Leita í fréttum mbl.is

Aulahrollur!

Hef alltaf annað slagið verið að velta fyrir þessu fyrirbrigði, aulahrolli. Þetta er svona tilfinning sem kemur upp. t.d. þegar maður horfir á fréttirnar í sjónvarpinu. Einhver segir eitthvað og þú ferð alveg í kerfi. Í raun skammast þín fyrir hans/hennar hönd.

Ég man alltaf eftir því þegar Sverrir Stormsker fór í Eurovision fyrir hönd Íslands. Ég var með í maganum marga daga áður. Ég var svo viss um að hann yrði okkur til skammar. Myndi gera einhvern skrambann af sér í beinni. Ég var þá að vinna á skemmtistað. Kom frekar snemma í vinnu þetta kvöld því keppnin hafði verið auglýst á tjaldi. Held svei mér þá að ég hafi haldið í mér andanum rétt á meðan þeir tóku lagið. Og það sem mér létti á eftir. Ég var fyrirfram komin á algjöran bömmer en sem betur fer þá kláruðu þeir lagið á óaðfinnanlega hátt.

Ég hef oft fengið þessa tilfinningu síðan en finn þó að þetta er eitthvað að þroskast af mér. Ástæðan fyrir því að mér datt þetta í hug í kvöld var að ég sá auglýsingamyndbandið áðan.

http://vimeo.com/icelandinspired

Nú hamast misvitri menningarpostular við að lýsa fyrir okkur tilfinningu sinni (aulahrolli) við að horfa.

Lýsingar eins og: Vandræðalegt, glatað, aldrei séð þessu líkt, vona að það sé ekki hægt að deyja úr aulahrolli. Eflaust mun fleiri.

 Mér aftur á móti fannst þetta video bara skemmtilegt. Við horfðum á það saman, ég og unglingurinn, og höfðum gaman af .

Aulahrollinn hef ég hinsvegar verið með nánast non stop síðustu daga og vikur út af pólitíkinni.

En það er annað mál. Það reddast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki fæ ég aulahroll af að horfa á þessi myndbönd, þau gefa mér frið í hjarta, ég veit að þau hafa áhrif ef við leifum þeim það í jákvæðni kæra vinkona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.6.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Enginn aulahrollur hér út af þessu

Jónína Dúadóttir, 3.6.2010 kl. 21:04

3 Smámynd: Anna Guðný

Sammá Milla, efast ekki um að þau hafa áhrif.

Mikið er gott að þið fáið ekki hroll

Anna Guðný , 4.6.2010 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Guðný
Anna Guðný

Langar að æfa mig í að setja saman texta. Sé til hvað ég gef mér mikinn tíma í það.

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. www.heilsufrettir.is/anna

Þeir sem vilja hafa samband má benda á netfang sem er: ollana@simnet.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

ollana

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband