Leita í fréttum mbl.is

Heimanám

Réttið upp hendi foreldrar, sem finnst gaman að vera með börninum ykkar við heimanám. Það er nú svo skrýtið á þessu heimili að mér finnst valkirjan sem er í 1.bekk vera með mest heimanám. ´

En ég get alveg sagt ykkur að þetta er ekki og hefur aldrei verið mitt uppáhald. Og það hefur ekkert með tíma að gera. Er svo heppin að hafa verið heimavinnandi með börnin mín flest árin og hef því nægan tíma. Með þessu er ég ekki að segja að heimanámið sé of mikið, heldur bara finnst mér leiðinlegt að gera það með þeim. Yfirleitt allavega. Nema lestur . Alltaf verið gaman að hlusta á þau lesa. Enda báðar stelpurnar læsar þegar þær mættu í skóla og gaurinn var fljótur að ná lestrinum. Nú situr hann við hlið mér og les bókina Eva og Adam eftir Mans Gahrton. Ekki seinna vænna að lesa smá rómantík , hann sem er kominn á tíunda ár.

En það væri gaman að heyra skoðanir foreldra á heimanámi.

Eigiði góðan seinnipart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

sæl og takk fyrir öll kommentin á síðuna mína þú heldur henni uppi  en ég er ekki komin svo langt í uppeldinu að vera farin að berjast í heimanámi en vá hvað mér kviður fyrir því.en það er alveg að fara að bresta á og kannski ég sendi bara gellurnar til þín fyrst þér finnst þetta svona gaman en hafðu það gott í kvöld

kveðja Dísa

Dísa Gunnlaugsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Mér finnst heimanámið hræðilega leiðinlegt

Tveir yngri strákarnir mínir eru lesblindir svo heimanámið hefur alltaf verið kvöl og pína.

Eigðu gott kvöld :)

Anna Margrét Bragadóttir, 28.4.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Það er nú það besta við sumarið, ekkert heimanám !   Segir það þér eitthvað ?

Skákfélagið Goðinn, 28.4.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Anna Guðný

Dísa: Takk fyrir þetta, kannski verður búið að leggja niður heimanám þegar þínar koma í skóla. Það er allavega mikil umræða um það.

Anna Margrét: Þegar ég les þetta hjá þér er mér engin vorkunn.

Sumar hvað frændi? Ég fór á göngu í kvöld og fór í vetrargallann.

Anna Guðný , 28.4.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband