmálið i dag, hvað á ég eiginlega að gefa eiginmanninum í jólagjöf? Hugs, hugs, hafiði einhverja tillögu? Við eigum eiginlega allt sem þarf en eitthvað verð ég samt að gefa honum? Ef þið gefið mér einhverja hugmynd, þá get ég kannski unnið út frá því.

Jæja elskurnar, sofiði vel í nótt og dreymi ykkur vel.

Best að renna blogghringinn og kíkja á ykkur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og takk fyrir innlitið og falleg orð í minn garð á minni síðu!!!

Það er greinilega mikið að gera hjá þér eins og flestum landsmönnum um þessar mundir....En eins og myndirnar sýna er þetta hin mesta skemmtun...

Með jólagjöf eiginmannsins er margt sem kemur til greina eins og; kerti og spil, diskinn með Páli Óskari!, gott ilmvatn, undirföt hand þér, bók t.d. með köldu blóði eftir David Attenborugh, alltaf klassískt að kaupa flíspeysu, skyrtu eða gönguskó, já eða bara eina nótt á hóteli með þér... GPS staðsetningartæki, myndavél, mynd af þér, skauta, já þetta er óteljandi möguleikar, tala nú ekki um þegar maður býr í svona stórbæ eins og Akureyri er....Hér á Höfn eru ekki eins margar búðir og þá hugsar maður ok ef þetta er ekki til hér þá þarf maður ekki á þessu að halda!!!!!

Megir þú eiga gleðiríka jólahátíð í faðmi fjölsyldunnar og gott nýtt ár...Bestu kveðjur RAgga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 08:35

2 identicon

Hæ Anna mín, mikið er ég fegin að þú ert farin að blogga aftur.Mér datt helst í hug að þú værir komin á sjó, þú værir kokkur en eitt langar mig að spyrja þig af var þinn eiginmaður á Eflingu á fimmtud ég er ekki klár á honum svo ég þorði ekki að heilsa og byðja hann að skyla kveðju til þín. Ef þetta hefði svo ekki verið hann hr þinn þá hefði ég farið í rembihnút. Eigðu góðar stundir.

Bögga (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir allar hugmyndirnar sem þú gefur mér Ragga mín.  Ég varð nú að lesa þær fyrir hann. Ein var ansi góð. Um daginn skruppum við, ég og unglingurinn á Glerártorg og áður en við fórum þá bað eiginmaðurinn unglinginn að kaupa nú eitthvað fallegt handa sér. Hún keypti þrjá bíla fyrir hann og yngri börnin, svo þau gætu nú leikið sér saman. Það vildi svo til að Palli var að árita diskinn sinn og plaköt. Heldurðu að hún hafi ekki fengið áritað plakat handa pabba.            ÉgOliver. Honum fannst þetta nú ekki eins fyndið og mér en varð þó að brosa. 

Dóra: Mikið hefurðu það gott þarna. Borðar, hvílir þig, borðar meira, hvílir þig meira. Gaman, gaman.

Bögga. Takk fyrir að taka eftir að ég hafi ekkert skrifað.  Hef bara notað tímann í annað. En þetta með eiginmanninn og rembihnútinn, þú hefðir alveg getað heilsað honum. Hann var þarna og sá þig en lenti í svipuðum hnút og þú. En þið getið þá heilsast næst.

Hafðu það gott dúllan mín.

Takk fyrir innlitið stelpur mínar.

Anna Guðný , 20.12.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: JEG

Já það er þessi tími sem er svooo annasamur að maður er stundum bara búinn.  Og nennirinn bara bensínlaus.  Kærleiksknús á þig mín kæra og knúsaðu kallinn bara í jólagjöf......hahaha EXTRA mikið  ódýrt, hentugt og þægilegt   Vona að hann fari sér ekki að voða um jólin og lagist eins og mögulegt er.  Jólakveðja úr sveitinni. 

JEG, 20.12.2008 kl. 23:25

5 identicon

Hæ Anna mín. Mikið er ég fegin að þú sért farin að blogga aftur. Svo ég varð bara að kvitta fyrir mig. Kysstu litluna mína frá mér.

Kveðja Hafdís (annað háið) ha, ha

Hafdís Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:06

6 Smámynd: Renata

Gaman að sjá þig blogga aftur, svo spillir ekkert að þú ert svo duglegt að setja inn myndir

Renata, 21.12.2008 kl. 08:47

7 identicon

Mikið er ég fegin að þú skulir gefa þér tíma til að skrifa smávegis. Á bóndi þinn góðan frakka? ...hafðu það gott mín kæra. kv/peta 

petrea (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 16:34

8 identicon

Halló Anna mín, hvernig er það er fólk bara orðið vant því að þú sért alltaf með myndavélina á lofti? hún er kannski orðin eins og framlengin af hendinni á þér.. Fynnst fólk ótrúlega eðlilegt og afslappað :)  bestu kveðjur norður

Harpa (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:59

9 Smámynd: Anna Guðný

Oh hvað það er gaman að sjá hvað margir hafa saknað mín. Takk fyrir innlitið elskurnar.

Jóna mín Takk fyrir að þú gefur þér nú samt tíma til að kíkka á mig. Vegna bakvesenisins hjá eiginmanninum, þá eigum við trúlega ekki eftir að renna fram hjá þér um jólin. Bensínlaus nennir.

Hafdís. Takk fyrir það, alltaf gaman að fá þig í heimsókn.

Peta: Takk fyrir hugmyndina. Held ég sé búin að ákveða mig. Ætla að vera hagsýn núna. Takk fyrir innlitið.

Renata. Já þetta með kreppuvélina. Tók hana ekki með í dag, gott að taka frí með hana suma daga.

Anna Guðný , 22.12.2008 kl. 00:49

10 Smámynd: Anna Guðný

Harpa: Veistu, hef aldrei hugsað út í þetta svona en held samt að það sé tilfellið. Fólk er orðið svo vant mér með vélina og t.d. segja kennari Öglu  Rúnar sem þolir ekki myndavélar, hann gafst upp eftir innan við hálfa mínútu og leit í hana. Hitti Óskar í gær, hann sagðist hafa fengið póst frá þér og þú kæmir trúlega ekki norður um jólin. Þú lætur bara vita næst þegar von er á þér.

Kveðja til þín

Anna Guðný , 22.12.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 201276

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband