Leita í fréttum mbl.is

Fyrirsögn má bara ekki gleymast!

Enda skrifaði ég hana fyrst núna.

Nóg að gera um helgina eins og flesta daga hér. Vaknaði heldur snemma á laugardagsmorgun. Finnst gott að sofa aðeins lengur um helgar. Nú þurfti ég að keyra unglinginn til passa fyrir kl. sjö um morguninn. Of langt fyrir hana að ganga. Hún var líka í afmæli fram undir miðnætti kvöldið áður svo best var að hún svæfi eins lengi og hægt var. Ég skreið uppí aftur þegar heim kom en kötturinn og gaurinn voru bæði vöknuð þegar ég kom aftur svo ég sofnaði allavega ekki fast. Var svo komin í sturtu um áttaleytið til að gera mig huggulega fyrir vaktina á Sáló. Þar var ég fram yfir hádegi í hópi góðra. Kom svo heim um tvöleytið og stuttu seinna hringdi valkirjan. Þá langaði hana svo að bjóða vinkonu sinni í franskar á Glerártorg. Ég, sem var ekki einu sinni búin að sjá hana frá því daginn áður gat ekki sagt nei og því að skundað á Torgið. Það var fullt af fólki þar. Einhverjir komnir í jólahugleiðingum og aðrir bara svona að koma á félagsmiðsstöð. Litlu skvísurnar misskildu þetta eitthvað.  Héldu að það ætti að vera andlitsmálning en svo var það víst greiðst og fínerí að eldri stelpur. En ég skildi þær svo eftir á Kaffitorgi alsælar með mat og drykk.

Hef aldrei áður prófað að klóna mig en það virkaði núna. Er samt ekki viss  um að uppskriftin hafi verið rétt. Hún, hin sko, var ekkert lík mér í útliti en hún virkaði vel. Ég fékk sem sagt Helgu Margréti frænku til að fara með börnin á húllumhæið hjá Palla í Sjallanum. Gaurinn hafði ekki áhuga á að fara og því fékk Berglind vinkona að fljóta með. Það var víst ægilega gaman. Hún kom heim með rosa flott áritað plakat og var alsæl.

Ég aftur á móti dreif mig upp á Kaffi Karolínu, þar sem ég var búin að auglýsa bloggarakaffihitting. Rétt náði þeim fyrstu í dyrunum. Það voru Húsvíkarnir Milla og Gísli með dætur Dóru, Guðrún Emilíu og Sigrúnu Leu. Við drifum okkur upp. Ester stjanaði við okkur eins og henni er einni lagið. Búið var að lika upp svo við gætum öll fengið pláss. Það var líka frábært.

PB220004

Hér eru ungu stelpurnar sem með okkur voru: Guðrún Emilía og Sigrún Lea, dætur Dóru og Eva Lind, dóttir Huldar. Gaman að fá ykkur stelpur.

PB220003

Halli, maður Huldar og Sigga Svavars. Hún er ekki að blogga í augnablikinu.

PB220013

Hér eru vinkonurnar Erna og Dóra. Líka flottar stelpur.

PB220010

Halli og Víðir Ben. á spjalli. Stjórnmál eða sjómennska, jafnvel sitt lítið af hvoru.

 

PB220016

Unna Mæja skenkir í bollana að húsmóður sið.

 

PB220023

Bíddu, hvaðan voru þau að koma? Hvert fóru þau? Smáinnanhússhúmor.

 

 

PB220022

Hér kemur minn heittelskaði að sækja mig og þvílíkar móttökur sem hann fær frá Ásgerði. Þau þekkjast nefninlega frá því í hans fyrra lífi.

Þetta var svona það helsta sem tekið var af myndum frá mér.

Mikið var nú gaman hjá okkur. Ég var með í huga að halda næsta hitting svona febr.-mars á næsta ári en nei. Þau vildu hafa strax í Janúar. Og það er bara hið besta mál. Það eru þarna þrjár sem eru alltaf að vinna aðra hvora helgi og við veljum þá bara fríhelgina þeirra.

Það er svo lítið mál að standa fyrir svona. Fyrst er að velja sér kaffihús sem hentar. Betra er að geta setið svolítið sér. Það er svo mikill hávaði sem fylgir þessum kaffivélum. Manneskjur eins og ég sem heyra ekki fulla heyrn eru bara í vandræðum. Tímasetning er áríðandi. Ef einhverntímann er líklegt að kaffihús séu tóm,þá er það seinni part og undir kvöld á laugardögum. Þá er líka svo auðvelt að fá næði. Svo mætir maður bara og passa sig á að vera ekki  með of milar væntingar um mætingu. Þeir sem mæta ekki eru að missa af. Þeir sem mæta,mæta og hafa gaman af.

Við vorum þarna minnir mig 13 og það er flott tala

Takk fyrir stundina.

Hafið það gott í vikunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

Æðislegt að sjá ykkur betur :)

mikið vildi ég að hitta ykkur líka ...verð bara kasta rafrænar kveðjur frá Reykjavík

Renata, 24.11.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ skvís æðislegar myndir og takk fyrir mig.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: JEG

Gaman að þessu.  Kveðja og knús úr Hrútósveitó. 

JEG, 24.11.2008 kl. 10:11

4 identicon

Takk fyrir síðast Elskurnar mínar.  Það var reglulega gaman að hitta ykkur.  Takk fyrir myndirnar, meira segja myndaðist ég vel, það er óvanalegt. Nýjir tímar ekki satt. Njótum þeirra.

Eigið dásamlegan dag Allir vinir mínir, kannski bráðum aftur bloggvinir.. ...aldrei að vita. Sjáumst Knús og hlýjar kveðjur

Sigga Svavars (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Flottur kaffi hittingur hjá ykkur.  

Sigurbjörg Níelsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Erna

Hæ og takk fyrir síðast, þetta var frábær samverustund  Flottar myndir af flottu fólki. Sakna þess að að sjá ekki myndir af þér, Millu og Gísla. Takk fyrir þetta Anna mín

Erna, 24.11.2008 kl. 12:42

7 identicon

Segi sama gleymdist að taka mynd af þer?    Takk allir

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:41

8 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir innlitið öll.

Renata. Ekki málið, þú verður bara með næst.Verðum seinnipart Janúar.

Milla: Takk fyrir samveruna krúttið mitt.

Dóra: Klónuð útgáfa af þér kannski, flott mynd af ykkur vinkonunum.

Jóna mín. Það var rosagaman hjá okkur. Við verðum bara að hittast á túninu hjá þér í sumar.

Sigga: Takk fyrir síðast sömuleiðis, gaman að fá þig með.

Bögga mín. Endilega velkomið með næst.

Erna: Ég tók mynd af Millu og Gísla. Milla var svo hrikalega yfirlýst að ég sleppti henni og það hefur kannski einhver tekið mynd af mér. Ég á svolíði erfitt með það sjálf.

Unna: Takk sömuleiðis, við eigum eitthvað eftir að hittast í millitíðinni vonandi.

Anna Guðný , 24.11.2008 kl. 14:57

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín mikið er ég fegin að þú settir ekki inn yfirlýsta mynd af mér.
Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 19:32

10 Smámynd: Anna Guðný

Milla mín þú sérð hana inni hjá Huld. Ég finn frekar bara mynd frá því síðast af þér Hún var miklu betri.

Anna Guðný , 25.11.2008 kl. 00:43

11 Smámynd: egvania

Anna mín það fer ekki á milli mála að við Olli erum langflottust.

ER hér einhver sem þorir mótmæla því ?

Kveðja Ásgerður.

egvania, 25.11.2008 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 201212

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband