Leita í fréttum mbl.is

Hver borgar brúsann?

Ég ætla ekki að hafa skoðun á fangelsisdómi Guðmundar. Það eru mjög skiptar skoðanir á honum og öllum frjálst að hafa þær. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er: Hver ábyrgist að þessar konur sem dæmdar eru bæturnar fái þær yfirleitt? Hver borgar þær? Varla á hann pening. Borgum við þær? Hvernig virkar þetta í svona málum? 

Einhver sem þekkir þetta?

 


mbl.is Forstöðumaður Byrgisins dæmdur í 2½ árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkið ábyrgist (ef hann er ekki borgunarmaður) upp að einhverri vissri upphæð, held að það sé um 600 þús.... allt sem fer yfir verða stúlkurnar að reyna sjálfar að innheimta....

Mig minnir að þetta virki svona!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Anna Guðný

Mér finnst það að vísu líka en ég hef svo miklar áhyggjur af þessum konum sem eru að lenda í þessu ósýnilega ofbeldi, eins og misnotkun öll er.Þetta fer svo illa með sálartetrið og ég er ansi hrædd um að þær bætur og sú aðstoð sem þær fá dugi ekki til.

Skilurðu hvað ég meina?

Anna Guðný , 4.12.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: JEG

Bara skiletta ekki. 

Knús og kossar til þín mín kæra. 

JEG, 4.12.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þessi dómur er hneyksli - það er með ólíkindum að þessi ..... skuli sleppa svona vel. Svo vogar Hæstiréttur sér að stytta fangelsisdóminn. Skítt með peningana en hefur dómurunum nokkuð komið til hugar líðan stúlknanna? Eða aðstandenda þeirra? Hefur þessum dómurum nokkuð komið í huga að Guðmundur dæmdi þær til ævilangrar refsingar fyrir það eitt að vera veikar og það að treysta honum. 2 ár -------  30-40-50 ár - hver er dómur stúlknanna? eða 60 ár.  Þetta er til háborinnar skammar og er smánarblettur á Hæstarétti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.12.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Það ábyrgist örugglega engin þessar greiðslur, því... því miður er það þannig að sá sem fær dæmdar bætur fyrir áverka verður að sækja þær sjálfur til brotaaðila. Trúlega er það eins í þessu tilviki.

Því lík skömm...

Sigríður B Svavarsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Anna Guðný

Ólafur, það er ekkert skítt með peninga í svona málum. Það kostar heilmikla peninga, öll meðferðin sem fórnarlömbin þurfa á að halda. Hver á að borga það , ef gerandinn á ekkert?  Fær fórnarlambið þá bara skitnar 600 þús og það á bara að duga? Ég borga með ánægju meðferðirnar með sköttunum mínum, en er það tilfellið? Sitja þær ekki bara eftir með sát ennið eins og þær Sigga og Ragnheiður skrifar hér að framan. Hvað skildu þær fá marga sálfræðitíma fyrir 600 þús?

Við verðum að fara að hugsa betur um fórnarlömbin.

Vel á minnst, það er talað um konur í þetta skiptið en ég er auðvitað að meina öll fórnarlömb þessarra ofbeldisverka.

Anna Guðný , 5.12.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Ég gerði ekkert sagði Guðmundur í Kompás þættinum og konan hann sagði að hann væri saklaus, svo komu þau á útvarp sögu sem heyrðist hérna norðan heiða um tíma og þar hlóu þau af þessu og gerðu grín að stelpunum alveg eins og asnar. Stjórnandinn á sögu sagði alltaf við Guðmund þú verður ekki settur inn þetta ersvo mikil vitleisa í stelpunum og en hlóu þau. Gott að Guðmundur fær refsingu

Sigurbjörg Níelsdóttir, 5.12.2008 kl. 00:57

8 identicon

Já því miður er réttarkerfið ekki betra en það að brotarþolandinn þarf oft að sætta sig við einhvern smá pening því 600 þús er ekki mikið, ef maður fer að spá hvað þessar stúlkur þurfa að gera. Td sálfræðiaðstoð, meðferðarúrræði, osfl.....

Efast um að ríkið reddi þeim ókeypis aðstoðar pakka!!!

Ég er reyndar hneyksluð að Dómurinn hafi verið mildaður, því það sem Guðmundur gerði er Algjör viðbjóður......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband